Kartöflufræ – Solanum tuberosum, Litla Háeyri OP

250kr.

Matjurt. Ýtarlegar upplýsingar um ræktun kartaflna af fræi má finna á facebook hópnum „Kartöflurækt af fræi“ og um að gera að ganga í hópinn til að geta verið í sambandi við aðra í þessari ræktun. Það þarf að forrækta kartöflur af fræi innan dyra og kostur er að hafa gróðurhús til þess. Þetta fræ er af úrvali tvílitna kartaflna sem hafa reynst vel í sendnum jarðvegi á Suðurlandi. Móðurplönturnar eru af um 20 klónum og eru býsna breytilegar. Því má búast má við töluverðum fjölbreytileika í lögun, lit og bragðgæðum kartaflnanna. Móðurplönturnar eiga það þó sameiginlegt að hafa gefið ágætis uppskeru, vera með miðlungs- til gott geymsluþol, vera heilbrigðar og bragðgóðar. Þær koma allar með kartöflur sem eru að mestu gular í skurðinn þó hýðið sé ýmiskonar.

Á lager

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer (SKU): FRÆ 0988 Flokkar: , Tags: , ,