Lewisia pygmaea op – Dvergblaðka

250kr.

Fjölær. Dvergblaðka (Lewisia pygmaea) er fjölær jurt af ættinni Montiaceae/Fjallablaðka. Hæð uþb. 5-10 cm. Blómstrar mikið frá júní og fram í september ef hún er í kjöraðstæðum. Blómin purpurarauð eða bleik oftast með gulm/hvítum blómbotni. Laufblöðin eru mjó og sölna á haustinn, svo ekki henda henni hún kemur aftur upp að vori. Þrífst best í sól og léttum hæfilega rökum næringarríkum jarðvegi sem er ekki of blautur. Þolir ekki blautan klesstan jarðveg. Hún er ættuð frá vestur Bandaríkjunum frá Alaska og Alberta til Kaliforníu og New Mexico. Hún blandast auðveldlega öðrum tegundum ættkvíslarinnar. Náttúrulegir vaxtarstaðir eru í 2745-4020 m h. y. s., það eru gróðurlitlir staðir til fjalla, lágvaxið gras eða möl og grýttir staðir, rakt eða þurrt á blómgunartímanum.

Á lager

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer (SKU): FRÆ 0632 Flokkar: , , Tag: