Malva sylvestris – Skógarmalva/Skógarstokkrós

250kr.

Fallegt sumarblóm af stokkrósaætt. Blómstrar fjólubláum blómum frá Júní og frameftir sumri upp eftir stöngli. Blómviljug og séu blóm fjarlægð jafnharðan og sölna, má jafnvel búast við blómgun frameftir hausti. Gott að binda við bambus, en getur gengið án stuðnings í góðu skjóli. Þarf sólríkan og skjólgóðan stað með vel framræstum jarðvegi og hefur gott af sumarblóma áburðargjöf. Fallegt blóm og gríðarlega vinsælt hjá hunangsflugum og humlum. Hæð: 80-180cm

Out of stock

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer (SKU): FRÆ 0181 Flokkar: , Tag: