Delphinium x cultorum – Riddaraspori, ljósfjólublár
250kr.
Fjölær. Hæð 90-150 cm. Blóm ljósfjólublá í júlí-ágúst. Þrífst í sól eða hálfskugga í næringarríkri en vel rakaheldri framræstri garðamold, nýtur góðs af húsdýraáburði að hausti og fljótandi áburði að sumri. Þarf stuðning og skjólgóðan stað. Riddaraspori er breytileg tegund. Sóleyjaætt/Ranunculaceae. Plantan er eitruð.