Ipumea purpurea ‘Morning glory’ – Klukkubróðir / roðavafklukka ‘Morning Glory’

250kr.

Klukkubróðir – einær klifurjurt frá M-Ameríku – 300cm – maí-sept, purpurabláar klukkur. Sáning: Leggja fræ í volgt vatn yfir nótt – sá svo við 25°C í björtu. Sá í pottinn sem plantan á að vaxa í allt sumarið, því hún þolir ekki umpottun. Inniplanta eða gróðurhús. Þarf net eða þræði til að klifra upp eftir – einnig hægt að forma á hring.

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer (SKU): FRÆ 0616 Flokkar: , Tag: