Cupressus sempevirens – Sýprusviður
250kr.
Sígrænn runni. Þarf helst meiri sumarhita og líður oft fyrir skort á loftraka hér á landi, en getur dafnað ágætlega við góðar aðstæður. Passa þarf sérstaklega að skýla frá þurrkandi vindum og síðvetrarsól, vökva reglulega og getur jafnvel notið góðs af vatnsúðun, sérstaklega ef ætlunin er að hafa hann inni t.d. í garðskála.
Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."
Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.
Vörunúmer (SKU): FRÆ 0560 Flokkar: Barrtré, Fræ, Tré og runnar Tags: barrtré, Garðyrkjufélagið, sígrænt