Androsace lactea – Snæberglykill
250kr.
Snæberglykill er stórgerðari en aðrir berglyklar og alveg sæmilega harðgerður. Nokkuð áviss blómstrun. Eins og aðrir berglyklar fer hann best í steinhæð eða steinhleðslu. Verður 10-30 cm hár, blómgast fyrri hluta sumars hvítum eða kremhvítum blómum. Þiggur sólskin með þökkum.