Lýsing
Sumarferð Garðyrkjufélags Íslands, ferðin sem allir hafa beðið eftir,
verður farin á Akranes (lengri leiðina) mánudaginn 14. júlí næstkomandi.
Lagt verður af stað kl. 9 frá bílastæðinu við Árbæjarsafn og áætluð
heimkoma um kl. 17. Fararstjóri verður Guðríður Helgadóttir, formaður GÍ.
Dagskráin er í grófum dráttum þannig:
9:00 – Brottför frá Reykjavík
10:00 – Heimsókn í ræktun Sólveigar Jónsdóttur og Ólafs Jónssonar í Hvalfjarðarsveit
12:30 – Hádegisverður í Golfskálanum á Akranesi – ljúffeng og matarmikil kjúklingasúpa með tilbehör
13:30 – Garðaskoðun á Akranesi (Brekkubraut, Esjubraut og Melteigur)
15:30 – Heimsókn í Ræktunarstöðina Miðvogi
Ferðin kostar kl. 9.000 á manninn og er hádegisverður innifalinn.