Brassica napus – Gulrófur frá Hafsteini

250kr.

Tvíær rótarávöxtur, upphaflega kynblendingur hvítkáls og næpu. Lauf rófunar eru vel æt en sjaldan nýtt. Gulrófan er stundum kölluð „appelsína norðursins“ vegna hins háa C vítamín innihalds hennar.

“Safn af gömlum, finnskum erfðayrkjum sviðjurófna. Sem eru eiginlega forn gerð af næpum – og hafa verið í ræktun meðal norrænna þjóða við Eystrasalt síðan ræktun á byggi hófst þar á þriðju – fjórðu öld okkar tímatals. Var sáð í sviðjurnar vorið eftir að skógur var felldur og svörðurinn brenndur (sinubruni nokkurskonar). Svo var byggi sáð vorið eftir. Endurtekið ár eftir ár – en oft þurfti að svíða nýjar spildur – þegar þær gömlu byrjuðu að fyllast aftur af skóginum. Þ.e. upp af þessu fræi vaxa ýmis yrki án þess að tiltekið sé hvað er hvað. En virkar fínt samt.” -Hafsteinn Hafliðason

Out of stock

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer (SKU): FRÆ 0376 Flokkar: , , Tag: