Hedysarum inundatum – Flæðalykkja
250kr.
Lykkjubaunir, Hedysarum, er ættkvísl um 300 tegunda í ertublómaætt, Fabaceae, með heimkynni í Evrasíu, N-Afríu og N-Ameríku. Nafn ættkvíslarinnar er dregið af einkennandi liðskiptum fræbelgjum. Þær þurfa djúpan, næringarríkan jarðveg þar sem þær hafa djúpstæðar rætur og þola því illa flutning. Lágvaxnar plöntur, flestar með fjólurauðum blómum.