Vefverslunin verður lokuð til 1. september 2024.

Campanula punctata ‘Beetroot’ – Dröfnuklukka ‘Beetroot’

250kr.

Fjölær. Getur dreift sér með jarðrenglum og sáningu og hentar því vel í kringum skóglendi eða aðra staði sem hún getur fengið að dreifa úr sér og mynda breiður. Í görðum er best að hafa hana í pottum eða á þannig stað að hún geti lítið dreift úr sér. Mjög fallegar, stórar og langar klukkur með fíngerðum dröfnum á blóminu innanverðu. Þetta yrki er með rauðar klukkur, en liturinn skilar sér ekki alltaf úr fræi, svo blómliturinn er oftast hvítur eða bleikur en getur farið alveg út í ansi vínrautt/fjólurautt. Kýs helst sól og rakann jarðveg.

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer (SKU): FRÆ 0866 Flokkar: , Tag: