Pulsatilla campanella – Klukkubjalla

250kr.

Fjölær jurt sem verður um 20-40 cm á hæð en blómstönglarnir geta orðið enn hærri þegar þeir þroska aldin. Blómin eru lillablá að lit en frjóhnappar gulir. Blómin hanga fyrst en rétta úr sér við fulla blómgun. Þrífst best í léttum, framræstum jarðvegi og í góðri birtu. Hentar í steinhæðir og blönduð blómabeð.

Ekki til á lager

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer: FRÆ 0240 Flokkar: , , Merkimiði:

Frekari upplýsingar

Stærð