Sorbus sambucifolia – Runnareynir
250kr.
Lauffellandi runni, allt að 2 m á hæð en oft lægri eftir því hvar þær vaxa. Ársprotar stinnir. Brum keilulaga, mjög svartrauð til næstum svört, allt að 12 mm, ögn límkennd, næstum hárlaus, nokkur rauðbrún hár geta verið við oddinn.
Blómskipunin fáblóma, ögn hangandi hálfsveipur með stór (meira en 10 mm breið) hvít blóm með dálítið uppréttum krónublöðum. Aldin skarlatsrauð, stór, allt að 12,5(-14) x 8,5 mm, lengri en breið með uppréttan bikar.