Picea glauca – Hvítgreni
250kr.
Sígrænt tré, einstofna og keilulaga, sem verður allt að 50 m á hæð í útlöndum. Vex hægar og er nettara en t.d. sitkagreni. Á gömlum trjám hanga greinarnar niður en eru stífari á yngri trjám með uppsveigða enda. Þrífst best í frjóum og hæfilega rökum jarðvegi sem gjarnan má vera nokkuð súr. Vex betur í skjóli. Hentar sem stakstætt tré eða í þyrpingar og í skógrækt.
Rétt er að benda á að á Íslandi er víða svo mikið af sitkagreni, sitkabastarði og/eða hvítgreni vaxandi í návígi hvert við annað að víxlfrjóvgun þeirra á milli er algeng. Fyrir vikið er oft erfitt að tala um fræ safnað hér á landi sem hreint sitkagrenis fræ, eða hreint hvítgrenisfræ og má allt eins reikna með að úr sáningu þeirra fræja komi bastarður, hvort sem hann kemur til með að bera megin einkenni hvítgrenis (Picea glauca) eða sitkagrenis (Picea sitchensis). Fyrir flesta skiptir þetta líklega ekki öllu máli, en þó er rétt að hafa þetta bakvið eyrað. Fræ sem skráð er í fræbankann sem sitkabastarður er hins vegar af móðurtrjám sem voru bastarðar fyrir og því vitað að niðurstaðan verður sitkabastarður (Picea x Lutzii). Raunar er algengt að hluti þeirra trjáa sem fólk þekkir hér á landi sem sitkagreni, séu í raun sitkabastarðar, enda var nokkuð hér áður fyrr um fræsöfnun og sáningu sitkagrenisfræja, sem reyndust svo bastarðar.
Nánar um allar tegundirnar þrjár og fleiri til hér:
https://www.skogur.is/is/nyskograekt/trjategundir-og-trjaheilsa/barrtre/grenitegundir
Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."
Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.
Vörunúmer (SKU): FRÆ 0215 Flokkar: Barrtré, Fræ, Tré og runnar Tags: sigraent, Tré