Eftirráðstefnuferð

Norræn rósahelgi

Eftirráðstefnuferð um Vestur- og Norðurland 11. – 13. ágúst

Dagur 1, 11. ágúst

Við höldum norður í Borgarfjörð þar sem við heimsækjum tvo rósagarða. Sumarbústað Hlífar Steingrímsdóttur og Halldórs Zöega nálægt Kleppjárnsreykjum og bóndabæinn Háafell þar sem Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir ræktar rósir og geitur. Á leiðinni er farið framhjá Deildartunguhver og framhjá Reykholti þar sem frægur söguritari Snorri Sturlusonar bjó á 13. öld. Eftir klukkutíma akstur er komið að Haukabrekku við suðurströnd Breiðafjarðar sumarbústað Bjarna Júlíussonar þar sem hann ræktar rósir og margt fleira áhugavert. Eftir heimsóknina höldum við um Dali og skoðum rósagarð í Búðardal. Síðan er haldið austur yfir Laxárdalsheiði til að komast í gistingu okkar á Gauksmýri. Engar áhyggjur – það verður matur o.fl. á leiðinni.

Dagur 2, 12. ágúst

Eftir morgunmat heimsækjum við Eggert Aðalsteinsson, forseta Rósaklúbbsins, í sumarbústaðinn og skopðum reynslusvæðið þar sem hann ræktar rósir við verstu aðstæður. Við höldum áfram til Skagafjarðar þar sem farið verður í einkagarða og bæ sem sér stórum hluta Norðurlands fyrir afskornum rósum áður en komið er til Akureyrar . Á Akureyri eru margir fallegir einkagarðar með rósum en hápunktur dagsins er næstnyrsti grasagarður í heimi, Lystigarðurinn og sá með lang kaldasta loftslaginu. Garðurinn hefur verið tilnefndur til World Federation of Roses verðlauna og við vonum að hann hljóti þann heiður fyrstur garða á Íslandi.
https://www.lystigardur.akureyri.is/ 

Dagur 3, 13. ágúst

Við förum frá Akureyri, um Skagafjörð og ökum yfir kjalveg – með hádegisstoppi á Hveravöllum, þar sem einnig er hægt að dýfa tánum í eina af náttúrulaugunum. Við ökum síðan framhjá Gullfossi, gullna fossinum, Geysi, Laugarvatni og Þingvöllum áður en við komum aftur til Reykjavíkur síðdegis.
Ath: Það er einnig hægt að taka innanlandsflug til Reykjavíkur frá Akureyri til að ná flugi til baka til meginlands Evrópu seint að kvöldi 12. eða árla morguns 13. ágúst.