Papaver somniferum ‘Danebrog’ – Draumsól ‘Danebrog’
250kr.
Sumarblóm. Valmúi af Papaver ættkvísl draumsóleyjaættar sem ópíum og önnur ópíöt eru unnin úr. Ópíumvalmúi hefur einkum verið ræktaður í Austurlöndum nær (Tyrklandi) og fjær (Burma, Laos og Tælandi). Þá var víðtæk ræktun á honum í Afganistan. Þroskast ekki til slíkra nota hérlendis. Þrífst best í sól og sendnum, ekki of frjóum jarðvegi. Plantan er eitruð.