Oplopanax horridus – Þyrnistokkur

250kr.

Stönglarnir mynda oft þétt þykkni. Laufin grunn eða djúp 5-13 flipótt, allt að 35-40 sm, áberandi og óreglulega sagtennt.
Lýsing
Blómskipunin dálítið styttri en laufin, allt að 20 cm, blómskipunarleggir allt að 5 cm, blómleggir allt að 8 mm. Blóm grænhvít í litlum sveiplíum þyrpingum. Bikarkantur mjög stuttur, ógreinilega 5-tenntur, krónublöð 5, með skálploka. Fræflar 5, eggleg tvíhólfa, stílar oftast lausir hver frá öðrum, innsveigðir efst, standa upp frá flatri skífu. Aldinin steinaldin, rauð, hnöttótt, ögn hliðflöt, slétt, steinar/fræ 2, fræhvítan öll eins. Aldin allt að 7 mm í þvermál.

Á lager

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer: FRÆ 1081 Flokkar: ,