Vefverslunin verður lokuð til 1. september 2024.

Lonicera involucrata ‘Kera’ – Glótoppur ‘Kera’

250kr.

Harðgerður, hraðvaxta, skuggþolinn, vindþolinn, seltuþolinn… Þetta er runninn fyrir erfiðar aðstæður. Laufin dökkgræn, stór og nokkuð glansandi. Blómstrar gulu snemma sumars og myndar svört ber síðsumars, sem eru óæt en ágætis skraut á runnanum. Góður í limgerði, en hraður vöxturinn kallar á nokkuð örar klippingar. Hæð oftast á milli 1 og 2metrar.

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer (SKU): FRÆ 0549 Flokkar: , , Tags: ,