Hypericum perforatum – Jónsmessurunni

250kr.

Fjölær jurt með mörgum greinum og gulum blómum, einnig nefnd Jóhannesarrunni (St. John’s Wort). Hún vex villt víða um heim, um mest alla Evrópu, Asíu, og Norður Ameríku. Hefur mikið verið notuð í meðferð í fjölmörgum hjátrúum og við taugaröskunum. Þeir hlutar plöntunnar sem eru notaðir í náttúru- og jurtalyf eru blómin og blöðin, blöðin þó í minna mæli. Gróðursetningartíminn er snemma vors þegar öll hætta á frosti er yfirstaðin. Best er að byrja á því að setja hana niður innandyra í heitu umhverfi með sól og setja hana svo aftur niður seint um vorið. Umpottun á sér stað þegar plönturnar eru um 5 cm. Passa verður að hafa um 30 cm á milli plantnanna þegar þær eru settar niður vegna þess að rætur þeirra breiða mikið úr sér. Það getur tekið fræin allt að þrjá mánuði að spíra. Vafasamt er að trúa um of á lækningamátt Jónsmessurunnans.

Out of stock

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer (SKU): FRÆ 0138 Flokkar: , Tag: