Acaena poeppigiana – Dvergþyrnilauf
250kr.
Fjölær jurt eða hálfrunni, allt að 5 sm hár. Laufin hárlaus, 3-4 sm löng, bandlaga að utanmáli. Smálauf í 11-19 pörum, sem eru þétt saman og djúpflipótt. Smálaufin tígullaga-öfugegglaga, blómin í kollum, hnetur litlar, hárlausar og með þyrna.
Öx með aldinum falleg, oftast slitrótt. Aldin hörð, þakin þyrnum með breiðan grunn og með brodda.
Á lager