Pinus mugo – Fjallafura (dvergfura, heiðafura)
250kr.
Fjallafura, heiðafura og dvergfura er í raun sama plantan, en getur verið mjög breytileg og hefur því verið flokkað í fleiri en eitt afbrigði. Getur vaxið upp sem einstofna tré og er þá vanalega kallað heiðafura. Oftar þó sem margstofna runni, mis-skriðull og finnst þar mikill breytileiki í stærð og þéttleika bæði barrs og trjáa. Stórgerðari eintök eru þá oftar kölluð fjallafura en smávaxnari dvergfura. Pinus mugo er mjög þolin fura (vind/salt/frost) og gerir helst kröfu um góða birtu til að vaxa fallega.
Best er að sá henni mjög grunnt.
Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."
Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.
Vörunúmer (SKU): FRÆ 0743 Flokkar: Barrtré, Fræ, Tré og runnar Tags: sigraent, Tré