Campanula makaschvilii

250kr.

Fagur fjölæringur ættaður úr Kákasus fjöllum. Hæð 30-50cm með blómstöngli. Blómin hvítar bjöllur, stöku sinnum daufbleik, á örlítið bognum blómstöngli. Harðgerð, en ágætt að skýla aðeins frá mestu vetrarhörkum. Kýs rakan, en vel framræstan, jarðveg. Sól eða hálfskuggi. Sáð innandyra við stofuhita. Algengt að taki um 4vikur að spíra. Blómstrar oftast ekki fyrr en á öðru ári.

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer (SKU): FRÆ 0864 Flokkar: , Tag: