Hesperis matronalis – Næturfjóla

250kr.

Tvíær eða fjölær jurt sem viðheldur sér líka með sáningu. Blómstrar lillableiku eða yfir í hvítt frá miðju sumri fram á haust. Ilmar á kvöldin. Hæð breytileg eftir aðstæðum, frá ca 50cm og yfir 100cm. Best í frjóum, rakaheldnum jarðvegi. Oft þykir ágætt að fækka þroskuðum fræjum en fjarlægja ekki öll, svo hún nái örugglega að viðhalda sér, án þess að dreifa sér um of.

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer (SKU): FRÆ 0680 Flokkar: , Tag: