Description
Bláklukkan ber oftast eitt til tvö blóm á stöngli, en stundum fleiri. Krónan er klukkulaga, 2-3 sm á lengd, með fimm odddregnum sepum að framan. Bikarinn er hárlaus, klofinn 2/3 niður, bikarfliparnir striklaga, um eða tæpur sm á lengd. Fræflar eru fimm og ein fræva með þrjú fræni. Stöngullinn er blöðóttur, einkum neðan til.
ATH! er stærri en íslensk bláklukka.