Geranium subargenteum – Silfurgresi
250kr.
Mjög lítil og fíngerð blágresistegund sem virðist hafa átt erfitt uppdráttar hérlendis enda vandgæf fjallaplanta. Laufið er mjög smátt, grágrænt og silfrað á neðra borði og er nafnið dregið af því. Blómin eru næstum hvít með dekkri æðum. Það þarf helst sólbakaða urð eða klettasprungu til að verða gróskumikið.
Ekki til á lager