Penstemon barbatus – Skegggríma

250kr.

Fjölæringur. Harðgerð, en þó misjafnt hvort lifir af marga eða fáa vetur. Nýtur líklega góðs af vetrarskýli í formi langvarandi snjós eða álíka. Blómlitur rauður, blómstilkur frá 15cm upp í 60-70cm. Blómstrar síðsumars. Kýs léttan og vel framræstan jarðveg á sólríkum stað. Spírun oft betri ef sáð í rakan, kaldan jarðveg fyrst og svo fært inn í stofuhita uþb mánuði síðar. Sáð á yfirborði og í mesta lagi fínlegum sandi eða örþunnu lagi af mold rétt aðeins stráð varlega yfir.

Ekki til á lager

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer: FRÆ 0881 Flokkar: , Merkimiði: