Nýr frælisti – fyrir árið 2021 – verður gefinn út 1. febrúar næstkomandi. Þar mun vitanlega gæta margra grasa (og fræja), bæði eldri tegunda og nýrra afbrigða sem ekki hafa sést áður á listanum.
Eins og stuðningsmenn Fræbankans vita hafa verið gerðar umtalsverðar breytingar á framsetningu listans. Þær endurbætur standa enn yfir og því hefur verið ákveðið að loka Fræbankanum í fjórar vikur, frá 1. – 31. janúar 2021. Með því móti gefst Frænefnd GÍ tækifæri til að gera rækilega talningu á fræjum sem til eru og taka til i fræsafninu, auk þess að gera nýja listann sem best úr garði án þess að þurfa jafnframt að afgreiða snemmærar pantanir.
Sem sagt: Frælistinn 2021 verður birtur 1. febrúar næstkomandi og um leið verður Fræbankinn opnaður á ný hér á vef Garðyrkjufélagsins.