Vefverslunin verður lokuð til 1. september 2024.

Alchemilla faeroensis* – Maríuvöttur*

250kr.

Blóm maríuvattar eru lík blómum ljónslappans, nema utan-bikarfliparnir eru lengri, oft um helmingi styttri og mjórri en utanbikarblöðin. Stofnblöðin eru á 3-12 sm löngum stilk, stilkurinn með aðlægum hárum. Blaðkan er fremur lítil, 3-7 sm breið, djúpskert, klofin niður til miðs eða meira, með reglulega tennta, ávala, oftast 7 flipa, öll þétt silfurhærð að neðan, en lítið hærð ofan. Stönglar og blómleggir eru þétthærðir.

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer (SKU): FRÆ 0925 Flokkar: , ,