Cakile maritima – Fjörukál

250kr.

Fjörukál er einær jurt, um 10–40 sm á hæð með fagurgræn flipótt blöð. Blómstrar hvítum blómum í júní–júlí. Vex helst í fjörusandi og á sjávarkömbum, eingöngu við sjó.

Fjörukálið er með góðu kálbragði og hið besta grænmeti. Enginn önnur villt, íslensk tegund hefur jafn mikið kálbragð (Hörður Kristinsson – floraislands.is).

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer (SKU): FRÆ 1108 Flokkar: ,