Vefverslunin verður lokuð til 1. september 2024.

Dierama ‘Plant World Jewels’ – ekkert íslenskt heiti til

250kr.

Kallaðar veiðistangir englanna á ensku. Þessar plöntur henta best í garðskála því þær eru viðkvæmar fyrir frosti og blómstra ekki á fyrsta ári. Sáð við 15-20stiga hita, bara rétt stráð 4-5mm af mold, vikur eða sandi yfir og algengt að taki 1-3mánuði að spíra. Vill vera í vel framræstri en rakri mold á sem sólríkustum stað. Verandi einkímblöðungar af írisaætt koma fyrst einungis blöð sem minna á grasstrá og eru sígræn. Halda þarf plöntunum frostfríum fyrsta árið og passa að þorni ekki upp. Á ári 2 eru þær oftast nógu sterkar til að geta verið úti yfir sumarið og líklegar til að blómstra. Fullvaxin er plantan á bilinu 60-90cm hávaxin og blómstrar bleikum, fjólubláum, rauðum og hvítum blómum.

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer (SKU): FRÆ 0700 Flokkar: ,