Metasequoia glyptostroboides – Fenjagreni
250kr.
Fenjagreni er barrfellandi barrtré sem er ættað frá Kína og hefur lítið sést á Íslandi í nokkru magni síðustu 15milljón árin, en vestfirskar viðarleifar af fornskógum landsins geyma íslenska sögu þess. Nokkuð hraðvaxta við góðar aðstæður og getur farið yfir 40m hæð og náð 2m í þvermál. Þolir mikið frost og getur vaxið í mjög blautum jarðvegi. Spírun er oft erfið og algengt að spírunarhlutfall fræs sé mjög lágt. Ungar fræplöntur þurfa helst jafnrakan jarðveg sem þornar ekki upp, en forðast skal þó að bleyta þær um of.
Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."
Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.
Vörunúmer (SKU): FRÆ 0185 Flokkar: Barrtré, Fræ, Tré og runnar Tag: Tré