Norræna rósahelgin

Norræna rósahelgin, er viðburður sem er haldinn annað hvert ár af Norræna rósafélaginu og aðildarfélögum þess á Norðurlöndum. Viðburðurinn færist á milli Norðurlandanna fimm: Svíþjóðar, Íslands, Finnlands, Noregs og Danmerkur. 

Á Rósahelginni njóta rósaunnendur þess að heimsækja einkagarða og opinbera rósagarða ásamt því að deila þekkingu sinni og reynslu. Vinabönd myndast þvert á landamæri, sem mörg hver vara alla ævi.

Norræna rósahelgin verður haldin á Íslandi dagana 8. – 10. ágúst. Boðið er upp á ráðstefnuferð í kjölfarið um Vestur- og Norðurland dagana 11.-13. ágúst.