Aquilegia vulgaris ‘Nora Barlow’ – Skógarvatnsberi ‘Nora Barlow’

250kr.

Fjölær. Um 50-60 cm há planta með upprétta stöngla og blágrænt lauf. Blómin eru sporalaus, fyllt og í bleikum litum. Þrífst best í léttum rakaheldum vel framræstum jarðvegi í sól eða hálfskugga. Fræi sáð við 20°C. Spírun tekur yfirleitt 2-6 vikur. Vatnsberar eru almennt harðgerðir og blómviljugir en blómstra ekki á fyrsta ári. Vatnsberar geta sáð sér talsvert og sé þess ekki óskað er ráðlegt að klippa blómstöngla af að blómgun lokinni. Vatnsberi/Sporasóley frjóvgast með opinni frjóvgun og getur því víxlfrjóvgast við aðrar vatnsberategundir.

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer (SKU): FRÆ 0443 Flokkar: , ,

Viðbótar upplýsingar

Stærð