Kartöflufræ – Blálandskeisari op
250kr.
Matjurt. Kartöfluyrkið Blálandskeisari (Shetland blue) gefur af sér nokkuð stórar og aðeins flatvaxnar mjölmiklar kartöflur með fjólublátt hýði. Fræin koma úr aldinum kartöflugrasa af þessu yrki en í nálægð við yrkið var fjöldi annarra yrkja ræktaður svo af þessum fræjum má vænta kartaflna af ýmsum gerðum. Það þarf að forrækta kartöflufræ og kostur að hafa gróðurhús til þess. Í Facebook hópnum ,,Kartöflurækt af fræi” eru ýtarlegar leiðbeiningar um ræktun og um að gera að ganga í hópinn til að geta verið í sambandi við aðra í þessari ræktun.