Larix decidua – Evrópulerki

250kr.

Lerkistegund af þallarætt, upprunið úr fjalllendi Mið-Evrópu, aðallega Ölpunum og Karpatafjöllum og í vex í allt að 2400 metra hæð. Skógræktin hallast að því að ”evrópulerki taki við af rússalerki sem helsta lerkitegundin í ræktun á Íslandi þegar hlýnar og sumur lengjast. Tími þess er þó ekki kominn og verður varla fyrr en októbernámuður er orðinn nokkuð örugglega frostlaus.”

Lerkifræ skal bara hylja með þunnu lagi af jarðvegi, en athugið að spírun á lerkifræi er oft léleg og því mælt með að sá mjög þétt. Lerkifræ þurfa vanalega kaldörvun og því óvitlaust að sá fræjunum í potta/bakka sem standa úti yfir vetur.

Á lager

Vörunúmer (SKU): FRÆ 0146 Flokkar: , , Tags: , ,