Klúbbar

Klúbbar Garðyrkjufélags Íslands

Markmið klúbba Garðyrkjufélagsins er meðal annars að koma á framfæri sérhæfðri þekkingu á hverju sviði fyrir sig og gefa félagsmönnum tækifæri til að sinna sérstökum áhugamálum á sviði garðyrkju. 

Helsta starfsemi klúbba er að skapa grundvöll fyrir tengsl milli félagsmanna sem hafa svipað áhugasvið. Klúbbarnir flytja heim aukna þekkingu til félagsmanna, með samstarfi við erlenda aðila og með ferðum á sýningar erlendis. Auka fjölbreytileika í ræktun hér á landi með innflutningi fræja og ungplantna. Þátttakendur í klúbbum eru því oft frumkvöðlar í ræktun nýrra tegunda. Þeir klúbbar sem nú eru starfandi eru:

Klúbbar-listi
  • SumarhúsaklúbburinnKlúbbar-listiSumarhúsaklúbburinnLög sumarhúsaklúbbsins:  1. gr.    Nafn klúbbsins er Bjarkir – Sumarhúsaklúbbur Garðyrkjufélags Íslands. Heimilisfang hans er að Frakkastíg 9, 101 Reykjavík. Klúbburinn er hluti af starfsemi GÍ. 2. gr.    Markmið klúbbsins er að stuðla að fjölbreytilegri ræktun gróðurs í sumarhúsalöndum. Til að ná því markmiði ætla klúbbfélagar að: –     Safna saman þekkingu og reynslu víðsvegar af landinu. –     Miðla […] [...]
    20. mars, 2020
  • SígræniklúbburinnKlúbbar-listiSígræniklúbburinnSígræni klúbburinn er starfræktur innan Garðyrkjufélags Íslands. Viðfangsefni klúbbsins eru sígrænar plöntur (s.s. lyngrósir, lim, sýprusar, greni, furur, þallir, þinir, hnoðrar, húslaukar, lyng, einir, sneplur, sópar, hærur, drottningar ofl.)Helstu viðfangsefni klúbbsins eru að finna sígrænar plöntur eða yrki og miðla fróðleik um þær. Við íslendingar höfum ágæta reynslu af sígrænum plöntum en úr miklu er […] [...]
    20. mars, 2020
  • RósaklúbburinnKlúbbar-listiRósaklúbburinnRósaklúbbur Garðyrkjufélags Íslands var stofnaður 22. apríl 2002. Allir félagar Garðyrkjufélags Íslands geta gengið í Rósaklúbbinn. Hjón og sambýlisfólk geta haft sameiginlega aðild að klúbbnum. Félagsgjald er innifalið í félagsgjaldi Garðyrkjufélagsins. Í apríl 2024 voru 365 félagar skráðir í klúbbinn. Heimasíða Rósaklúbbsins er í vinnslu og verður opnun síðunnar kynnt á vef GÍ. [...]
    20. mars, 2020
  • MatjurtaklúbburinnKlúbbar-listiMatjurtaklúbburinnGarðarnir í Gorvík eru með Facebook síðu: Gorvík Grafarvogi [...]
    20. mars, 2020
  • ÁvaxtaklúbburinnKlúbbar-listiÁvaxtaklúbburinnÁvaxtaklúbbur Garðyrkjufélags Íslands er opinn öllum meðlimum Garðyrkjufélagsins. Klúbburinn var stofnaður með það í huga að efla ræktun og auka þekkingu á ávaxtatrjám og berjarunnum. Undanfarin ár hefur hann m.a. staðið fyrir innflutningi á nýjum áhugaverðum ávaxtaplöntum ásamt fræðslufundum og námskeiðum um ræktun, umhirðu og ágræðslu ávaxtatrjáa. Einnig var árið 2015 stofnað til Yrkjasafns ávaxtatrjáa […] [...]
    20. mars, 2020
  • 20. mars, 2020