Frælisti GÍ 2024

Árlega gefur Garðyrkjufélag Íslands út frælista með hundruðum tegunda og yrkja plantna. Á lista Fræbankans 2024 eru hátt í 1000 tegundir og yrki. 

Helsta uppistaða fræbankans eru fræ sem félaginu berast árlega frá félagsmönnum og öðrum velunnurum GÍ. Garðyrkjufélagið ábyrgist ekki um spírun fræja né heldur að öll séu nákvæmlega af þeirri tegund sem tilgreind er. Þar verður reynsla hvers og eins að skera úr um nákvæmni greiningar.

Hér að neðan gefur að líta frælista félagsins (Index seminum) fyrir árið 2024. Ýmsar tegundir eru aðeins til í takmörkuðu magni og því gildir hér gamla góða reglan um að „fyrstur kemur, fyrstur fær.“ 

Til þess að panta fræ úr frælistanum hér að neðan, þarf að fara í vefverslun Garðyrkjufélagsins. Hafa ber í huga þegar keypt eru fræ, að umsýslugjald 700 kr. leggst á allar pantanir.

Athugið að listinn er í stöðugri þróun sem hægt er að fylgjast með á þessari síðu eða í vefversluninni. 

Hér er frælistinn 2024 á PDF sniði fyrir þá sem vilja hugsanlega prenta hann út: INDEX_SEMINUM_GI_2024

wdt_ID Fræ Lýsing Vörunúmer
1 Aconitum napellus - Venusvagn/Bláhjálmur Fjölær jurt - 60-150cm hár, upprétt, blóm fagurblá, hentar í beð, eitruð jurt FRÆ 0009
2 Actaea neglecta - Nunnuþrúgur, hvítur Fjölær jurt -50-60cm, upprétt, blóm smá og hvít í klasa, rauð ber, eitruð jurt FRÆ 0010
3 Adenostyles alliariae - Fjallasveipur Fjölær .  Hæð 1m getur orðið hærri. Blóm rauðfjólublá  í sveip í júlí-ágúst. Þrífst í rakaheldum næringarríkum djúpum jarðvegi og sól eða hálfskugga. Mjög harðgerð og glæsileg  planta sem þarf ekki að binda upp blómstönglar mjög sveigjanlegir. FRÆ 0011
4 Allium caeruleum - Blálaukur Laukjurt - allt að 100cm, upprétt, blá blóm,blómgast á þriðja vori eftir sáningu FRÆ 0013
5 Allium narcissiflorum - Skrautlaukur Lágvaxinn, 15-20 cm hár, myndar þéttan brúsk af mjóum striklaga blöðum. Blómin 5-8 saman í sveip á enda blómstöngla, bjöllulaga, ljósbleik, lútandi, blómstrar í júní-júlí. Rakaheldinn jarðveg, bjartan stað. FRÆ 0014
6 Allium oleraceum * - Villilaukur * Fjölær laukjurt - þroskar ekki fræ - en æxlilaukum þarf að sá strax eftir söfnun áður en þeir þorna. Komið til í snöggu og deigu graslendi. Arfur frá prestaskóla Hróðólfs (Rúðólfs) biskups í Bæ í Borgarfirði á árunum 1030-1050 FRÆ 0015
7 Androsace hedraeantha - Balkanberglykill Fjölær steinhæðajurt, 15cm, sígræn blaðhvirfing, rósbleik blóm - þarf þurran sandmalar-jarðveg og skjól fyrir vetrarvætu FRÆ 0018
8 Edraianthus graminifdius - Grasbikar Fjölær. Hæð allt að 10-12 cm. Blá, fjólublá blóm í júlí-ágúst. Þrífst í sól og léttum vel framræstum jarðvegi en rakaheldum FRÆ 0021
9 Anemone multifida - Mjólkursnotra Fjölær jurt, 7-60cm há eftir aðstæðum, vex upp af jarðstöngli í svarðaryfirborði, blóm stór opin og hvít í hálfsveip, þarf frjóan jarðveg í skógarjaðri eða beðkanti, jafnvel steinhæð FRÆ 0022
10 Anemone narcissiflora - Sveipsnotra Fjölær. Um 30-40 cm há planta með upprétta blómstöngla, dökkgræn og skipt. Blómin eru snjóhvít, stundum með bleikum blæ, mörg saman í sveipum sem eru einkenni tegundarinnar. Blómstrar í júní, harðgerð, sólríkan stað og rakaheldinn jarðveg. FRÆ 0023
11 Anemone rivularis - Lækjasnotra Fjölær jurt - 60-90cm, upprétt, heinhvít, beðjurt FRÆ 0025
12 Angelica archangelica * - Ætihvönn * Tvíær eða einbær jurt - 60-150cm, Stórvaxin upprétt, blóm grængul í kúlulaga sveip, deyr eftir fyrsta fræþroska, sáir sér mikið út sé ekki gætt að FRÆ 0026
13 Anthyllis vulneraria * - Gullkollur * Fjölær en skammlíf jurt, 5-20cm, gisið, flatt vaxtarlag, gul ertublóm í dúskum, steinhæð eða utan í mel eða á mögru og gisnu graslendi - FRÆ 0029
14 Arabis soyeri ssp.subcoriacea - Gljáskriðnablóm Steinhæðajurt - 15-60cm, blaðhvirfingar, hvít, rauðfjóblá eða bleik blóm FRÆ 0030
15 Arctostaphylos uva-ursi * - Sortulyng * Sígrænn, jarðlægur runni -10cm hár, breiðumyndandi, bleik klukkublóm og rauð ber. Þarf lyngmoldarjarðveg (rhododendronmold) og smitun með rótarsveppum bláberjaættkvíslarinnar eða villts sortulyngs. FRÆ 0032
16 Armeria maritima * - Geldingahnappur * Fjölær harðgerð íslensk planta. Hæð 10-20 cm. Bleik blómí júní,  Þrífst best í sendnum eða þurrum jarðvegi. FRÆ 0033
17 Arnica alpina - Alpagullblóm Fjölæringur 15-40cm hár af körfublómaætt. Blómstrar gulum/gylltum blómum síðsumars. Kýs léttan, þurran eða vel framræstan, súran jarðveg í hálfskugga. FRÆ 0034
18 Arnica montana - Fjallagull Fjölær jurt - 20-60cm, upprétt, sverðlaga blöð, gul körfublóm, beð eða gisið graslendi FRÆ 0035
19 Astrantia major 'Hadspen Blood' - Sveipstjarna 'Hadspen Blood' Fjölæringur, harðger og blómviljugur.  Blóm í júní - ágúst. Hæð 70-80 cm. Þrífst best í meðal frjóum jarðvegi, þolir hálfskugga en blómstrar þá seinna. FRÆ 0037
20 Astrantia major 'Rubra' - Sveipstjarna, rauð Fjölær jurt - 60-100cm, upprétt, rauðleit blóm í smásveipum, góð til afskurðar FRÆ 0038
21 Berberis thunbergii - Sólbroddur Lauffellandi runni - 90-100cm, upprétt, kantaðar þyrnigreinar, gul blóm í gisnum klösum, rauð ber, sterkir haustlitir FRÆ 0042
22 Betula nana * - Fjalldrapi * Lauffellandi runni - 20-60cm, gráleitur börkur - kjarrvöxtur, dafnar best í malarkenndum móajarðvegi, fræ má ekki hylja - bara þrýsta niður í moldaryfirborð - halda röku og hafa í birtu meðan spírar FRÆ 0045
23 Betula pubescens - Ilmbjörk Lauffellandi tré - allt að 20m, oftast brúnleitur börkur, uppréttar greinar,fræ má ekki hylja - bara þrýsta niður í yfirborð - halda röku og hafa í birtu meðan spírar FRÆ 0048
24 Bupleurum longifolium - Búkonubudda Fjölær jurt - 70-100cm,upprétt, gul blóm í gulgrænum reifablöðum í sveip, reifablöðin og stilkar verða brúnir eftir blómgun, notuð í fjölær beð og góð til afskurðar FRÆ 0049
25 Caltha palustris * - Hófsóley * Fjölær, íslensk jurt, hæð 10-40 cm, hvít. blómast snemma. FRÆ 0052
26 Campanula glomerata alba - Höfuðklukka, hvít Fjölær. Hæð 30-50 cm. Hvít blóm í júlí-ágúst. Þarf næringarríkan léttan rakaheldinn jarðveg í sól eða etv. hálfskugga.  Bláklukkuætt/Campanulaceae. FRÆ 0053
27 Campanula komarovii - Viðarklukka Fjölær, hæð 15-30 cm, djúpblá, blómast síðsumar FRÆ 0054
28 Campanula latifolia - Risaklukka, blá Fjölær, hæð 80-100 cm, fjólubla, blómgast í júlí, hentar í beð, þarf stuðning. FRÆ 0055
29 Campanula rotundifolia * - Bláklukka * Fjölær, hæð 20-30 cm, blómgast í júlí-ágúst.  Hentar í steinhæðir og fjölæringabeð. Harðgerð. Íslensk. FRÆ 0056
30 Chaerophyllum lawsoniana - Fagursýprus 'Lulea' Fallegur sígrænn runni sem þrífs vel hérlendis í skjóli, þarf sérstaklega skýla ungum plöntum FRÆ 0061
31 Tanacetum coccineum - Biskupsbrá, bleik Fjölær , harðgerð garðplöntutegund. Hávaxinn 80-95 cm, getur þurft stuðning.  Stórar bleikar blómkörfur  með gulri miðju í júlí-ágúst. Sólríkur, þurr vaxtastaður. Körfublómaætt/Asteraceae
FRÆ 0063
32 Cicerbita alpina - Bláfífill /Fjallablámi Fjölær, hæð 150-200 cm, blár, blómgast í júlí-september, harðger, Þarf uppbindingu, getur sáð sér og verður umfangsmikill. FRÆ 0065
33 Saxifraga hypnoides var. luteo-virens-Þórsmerkursteinbrjótur Fjölæringur, íslensk jurt. Hæð 10-20 cm. Fölgul, gul eða gulgræn blóm í júní. Þrífst í dálítið sendinni venjulegri garðamold í sól og nokkru skjóli. Harðger. FRÆ 0066
34 Clematis tangutica - Bjarmabergsóley Fjölær, hæð 200-390 cm, gulur, blómgast í júlí-september. Klifurjurt FRÆ 0069
35 Codonopsis clematidea - Postulínsklukka / fýlukofri Fjölær, hæð 30-50 cm, Ýmsir litir, Blómgast í júlí-ágúst, Hentar í beð. FRÆ 0070
36 Comarum palustre - Engjarós Fjölær, hæð 15-25 cm, dumbrauð, Blómgast í júlí-september, íslensk. FRÆ 0071
37 Cortusa matthioli - Alpabjalla, bleik Fjölær, hæð 20-40 cm, fjólublá, blómstrar júní. Alpaskúfa FRÆ 0074
38 Cortusa matthioli f. albiflora - Alpabjalla, hvít Harðgerður fjölæringur. Hvít blóm í maí-júní. Hæð 20-30 cm. Þrífst vel í venjulegri garðamold, vel framræstri. heppilegur undirgróður í skógum, skuggþolin. Alpaskúfa FRÆ 0075
39 Cortusa turkestanica - Hirðingjabjalla Fjölær, hæð 50-60 cm, bleik, blómstrar júní-júlí.  Sáir sér nokkuð. Hirðingjaskúfa FRÆ 0076
40 Cotoneaster lucidus - Gljámispill Runni sem getur náð 150-300 cm hæð. Lítillátleg blómgun í júní-júlí, Fallegir haustlitir FRÆ 0077
41 Cotoneaster nebrodensis - Dúnmispill Runni, lauffellandi, hæð 60-100 cm, blómlitur hvítur til fölbleikur FRÆ 0078
42 Cremanthodium arnicoides - Lotkarfa/Gulllotkarfa Fjölær harðgerð planta sem kemur seint upp á vorin.  Hæð 45-75 cm. Blómstrar gulum blómum í júlí. Þrífst best í næringarríkukum rakaheldum vel framræstum jarðvegi í sól. Körfublómaætt/Asteraceae FRÆ 0081
43 Cremanthodium delavayi - Hélulotkarfa

Fjölær, hæð 50-80 cm. Blómstrar stórum gulum blómum í júní-júlí. Harðgerð fjallaplanta sem kemur seint upp á vorin. Þrífst best í næringarríkukum rakaheldum vel framræstum jarðvegi í sól. Körfublómaætt/Asteraceae

FRÆ 0082
44 Daphne mezereum - Töfratré Tré og runnar, hæð 50-120 cm, blómlitur bleikur, blómgast í apríl-maí. Þrífst best í næringarríkum, kalkríkum og rakaheldum jarðvegi á sólríkum stað. Rauð ber. Öll plantan EITRUÐ og berin mjög EITRUÐ. FRÆ 0083
45 Delphinium grandiflorum - Greifaspori Fjölær, hæð 50-70 cm. Blóm blá í  júní-ágúst. Getur þurft stuðning. Þrífst í veljulegri garðamold vel framræstri. FRÆ 0084
46 Delphinium tatsienense - Kínaspori Fjölæringur. Hæð 50-70 cm, skærblár, blómstrar júlí-ágúst. Þrífst í veljulegri garðamold vel framræstri. Getur þurft stuðning. FRÆ 0085
47 Delphinium x cultorum - Garðaspori, blár

Fjölær. Hæð 90-150 cm. Blá blóm í júlí-ágúst.  Þrífst í sól eða hálfskugga í næringarríkri en vel rakaheldri framræstri garðamold, nýtur góðs af húsdýraáburði að hausti og fljótandi áburði að sumri. Þarf stuðning og skjólgóðan stað. Riddaraspori er bre

FRÆ 0086
48 Digitalis purpurea - Fingurbjargarblóm Tvíær. 100-120 cm. jafnvel hærri við kjöraðstæður.  Blómstrar bleikum blómum  á seinna ári. Þarf oft uppbindingu. Lækningajurt. Plantan er eitruð. FRÆ 0089
49 Dodecatheon pulchellum - Skriðugoðalykill Fjölær, 10-30 cm, bleik, blómgast júlí-ágúst, hentar í skógarbotna FRÆ 0091
50 Dryas octopetala * - Holtasóley * Íslenska þjóðarblómið. Dökkgræn leðurkennd og sígræn blöð, stór hvít skállaga blóm í júní, hárbrúða í ágúst. Hentar best í steinhæðir og rýran jarðveg. FRÆ 0094
51 Eleagneus commutata - Silfurblað Silfurblað er óvenjulegur runni. Hann þolir mjög lélegan jarðveg enda í sambýlu við rótarbakteríu sem getur unnið köfnunarefni úr andrúmsloftinu. Þarf að vera í góðri birtu og er harðgerður. Myndar mjög sérstök ber og plantan öll nokkuð ólík flestum öðrum FRÆ 0097
52 Empetrum nigrum* - Krækilyng * Lyngætt, 10-20 cm, dökkrauð, blómgast júní-júlí, harðger þekjuplanta, íslensk FRÆ 0098
53 Erigeron compositus - Þvælukobbi Fjölær, 20-30 cm, hvítur með gulum hvirfli, blómgast júlí-ágúst, harðger FRÆ 0103
54 Eryngium alpinum - Alpaþyrnir Fjölær, 60-100 cm, blá, blómgast júlí-ágúst. Getur verið skammlíf í potti. Athugið að fyrsta sumarið er bara blaðvöxtur, annað sumarið er breytilegt hvort er blaðvöxtur, smávaxin blóm eða komin á fullt. Þarf kaldörvun og því oft best að setja í pott sem FRÆ 0104
55 Fritillaria meleagris - Vepjulilja Fjölær, 20-30 cm, fjólublá, blómgast maí, laukur, harðger. FRÆ 0106
56 Fritillaria meleagris f. albiflora - Vepjulilja, hvít Fjölær, 30 cm, hvít, blómgast maí-júní, laukur, liljuætt. FRÆ 0107
57 Fritillaria pallidiflora - Gaukalilja Fjölær, 30-80 cm, fölgul, blómgast maí, laukur, liljuætt. FRÆ 0108
58 Galium verum* - Gulmaðra * Íslensk, fjölær jurt. Gul blóm í júní-júlí. Hæð: 30 sm. Sólríkur staður. Þurr jarðvegur. FRÆ 0110
59 Gentiana lutea * - Gulvöndur * Fjölær jurt. Gul blóm. Júlí-ágúst. Hæð: 100-150 sm. Sól (hálfskuggi). Rakur og frjór jarðvegur. FRÆ 0112
60 Gentiana nivalis - Dýragras Einær jurt af maríuvandarætt. Blómin eru dökkblá eða fjólublá og 1-2 cm en 7-8 mm í þvermál. Dýragras verður 4-12 cm hátt. FRÆ 0113
61 Gentiana purpurea - Purpuravöndur Fjölær jurt. Purpurarauð blóm í ágúst. Hæð: 40-80 sm. Sól-hálfskuggi. Rakur og frjór jarðvegur. FRÆ 0114
62 Gentiana septemfida - Klukkuvöndur Fjölær jurt. Dökkblá eða purpurarauð blóm í júlí-ágúst. Hæð: 30-35 sm. Sól-hálfskuggi. Rakur og frjór jarðvegur. FRÆ 0115
63 Geranium pratense - Garðablágresi Fjölær jurt. Blá-fjólublá blóm í júlí. Hæð 70-120 sm.  Sól. Léttur og frjór jarðvegur. FRÆ 0118
64 Geranium pratense 'Splish Splash' - Garðablágresi 'Splish Splash' Fjölær jurt. Hvít blóm með bláum flikrum. Júlí-ágúst. 30-40 sm. Sól. Léttur og frjór jarðvegur. FRÆ 0119
65 Geranium sylvaticum * - Blágresi * Fjölær jurt. Fjólublá blóm. Júní-ágúst. 20-70 sm. Sól. Léttur jarðvegur. FRÆ 0120
66 Geum rivale * - Fjalldalafífill/Fjalldæla * Fjölær jurt. Rjómalit til bleik blóm. 40-50 sm. Sól, hálfskuggi. Léttur og meðalfrjór jarðvegur. FRÆ 0121
67 Gnaphalium norvegicum * - Fjandafæla * Fjölær jurt. 15-30 sm.Júlí-ágúst.

Omalotheca norvegica

FRÆ 0123
68 Ranunculus parnassifolius-Kalksóley Harðgerð. Þrífst vel í rökum jarðvegi á sólríkum stað. Getur sáð sér. Hvít blóm í júní júlí. FRÆ 0124
69 Hebe subalpina - Fjallasnepla Sígrænn runni, nokkuð harðger. Ljósgræn blöðin mjógerð. Hvít blóm síðsumars. FRÆ 0125
70 Hedysarum alpinum - Fjallalykkja Fjölær jurt. Rauð-fjólublá blóm. 40-80 sm. Júlí. Sól. Léttur, magur og vel framræstur jarðvegur. FRÆ 0126
71 Helenium hoopesii - Sumarmáni Fjölær jurt. Dökkgul blóm. 40-90 sm. Júlí-ágúst. Sól. Djúpur, rakur og frjór jarðvegur. FRÆ 0127
72 Helleborus foetidus - Klukkujólarós Fjölær jurt sem verður allt að 80 cm á hæð og 100 cm í þvermál. Stönglar uppréttir, harðir, sívalir, laufóttir, með hringlaga ör, lifa í tvö ár, græn til purpuralit, deyja þegar fræin hafa þroskast. Blómin grænleit. Einnig þekkt sem kirtiljólarós. FRÆ 0128
73 Helleborus niger - Jólarós sígræn, fjölær jurt. Hvít blóm. 20-30 sm. Vetur-vor. Hálfskuggi (sól). Frjór jarðvegur. FRÆ 0129
74 Helleborus orientalis - Fösturós Fjölær jurt. Dökkgul blóm. 40-90 sm. Júlí-ágúst. Sól. Djúpur, rakur og frjór jarðvegur. FRÆ 0130
75 Helleborus orientalis ssp guttatus - Fösturós ssp guttatus Fjölær jurt. Hvít eða lilla blóm. 60-80 sm. Júlí-september. Sól. Djúpur, rakur og frjór jarðvegur. FRÆ 0131
76 Hepatica nobilis - Skógarblámi Afar falleg fjölær skógarplanta sem blómstrar um sama leiti og laufið byrjar að gægjast upp úr moldinni. Blómin bláfjólublá með hvítum fræflum. Þrífst best í hálfskugga og næringarríkri, moltublandaðri mold. Hefur reynst harðgerður og lætur vorfrost lítið FRÆ 0133
77 Hieracium tomentosum - Loðfífill Fjölær planta af körfublómaætt. Þrífst best í sólskini. Skærgul blóm í júlí-ágúst. Verður 10-50 cm há. FRÆ 0134
78 Honckenya peploides - Fjöruarfi Fjölær jurt. Lítil hvít blóm. 15-20 sm. Júní. Sól. Vex í fjörusandi. FRÆ 0135
79 Hordeum jubatum - Silkibygg Einært eða fjölært gras. Fölgræn til purpuralit blóm. 40-60 sm. Júlí-ágúst. Sól. Meðalfrjór og velframræstur jarðvegur. FRÆ 0136
80 Horminum pyrenaicum - Drekagin Fjölær jurt. Fjólublá blóm. 30-45 sm. Júlí-ágúst. Sól. Léttur, meðalfrjór jarðvegur. FRÆ 0137
81 Hypericum perforatum - Jónsmessurunni Fjölær jurt með mörgum greinum og gulum blómum, einnig nefnd Jóhannesarrunni (St. John’s Wort). Hún vex villt víða um heim, um mest alla Evrópu, Asíu, og Norður Ameríku. Hefur mikið verið notuð í meðferð í fjölmörgum hjátrúum og við taugaröskunum. Þeir hl FRÆ 0138
82 Incarvillea compacta - Tibetglóð

Fjölær jurt allt að 30 cm há. Blómin eru stór fölpurpuralit/dökk bleik utan með gulri miðju og hvítu mynstri, blóm jaðrar sléttir.  Blómgast í júlí /ágúst.  Þrífst best í sól og næringarríkum jarðvegi mjög vel framræstum. Fræ spírar við 15-20° C, fræ h

FRÆ 0139
83 Iris setosa var arctica - Engjaíris var arctica Fjölær planta af sverðliljuætt. Verður ekki nema 10-30 cm há, blómstrar fjólubláum blómum í júlí. Sólelsk. Þiggur næringarríkan og loftmikinn (moltublandaðan) jarðveg, gjarnan sendinn. Harðgerð planta. FRÆ 0141
84 Iris setosa - Engjaíris Fjölær jurt með jarðstöngla. Hæð 15-90 cm. Blómin ljós blá-fjólublá til purpura í júní-júlí. FRÆ 0142
85 Koeleria glauca - Blástrýgresi Lágvaxið skrautgras með blágráu laufi. Kemur vel undan vetri óvarið. Sólríkur vaxtarstaður ákjósanlegur. FRÆ 0145
86 Larix decidua - Evrópulerki Lerkistegund af þallarætt, upprunið úr fjalllendi Mið-Evrópu, aðallega Ölpunum og Karpatafjöllum og í vex í allt að 2400 metra hæð. Skógræktin hallast að því að ”evrópulerki taki við af rússalerki sem helsta lerkitegundin í ræktun á Íslandi þegar hlýnar o FRÆ 0146
87 Lathyrus japonica ssp.maritimus* - Baunagras Fjölært ertublóm sem lifir í fjörusandi og á heimkynni sín í Asíu, Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku. Rótargerlar sem lifa í hnýðum á rótum baunagrass vinna köfunarefni úr andrúmsloftinu og bæta þannig vaxtarskilyrði. Fremur sjaldgæft í íslenskri náttúru. FRÆ 0147
88 Lathyrus vernus - Vorertur Fjölær jurt, 20-50 cm. Blómin rauðfjólublá, síðar grænblá. Blómgast í maí -júní. FRÆ 0148
89 Leontopodium kurilense - Eyjahríma Fjölær jurt af körfublómaætt, allt að 20 sm há. Stönglar uppréttir, ógreindir. Harðgerð-meðalharðgerð, plantan verður óeðlilega græn og slöpp í frjóum jarðvegi. Töluvert breytileg tegund. FRÆ 0150
90 Incarvillea mairei-Kínaglóð

Fjölær, verður um 30-40 cm há. Blómgast í júlí /ágúst, dökk bleikum/purpurarauðum blómum með gulri miðju og hvítu mynstri. Þrífst best í sól eða hálfskugga og næringarríkum jarðvegi mjög vel framræstum. Fræ spírar við 20° C, fræ hulið með þunnu lagi af

FRÆ 0151
91 Lewisia cotyledon - Stjörnublaðka Fjölær sígræn planta  allt að 30 cm á hæð með blómum.  Blómin í ýmsum litatónum ljósbleik, dökkbleik,  bleikpurpura  með fölar og/eða dökkar rákir, appelsínugul eða hvít í júní-september. Blómin standa lengi. Þrífst best í næringaríkum rakaheldum en vel f FRÆ 0152
92 Leymus arenarius* - Melgresi * Fjölært gras, 50-90 cm. Blómgast í júní, fræ í ágúst- september. Fræið þarf að komast í a.m.k. 2-4 cm dýpt til að spíra. FRÆ 0154
93 Ligularia hodgsonii - Blómaskjöldur Fjölær jurt, 60-80 cm. Rauðgul blóm í ágúst-september. FRÆ 0156
94 Ligularia wilsoniana - Skessuskjöldur Fjölær jurt, 120-200 cm. Gul blóm í júlí-ágúst.Vökva vel. FRÆ 0157
95 Lonicera alpigena - Fjallatoppur Runni, 0.5-1 m. Blóm gulgræn með rauða slikju að vorlagi. Dökkrauð óæt ber að hausti. FRÆ 0161
96 Lonicera deflexycalyx v. xerocalyx - Sveigtoppur Runni allt að 1.5-2 m. á hæð. Blómlitur gulur að vori eða snemm sumars. Þrífst venjulegri garðamold vel framræstri í sól eða hálfskugga. FRÆ 0162
97 Lonicera hispida - Klukkutoppur Harðgerður, vindþolinn lauffellandi runni. Appelsínugul ber í júlí. Blómstrar gulhvítum klukkum. Full hæð 100-150 cm en söluhæð 20-40 cm. Sólelskur. FRÆ 0163
98 Lonicera nigra - Surtartoppur Runni, -1,5 m. Móbleik blóm að vori eða sumri. Blásvört ber. FRÆ 0164
99 Lonicera xylosteum - Dúntoppur Runni, -3 m. Gulhvít blóm að sumri. Berin rauð, sjaldan gul. FRÆ 0165
100 Lotus corniculatus - Maríuskór Maríuskór er lágvaxin, fjölær planta sem blómstrar gulum ertublómum. Gul blóm frá júní og mest allt sumarið. Hæð: 20-30 cm. Þarf sólríkan vaxtarstað og vetrarskýli. FRÆ 0166
101 Lupinus polyphyllus - Garðalúpína Fjölær. Hæð 80-140 cm. Blómin blá, purpuralit, bleik, rauð eða hvít í júlí. Þrífst í meðal næringarríkum jarðvegi rakaheldum en vel framræstum í sól. FRÆ 0167
102 Lupinus x regalis - Skrautlúpína, fjólublá Fjölær planta. Blómstrar gulum, bleikum, bláum, rauðum eða hvítum blómum í júní-júlí, verður 60-100 cm. Þarf sólríkan stað. Þrífst best í þurrum og vel framræstum jarðvegi. FRÆ 0169
103 Lychnis viscaria - Límberi Fjölær jurt, 30-50 cm. Purpurarauð blóm í júní-júlí. FRÆ 0173
104 Mahonia aquifolium - Skógarbrydda Sígrænn runni sem þarf skjól frá vindum og sterkri sól og hentar því betur á skuggasvæðum eða sem undirgróður. Blöð byrja ljósgræn og dökkna, en að vetri rauð. Blómstrar gulum blómklasa síðvetrar eða snemma vors og myndar lítil purpurablá ber síðsumars. G FRÆ 0174
105 Sisyrinchium patagonicum - Seymitegund: íslenskt heiti ekki til Fjölær við góð skilyrði, en oft skammlíf hér á landi ef raki er of mikill. Harðger hvað kulda varðar, en þarf mjög vel framræstan jarðveg sem stendur ekki lengi blautur. Blómstrar fallega gulum blómum snemma sumars. FRÆ 0175
106 Sisyrinchium littorale - Strandseymi Fjölær jurt um 40-50cm há, blómstrar fjólubláum blómum í maí/júní. Kýs sendinn en rakan jarðveg í sól. FRÆ 0176
107 Meconopsis betonicifolia - Blásól /Garðablásól Blásólin fagra af draumsóleyjarætt er lítið fyrir þurrk, en er harðger og stendur sig oftast best í frjóum, rökum jarðvegi. Þarf ekki sólríkasta staðinn og hentar betur í skjólsælan hálfskugga. Hún er fjölær, en breytilegt hversu langlíf hún verður. Sáir FRÆ 0182
108 Meconopsis betonicifolia 'Alba' - Blásól, hvít Blásólin fagra af draumsóleyjarætt er lítið fyrir þurrk, en er harðger og stendur sig oftast best í frjóum, rökum jarðvegi. Þarf ekki sólríkasta staðinn og hentar betur í skjólsælan hálfskugga. Hún er fjölær, en breytilegt hversu langlíf hún verður. Sáir FRÆ 0183
109 Meconopsis grandis - Risablásól / Fagurblásól Fagurblásól er mjög svipuð blásólinni en getur verið með heldur stærri blóm á lengri blómleggjum og blómlitur oft nokkuð dýpri. Hentar best á skjólsælan stað með skugga og sól, rökum og næringarríkum jarðvegi. Blómgunartími í kringum júlí mánuð. Hæð 80-16 FRÆ 0184
110 Meum athamanticum - Bjarnarrót Fjölær kryddjurt af sveipjurtaætt með angan af anís. Blómstrar hvítum blómsveipum í júlí/ágúst. Kýs meðalrakan, frjóan jarðveg á nokkuð sólríkum stað. Hæð: 30-60cm FRÆ 0186
111 Mimulus lewisii/Erythranthe lewisii - Rósatrúður - Bleikt/rautt apablóm Fjölær en stundum skammlíf planta sem blómstrar bleikum blómum uppúr Jónsmessu og fram á haust. Stönglar oft frá 30cm til 50cm að hæð. Sáir sér nokkuð. Kýs rakan, frjóan jarðveg í sól eða hálfskugga. FRÆ 0188
112 Myosotis arvensis* - Gleym-mér-ei * Hin klassíska gleym-mér-ei. Hæð:10-30cm FRÆ 0191
113 Narcissus pseudonarcissum - Páskalilja Páskaliljur eru fjölærar laukplöntur. Úr fræi getur tekið 5-10 ár að mynda fullorðna blómstrandi plöntu. FRÆ 0192
114 Nepeta subsessillis - Hamranípa Fjölær jurt af varablómaætt, sem fer best í hálfskugga og kýs rakan jarðveg. Mjög harðger og auðveld. Blómstrar fölfjólubláum blómkrönsum á blómstilk. Hæð: allt að 100cm FRÆ 0193
115 Paeonia anomala - Hjarnbóndarós Fjölæringur, 50-100 cm há. Kýs sól eða lítinn skugga. Blóm í júlí-ágúst, bleik til rauð, stöku sinnum hvít. Nánar um bóndarósir á vef Lystigarðs Akureyrar: FRÆ 0195
116 Papaver cambricum - Gulsól FJölær jört, 30-60 cm há og ber gul eða rauðgul blóm í júní og fram eftir sumri. Vill sólríkan vaxtarstað og léttan jarðveg. Getur sáð sér nokkuð mikið. Hentar í blómabeð og blómaengi þar sem hún fær að valsa um. (syn. meconopsis cambrica) FRÆ 0198
117 Papaver nudicaule mix. - Garðasól bland. Fjölæringur. Fremur hávaxin planta (25–40 sm) sem blómstrar stórum hvítum, gulum eða appelsínugulum blómum í júní. Sáir sér talsvert. FRÆ 0199
118 Papaver orientale - Tyrkjasól, risavalmúi, rauð Fjölær, 60-90 cm á hæð. Blóm rauð, appelsínugul eða fölbleik, oftast með purpurablett við grunninn, í júlí-ágúst. FRÆ 0200
119 Papaver radicatum Subsp. stefanssonii* pink - Stefánssól bleik * Fjölær harðgerð íslensk planta. Blómstrar fölbleikum blómum, blómstrar mikið og langt fram á sumarið.  Þrífst best í sendnum jarðvegi en getur vel þrifist í venjulegri garðamold með nokkuð gott frárennsli en getur þá orðið skammlíf. Getur sáð sér nokkuð e FRÆ 0202
120 Papaver radicatum* yellow - Melasól* Fjölær harðgerð íslensk planta. Þrífst best í sendnum jarðvegi en þrífst ágætlega í venjulegri garðamold með gott frárennsli. Getur sáð sér nokkuð en auðvelt að uppræta. FRÆ 0203
121 Papaver somniferum - Draumsól Einær jurt sem verður allt að 120 cm há og blómstrar í júlí og ágúst. Blóm allt að 10 cm í þvermál og blómknúppar áberandi fyrir blómgun. Blómin eru ýmist einföld eða fyllt , gráhvít, fjólublá, bleik, rauð eða tvílit.  Þrífst best í sól og sendnum, ekki o FRÆ 0204
122 Penstemon davidsonii v. davidsonii - Breiðugríma Fjölær jurt, ekki nema 10 cm há. Mjög lík Urðargrímu. Blóm í júlí-ágúst fjólublá /purpurarauð. FRÆ 0206
123 Penstemon whippleanus - Kampagríma Fjölær og nokkuð harðgerð planta, meðalhá (30-40 cm). Dökkpurpurarauð blóm í júlí-ágúst. Sólelsk. FRÆ 0208
124 Phyteuma charmelii - Klausturstrokkur Fjölæringur allt að 30 cm á hæð blómstrar fjólubláum/bláum kúlulaga eða egglaga blómum í júlí-ágúst. Þrífst best í sól eða hálfskugga í vel framræstri kalkríkri garðamold. Campanulaceae/Bláklukkuætt. FRÆ 0211
125 Phyteuma scheuchzeri - Ígulstrokkur Allt að 30 cm há upprétt, fjölær jurt. Blómin blá/fjólublá og kúlulaga, nokkur saman í hálfkúlulaga blómskipan í júlí og ágúst. Þrífst bæði í sól og hálfskugga og kann best við léttan, kalkríkan vel framræstan jarðveg. Hentar í steinhæðir og í jaðra í fjö FRÆ 0212
126 Picea abies - Rauðgreni Sígrænt, einstofna, beinvaxið barrtré. Hæstu tré hér á landi eru komin yfir 20 metra en erlendis nær fullvaxið tré 40-50m. Getur orðið mörg hundruð ára gamalt. Þarf gott skjól sérstaklega fyrstu árin, hægvaxta og stendur sig oft betur inn til landsins, he FRÆ 0213
127 Picea glauca - Hvítgreni Sígrænt tré, einstofna og keilulaga, sem verður allt að 50 m á hæð í útlöndum. Vex hægar og er nettara en t.d. sitkagreni. Á gömlum trjám hanga greinarnar niður en eru stífari á yngri trjám með uppsveigða enda. Þrífst best í frjóum og hæfilega rökum jarðv FRÆ 0215
128 Picea mariana - Svartgreni Sígrænt barrtré, 5-13m hátt. Fræreklar í maí-júní. Harðgert og fremur fallegt sem ungt tré, síður sem gamalt. Nægjusamt, en stendur sig þó betur í frjósamari jarðvegi. Helst þarf að passa að það sé ekki í of miklum skugga, þar sem það þrífst mun betur í s FRÆ 0216
129 Picea sitchensis - Sitkagreni Stórvaxnast grenitrjáa á Íslandi. Til eru yfir 20 metra há tré á Íslandi. Krónan er breið. Ungum trjám er hætt við vorkali en annars er það mjög harðgert. Þrífst best í frjóu landi í sól eða hálfskugga. Hentar ekki í litla garða en er glæsilegt ef það fær FRÆ 0218
130 Pinus peuce - Balkanfura Hávaxið, sígrænt barrtré. Fremur hraðvaxta miðað við fimm nála furur. Nálar fimm í knippi, langar og mjúkar. Þrífst best í fremur rökum, sendnum jarðvegi. Skýla þarf ungum plönturm. Hentar stakstætt eða í þyrpingar. Er stundum notuð í ker og er þá klippt FRÆ 0221
131 Plantago maritima * - Kattartunga * Fjölæringur, íslensk planta. Vex einkum í klettum, einkum sjávarklettum. Algeng um allt land frá láglendi upp í um 600 m hæð. FRÆ 0222
132 Podophyllum (emodi) hexandrum - Maíepli /smeðjuegg Harðgerður fjölæringur sem hefur reynst vel. Sérkennileg og falleg tegund. Ljósbleik blóm í maí-júní. Verður um 50 cm há. Fræin þurfa að frjósa til að þau spíri. Ávextirnir ekki ætir. FRÆ 0223
133 Bistorta vivipara * - Kornsúra * Smávaxin íslensk jurt sem blómstrar hvítum blómum. FRÆ 0225
134 Potentilla argyrophylla - Silkimura Fjölær jurt sem verður um 50-80cm á hæð. Á það til að leggjast út af síðsumars. Blómin sterkgul eða appelsínugul með rauðan blómbotn. Þrífst best í sól og fremur þurrum jarðvegi. Hentar í beð, steinhæðir og kanta. Harðgerð. FRÆ 0226
135 Potentilla crantzii * - Gullmura * Fjölær jurt sem verður allt að 20 cm á hæð. Gul blóm með appelsínugulan blett við grunninn. Blómstar í júní og júlí. Þrífst best á sólríkum stað í rýrum eða meðalfrjóum jarðvegi. Hentar í steinhæðir og beðkanta. FRÆ 0227
136 Potentilla nitida - Glitmura Dvergvaxin, fjölær jurt sem verður aðeins um 5 cm á hæð. Myndar með tímanum þéttar breiður. Blómgast í júlí, ágúst. Blómin eru bleik en dekkri í blómbotninn. Til eru hvítblómstrandi einstaklingar. Þrífst best í fremur þurrum, vel framræstum, rýrum jarðveg FRÆ 0228
137 Potentilla palustris * - Engjarós * Fjölær íslensk jurt sem verður um 15-25 cm á hæð. Hefur dumrauð blóm frá júlí og fram eftir sumri. Þrífst best í sól og miklum jarðraka, t.d. Í grunnum tjörnum og mýrlendi. Harðgerð jurt. FRÆ 0229
138 Primula elatior - Huldulykill Fjölær jurt sem verður um 20-30cm á hæð. Tegundin myndar upprétta blaðhvirfingu sem legst smám saman útaf þegar líður á sumarið. Upp úr hvirfingunni stendur blómstilkur sem ber gul eða ljósgul blóm með grænleitri miðju. Lykillinn þrífst best í sól og frjó FRÆ 0231
139 Primula latifolia - Límlykill Fjölær og harðgerð jurt. Verður um 10-30 cm á hæð. Stinn lauf í hvirfingu við jörðu og upp úr henni vex trjákenndur blómstöngull sem ber fjólublá eða rauðblá blóm í maí-júní. Þarf sól eða hálfskugga og þrífst best í frjóum jarðvegi. Hentar í steinhæðir, b FRÆ 0232
140 Primula scotica - Skotalykill Fjölær smávaxin og fínleg jurt. Blaðhvilfingin er aðeins um 4-8 cm á hæð. Blómstönglarnir bera 1-6 bleik/bleikpurpura blóm  með gulu auga ofan við blaðhvirfinguna og eru 15-20 cm háir. Verður oftast fremur skammlíf. Þarf sól og léttan, frjóan jarðveg. Hen FRÆ 0233
141 Pulsatilla alpina - Fjallabjalla Fjölær jurt sem verður um 20-45 cm á hæð. Blómin eru hvít með purpurubláum tón. Miðjan er gul. blómin eru 4-6 cm breið og upprét. Kýs bjartan stað og kalkrýkan jarðveg. Hentar í fjölæringabeð og í steinhæðir. FRÆ 0237
142 Pulsatilla alpina ssp apiifolia - Glóbjalla

Fremur hægvaxta fjölæringur sem verður um 20-45 cm hár með tímanum. Blómin fölgul/brennisteinsgul í maí-júní. Þau eru upprétt eða því sem næst og um 4-6 cm í þvermál. Hefur reynst harðger í steinhæðum og blómabeðum. Þarf þurran sandmalar-jarðveg og got

FRÆ 0238
143 Pulsatilla bungeana - Dvergabjalla Fjölær, lágvaxin jurt, aðeins 5-8 cm á hæð. Blómin upprétt og bjöllulaga, bláfjólublá að lit. Standa vel upp úr laufmassanum. Þrífst best í steinhæðum eða í fremst í blómabeðum. FRÆ 0239
144 Pulsatilla halleri - Heiðabjalla Fjölæringur, harðger. Hæð 15-45 cm. Blóm fjólublá/gráfjólublá í maí-júní. Þrífst best í sól og kalk- og næringarríkum jarðvegi sem er vel framræstur. Hentar í steinahæð. FRÆ 0241
145 Pulsatilla vulgaris 'Rote Glocke' - Geitabjalla 'Rote Glocke' Fjölæringur, harðger. Hæð 20-40 cm. Blóm fjólublá í maí-júní. Þrífst best í sól og sendnum næringarríkum vel framræstum jarðvegi. Hentar í fjölæringabeð og steinahæð. FRÆ 0242
146 Pyrola minor* - Klukkublóm * Fjölæringur, harðger. Hæð 7-18 cm. Blóm hvítleit og bleik í júlí-ágúst. Þrífst best í sól og rökum næringarríkum jarðvegi. FRÆ 0243
147 Ramonda myconi - Klettadiskur Fjölæringur. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þarf vetrarskýlingu. Þrífst best í næringarríkum, vel framræstum jarðvegi. Hentar í steinhæðir. Fjólublá blóm í júní-júlí. Verður um 10 cm há. FRÆ 0245
148 Rhinanthus minor * - Lokasjóður * Fjölæringur. Einnig kallað peningagras. Meðalstór jurt af grímublómaætt, algengur á láglendi um land allt. Hann vex í graslendi, flögum og mólendi. Aldinið er í lögun eins og peningur. Hæsti fundarstaður er í 700m hæð í Efri-Kisubotnum austan í Kerlingarf FRÆ 0248
149 Rhodiola semenowii - Skessuhnoðri/Skessusvæfla Fjölæringur. Hvít eða gul blóm með gulrauðu fræhýði í júní-júlí. Nær 30-50 cm hæð. Þarf sólríkan stað. Þrífst best í sendnum, rýrum og vel framræstum jarðvegi. Hentar í steinhæðir og beð. FRÆ 0250
150 Rhododendron myrtifolium - Klettalyngrós Lyngrós, sígrænn runni. Hæð allt að 50 cm. Bleik blóm að vori eða snemmsumars. Þrífst best í hálfskugga og frekar súrum léttum lífefnaríkum velframræstum meðal rökum jarðvegi. Þarf frekar skjólríkan stað. FRÆ 0254
151 Ribes alpinum - Fjallarifs Lauffellandi runni, harðger. Blóm gulgræn í júní. Hæð 1-1,5 m. Þrífst best í sól eða hálfskugga í meðal rökum og næringarríkum jarðvegi. Sérbýlisplanta. FRÆ 0256
152 Ribes bracteosum - Blárifs Fallegur runni sem fær sterka gula haustliti og er hlaðinn hélubláum berjum á hverju hausti. Berin má nýta í sultu t.d. til að hafa með villibráð. Mjög harðgerður og auðveldur í ræktun og einnig skuggþolinn. FRÆ 0257
153 Ribes spicatum (syn. Ribes rubrum) - Garðarifs, rifs Lauffellandi berjarunni, algengasta rifsplantan. Garðarifs eða rifs getur sáð sér og þrífst vel, berjauppskera mismunandi mikil eins og gerist hjá villiplöntum. Blómin grænleit til rauðleit að vori. Þarf að grisja. (syn. Ribes rubrum) FRÆ 0258
154 Ribes uva crispa 'Hinnomaki Röd' - Stikilsber, rauð Fjölær runni. Harðgerður en þarf skjól eigi hún að gefa árvissa uppskeru. Stór græn ber sem eru best eftir næturfrost að hausti. FRÆ 0259
155 Rosa setipota-Burstarós Runnarós, oft um 2m há en getur orðið hærri. Best í hóflega rakri, frjórri garðmold. Gott frostþol. Blómstrar dökkbleikum einföldum blómum í júlí/ágúst. Þolir hálfskugga. Mjög lítið um þyrna.Nýpa. FRÆ 0260
156 Rosa moyesii - Meyjarrós Fjölær rósategund. Bleik, einföld falleg t.d. upp við veggi, þolir skugga en blómstrar meira í sól. Fínleg blöð, rauð aldin á haustin. Harðgerð.Nýpa. FRÆ 0261
157 Rosa moyesii 'Geranium' - Meyjarrós 'Geranium' Rósaætt, lauffellandi runni sem kýs sól. Skarlatsrauður og verður milli 180-250 cm á hæð. Mjög harðger og hentar í litla garða.Nýpa. FRÆ 0262
158 Rosa nutkana - Strandrós Villirós. Uppréttur runni sem verður allt að 150 sm hár eða hærri og 90-120 sm breiður, einblómstrandi. Blómin oftast stök, rósbleik-lillableik, 5-6cm breið, ilma mikið.Kelur ekkert, blómstrar mikið, er óhemju skriðul.Nýpa. FRÆ 0263
159 Rosa rugosa 'Dagmar Hastrup' - Ígulrós 'Dagmar' Lauffellandi runni, uppréttur, 30-80cm hár. Bleik blóm. Rótekta, frost- og saltþolin. Þarf að snyrta/klippa á vorin.Nýpa. FRÆ 0266
160 Rubus saxatilis * - Hrútaberjalyng * Fjölært lyng af rósaætt, náskylt brómberi og hindberi. Hrútaberjalyng, klungur eða hrútaberjaklungur er algengt á láglendi um allt land, vex í frjósömum brekkum og bollum, einnig oft í skógarbotnum. Berin þroskast fremur seint á sumrin, má nytja í hlaup o FRÆ 0267
161 Salvia hians - Kasmírsalvía Harðgerð fjölær planta. Hæð 50-85 cm. Blóm  bláfjólublá með hvítum flekkjum. Blómgast í júní-júlí. Þrífst í sól eða litlum skugga og frekar rakaheldum en vel framræstum jarðvegi sem er léttur og næringarríkur. Lamiaceae/Varablómaætt. FRÆ 0271
162 Saussurea kurilensis - Eyjaskjanni Körfublómaætt. Blóm blá/fjólublá. FRÆ 0272
163 Saxifraga callosa - Tungusteinbrjótur Steinbrjótsætt, fjölær jurt sígræn. Blóm eru hvít og jurtin milli 15 og 40 cm. Hentar í steinhæðir. FRÆ 0273
164 Sedum kamtschaticum/floriferum - Stjörnuhnoðri Hnoðraætt. Fjölær jurt rauðgul og er milli 15 og 30 cm á hæð. Hentar í hleðslur, kanta, steinhæðir, beð og sem undurgróður. FRÆ 0278
165 Senecio fluviatilis - Vætuþulur Gul blóm. Um það bil 1 meter á hæð. FRÆ 0279
166 Silene asterias - Stjörnuholurt Caryophyllaceae ætt. Hárauð blóm, 80-100 cm. á hæð. Hentugt í skrautblómabeð. FRÆ 0281
167 Silene uniflora * - Holurt * Caryophyllaceae ætt. Hvít blóm, 10-25 cm. á hæð. Vex í sendinni jörð. Hentugt í steinhæðir, beð, hleðslur.  Einnig þekkt sem pungagras, fálkapungur, melapungur, galtarpungur o.fl. á íslensku. Samheiti á latínu er Silene maritima og danskt heiti er Strand FRÆ 0282
168 Sisyrinchium angustifolium - Blómaseymi Sverðliljuætt. Blá blóm, 15-45 cm á hæð.Fjölær jurt.Hentar í steinhæðir og fjölæringabeð. FRÆ 0283
169 Sorbus aucuparia 'Autumn Spire' - Ilmreynir 'Autumn Spire' Rósaætt, lauffellandi tré. Rjómahvítur litur, 10-14 metrar á hæð. Hentar í skjólbelti, jafnvel limgerði. FRÆ 0285
170 Sorbus aucuparia - Ilmreynir Rósaætt, lauffellandi tré. Rjómahvítur litur, 10-14 metrar á hæð. Hentar í skjólbelti, jafnvel limgerði. FRÆ 0287
171 Sorbus bissetii - Rúbínreynir Rósaætt. Lágvaxið tré eða runni. Ljós blóm. Reyniber bleik. Rauðir haustlitir. Harðger. FRÆ 0288
172 Sorbus cashmiriana - Kasmírreynir Rósaætt, lauffellandi tré. Bleikhvítur litur, 4-6 metrar á hæð. Hentar í raðir og þyrpingar. FRÆ 0291
173 Sorbus commixta - Fjallareynir Rósaætt, lauffellandi tré. Hvítur litur, allt að 7 metrar á hæð. Hentar í þyrpingar, skrautrunnabeð og í litla garða. Flottir haustlitir. FRÆ 0292
174 Sorbus ulleungensis 'Dodong' op - Ulleungreynir ´Dodong' Tré lauffellandi af rósaætt.  Hvítur blómlitur, allt að 7 metrar á hæð. Hentar í þyrpingar, skrautrunnabeð og í litla garða. Flottir haustlitir. FRÆ 0294
175 Sorbus frutescens - Koparreynir Rósaætt, lauffellandi runni. Hvítur blómlitur  og hvít ber að hausti. Fallegir haustlitir. Verður allt að 2,5 metrar á hæð. Hentar í skrautbeð. FRÆ 0297
176 Sorbus hostii - Úlfareynir Rósaætt. Bleik blóm. Hæð 2-3 metrar. Rauð ber. Gulir haustlitir. FRÆ 0298
177 Sorbus 'Joseph Rock' - Reynir 'Joseph Rock' m. gul ber Rósaætt, 4,5-9,0 metra há. Myndar hvít blóm á haustin. Breytir um lit á haustin og verður appelsínugult, fjólublátt og rautt. FRÆ 0299
178 Sorbus sp. - Reynir (ógreindur) Lauffellandi tré eða runni - aðrar upplýsingar liggja ekki fyrir FRÆ 0308
179 Sorbus vilmorinii - Kínareynir Lauffellandi smátré, 4-6m hár, margskipt lauf, hvít/fölbleik blóm, kóralbleik/fölbleik ber. FRÆ 0309
180 Sorbus x ambigua (x erubescens) - Bergreynir Lauffellandi tré - um 3m hár, heil mjúkttennt lauf, bleik blóm, rauð ber FRÆ 0310
181 Symphoricarpos albus - Snjóber Skriðull lauffellandi hálfrunni, um 80-100cm hár, fölbleik blóm, hvít ber sem standa langt fram á vetur, hentar best í deigt skóglendi og þar sem hann má þvælast um allt. FRÆ 0313
182 Tanacetum coccineum - Biskupsbrá, dökkfjólublá Fjölæringur, harðger. Blóm dökkfjólublá í júlí-ágúst. Hæð 60-80 cm., þarf stuðning. Þrífst best í sól og næringarríkum jarðvegi vel framræstum. FRÆ 0315
183 Thalictrum aquilegifolium - Freyjugras, bleikt Fjölæringur, harðger. Blóm bleik, fjólublá eða hvít í júlí - ágúst. Hæð 70-100 cm., þarf stuðning. Þrífst best í sól/hálfskugga í frjóumrökum jarðvegi. FRÆ 0317
184 Thermopsis lanceolata - Lensugandur Fjölæringur, meðalharðger. Blóm fölpurpura eða hvít í júlí - ágúst. Hæð 90-120 cm., þarf stuðning. Þrífst best í sól og rökum frjóum jarðvegi. FRÆ 0318
185 Tofieldia pusilla* - Síkisgras eða Bjarnabroddur Íslensk smájurt 5-10cm há, sígænt lauf, gulhvít blóm í axi. EITRUÐ JURT. Vex í móum og holtabörðum um land allt. FRÆ 0321
186 Triglochin maritima* - Strandsauðlaukur * Fjölæringur, harðger. Hæð 15-40 cm. Blóm lítil fölbleik í júní. Þrífst best ísendnum jarðvegi. FRÆ 0322
187 Trillium grandiflorum - Skógarþristur Fjölær jurt frá Norður-Ameríku, 30-40cm há, blöð lensulaga þrískipt í hvirfli utan um stöngul, blóm hvít - þrjú krónublöð. Skógarbotnsjurt sem þarf að fá að vaxa í graslausum, kalkfríum skógarbotni, dreifir sér með jarðstönglum og þarf nokkur ár til að se FRÆ 0323
188 Triosteum hirsutum - Hærukyrni Fjölær skógarbotnsjurt, 40-60cm há, blöð tungulaga, blóm lítt áberandi, en stór gljáandi rauð ber í klösum á haustin eru tilkomumikil. Fín í skógarjaðra þar sem ekki eru yfirgnæfandi grös, þarf frjóan skógarjarðveg og dafnar ágætlega í hálfskugga. FRÆ 0324
189 Trollius cultorum - Garðagullhnappur Fjölær jurt, allt að 60 cm há, handskipt blöð, stór gul blóm í júní. Blendingstegund sem þroskar fræ árlega. Afkomendurnir geta verið misjafnir. Sá þarf fræjunum og hafa í kulda í a.m.k. 8 vikur áður en hægt er að fá þau til að spíra við venjulegar aðstæð FRÆ 0326
190 Trollius pumilus - Dvergahnappur Fjölæringur, harðger. Hæð 15-25 cm. Blóm gul í júní-júlí. Þrífst best ínæringarríkum meðalrökum jarðvegi í sól/hálfskugga. FRÆ 0327
191 Vaccinium uliginosum * - Bláberjalyng * Myndar stórar þéttar breiður, 10-30 cm. Hvít blóm með bleikri slikju í maí-júní. Þarf mjög súran jarðveg. Berin hnöttótt, svört eða blá, sjaldan hvít, slétt, sæt á bragðið. FRÆ 0329
192 Veronica officinalis * - Hárdepla* Fjölær íslensk jurt með skriðulum stönglum, blöð öfugegglaga og hærð. Blómin í klösum, ljósblá og fremur smá. Auðræktuð og getur gert sig ansi heimakomna sé ekki gætt að. FRÆ 0333
193 Viburnum edule - Bersarunni Lauffellandi runni úr skógum Norður-Ameríku. 2,5m hár og getur orðið jafn á breiddina, lauf þríflipuð líkt og á hlyni, blómin í klösum fölbleik, rauð ber að hausti, berin æt og af þeim leggur lykt sem fólk er ekki sammála um hvort þeim þyki góð eða vond. FRÆ 0335
194 Viburnum glomeratum - Geislaber Lauffellandi runni frá fjallendinu milli Kína og Myanmar. Hæð 1-3m, blöðin egglaga, djúpæðótt og smátennt. Blómhnappar bleikir en blómin hvít í klösum. Rauð ber að hausti. FRÆ 0337
195 Vicia cracca * - Umfeðmingur * Fjölæringur á láglendi. Getur fest sig við nærliggjandi grös eða runna þannig klifrað upp eftir þeim. FRÆ 0340
196 Vicia sepium * - Giljaflækja * Fremur sjaldgæf jurt, íslensk, vex nær eingöngu á Suðurlandi, einkum undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Líkist umfeðmingi. FRÆ 0341
197 Centaurea cyanus mix - Garðakornblóm mix Sumarblóm. Garðakornblóm yrki "Dwarf Pouce" Forsá í mars/apríl. Harðgerð og þrífst ágætlega í sendnum jarðvegi. Hæð 30-40 cm. Blandaðir litir blóma, blómgast í júní og fram á haust. FRÆ 0347
198 Gypsophila elegans - Skrautslæða

Sumarblóm af hjartagrasaætt. Blóm hvít með bleikum æðum í júni-september. Ekki hærri en 50 cm. Harðgerð og blómviljug. Samheiti Skrautblæja.

FRÆ 0349
199 Lavatera trimestris - Aftanroðablóm Harðgert og blómsælt sumarblóm. Þrífst best á sólríkum stað, meðalhá (30-45 cm). Purpurarauð eða bleik blóm yfir sumarið. FRÆ 0351
200 Nemophila menziesii 'Baby blue eyes' - Vinablóm 'Baby blue eyes' Blómfagurt sumarblóm sem þrífst best í sól eða hálfskugga. Blómin himinblá með hvítum blómbotni í júní-september.  Verður 20-30 cm hátt. Samheiti Garðasnót. Ætt Hydrophyllaceae/Hunangsjurtaætt. FRÆ 0353
201 Nicandra physaloides - Eplabikar Meðalharðgert sumarblóm af náttskuggaætt, sem blómstrar fallegum daufbláum blómklukkum og oft ræktað til skrauts. Fræhylkin sem myndast eftir frjóvgun eru einnig nokkuð skrautleg. Kýs nokkuð sólríkan stað í vel framræstri, rakri, frjórri mold. Getur blóms FRÆ 0354
202 Nigella damascena - Skrautfrú Suðurevrópsk jurt af sóleyjaættmeð hvít eða blá blóm; fræin notuð sem krydd, stráð yfir brauð og kökur FRÆ 0355
203 Papaver rhoeas - Deplasól Sumarblóm. Yrkið 'Pandora'. Blóm í fjölbreyttum ljósum og fjólubláum lit. Hæð allt að 50-60 sm. Blómgast í júlí. Þarf sól og meðalfrjóan jarðveg. Hentar í steinhæðir og blómaengi. FRÆ 0357
204 Tagetes patula "Nemo mix" - Flauelsblóm Þakklát planta og léttræktuð. Blómstrar ríkulega yfir sumarið, gæti jafnvel þolað svolítið frost. FRÆ 0362
205 Tropaeolum majus - Skjaldflétta Falleg planta og ágæt til átu. Tilvalin planta í vistræktargarðinn. Skriðjurt með blöðum sem minna á opnar regnhlífar, eða skildi sem sitja á löngum stilkum sem blakta í golu. Rauð blóm með sæta angan. FRÆ 0364
206 Allium schoenophrasum - Graslaukur Graslaukur er minnsta lauktegundin, upprunnin í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. Hann vex í klösum og eru blöðin nýtt með því að saxa þau út í mat sem krydd. Hann er líka nýttur sem skordýrafæla í matjurtagörðum. FRÆ 0369
207 Allium tuberosum - Hvítlauksgraslaukur Graslaukur með hvítlauksbragði. Breið blöð og hvít blóm. Milt hvítlauksbragð á ungum plöntum. FRÆ 0371
208 Allium ursinum - Bjarnarlaukur Bjarnarlaukur. Skógarbotnsgróður í Skandinavíu og Bretlandi. Breið blöð með hvítum blómum, 40 cm há. Spírar hægt, þarfnast kuldaörvunar. FRÆ 0372
209 Brassica oleracea var. gemmifera - Rósakál Matjurt. Rósakálsyrkið  'Long Island' gefur dökkgrænt kál og er sagt mjög bragðgott. Harðgert yrki.  Rósakál er hollustumatur og notað sem grænmeti með ýmsum réttum. . Rósakál er kál af krossblómaætt. FRÆ 0379
210 Brassica oleracea var. Gongylodes - Hnúðkál Matjurt. Hnúðkálsyrkið 'Wiener Blå' hraðvaxta og bragðgott. FRÆ 0380
211 Brassica oleracea var. Gongylodes - Hnúðkál Matjurt. Hnúðkál yrki "Wiener Vit". Grænt, upprétt lauf og snemmsprottið. FRÆ 0381
212 Brassica rapa var. Rapa 'Snowball' - Næpa 'Snowball' Næpa. Hvít, sæt og meyr. Á stærð við tennisbolta. Gefið gott pláss á milli plantna. Verjið fyrir kálflugu. FRÆ 0386
213 Carum carvi * - Kúmen * Kúmen er jurt af sveipjurtaætt. Kúmen er notað sem krydd í brennivín og bakstur. Það vex villt á Íslandi m.a. í Viðey. Geymist lengi í lokuðum ílátum. Þegar henni hefur einu sinni verið komið fyrir í garði og fræmyndun hefst, sáir hún sér sjálf um ókomna FRÆ 0388
214 Coriandrum sativum 'Santo' - Kóríander 'Santo' Bragðmikil kryddjurt. FRÆ 0390
215 Diplotaxis tenuifolia, Klettasalat Hefðbundið villt klettasalat, Bragðmikið og hægvaxta. Vel skörðótt blöð. FRÆ 0402
216 Lactusa sativa, Blaðsalatsblanda - Mesclun mix Salatblanda með 6 mismunandi salattegundum. FRÆ 0405
217 Nasturtium officinale - Brunnkarsi Frábær til að rækta inni sem skraut á kalda rétti eða sem krydd í salatið. Auðveldur í ræktun, 30 cm. FRÆ 0407
218 Levisticum officinale - Skessujurt Fjölær jurt, 150-200 cm. Gulleit blóm í júlí-ágúst.Blöðin krydd. FRÆ 0408
219 Ocimum basilicum 'Piccolino' - Basilika 'Piccolino' Basilika með litlum blöðum. Helst vel safaspennt út af litlu blöðunum. Mjög bragðgóð og auðveld í ræktun. FRÆ 0412
220 Ocimum basilicum var. citriodora - Basilika, sítrónu Matjurt. Sítrónubasilika yrki "Mrs Burn´s Lemon". Basilíka eða basil er einær jurt af varablómaætt. Basilíka er mikið notuð í matargerð, ýmist fersk eða þurrkuð. Uppruni hennar er í Íran og Indlandi þar sem hún hefur verið ræktuð í meira en 5000 ár. Í dag FRÆ 0413
221 Ocimum basilicum purpureum - Basilika, fjólurautt Matjurt. Purpurabasilika yrki "Red Rubin". Hin sívinsæla kryddjurt fer best innandyra, sökum þess hve hitakær hún er. Gott er að klippa reglulega af henni til að hún þétti sig, en jafnframt seinka því að hún myndi blóm. FRÆ 0415
222 Raphanus sativus - Radísur

Matjurt. Sá inni frá mars og fram í apríl – sá úti frá miðjum apríl og fram að júlí. Sá oft t.d með tveggja-þriggja vikna millibili en ekki miklu í einu. Má sá á milli raða annarra plantna sem eru seinsprottnar. Radísur ýta hver annarri frá og þarf ekk

FRÆ 0421
223 Campanula trachelium - Skógarklukka Fjölær, hæð 80-100 cm, fjólublá, blómgast í ágúst, Þarf stuðning, hentar í beð. FRÆ 0424
224 Raphanus sativus ' French breakfast' - Radísur

Matjurt. Radísur fljótsprottnar og auðræktaðar.

FRÆ 0426
225 Rheum x cultorum - Rabarbari

Matjurt. Rabarbari fljótsprottinn og auðræktaður. Þrífst best í léttum næringarríkum jarðvegi meðal rökum.

FRÆ 0427
226 Ipomoea aquatica - Vatnaspínat (Entsai Bamboo) Vatnaspínat. Klifurplanta. Vex í rökum jarðvegi og við vatn. Lauf og Ungir sprotar eru eldaðir eða borðaðir hráir. Ef ræktuð við eða nálægt vatni þarf það að vera ómengað þar sem plantan getur safnað í sig þungmálmum. Getur orðið að illgresi við réttar að FRÆ 0429
227 Tragopogon porrifolius - Hafursrót, svört

Matjurt. Blómstrar fallegum blárauðum blómum, en þó oftar ræktuð til neyslu. Rótin er ýmist sögð nokkuð bragðsterk, jafnvel beisk en öðrum stundum svipuð asparagus/spergli. Algengt er að sjóða hana fyrir neyslu, en aðalmálið þó að leyfa henni að frjósa

FRÆ 0431
228 Aquilegia vulgaris 'Melton Rapids' - Skógarvatnsberi 'Melton Rapids' Fjölær. Hæð 50-70 cm. Blómgun júní-júlí. Blómlitur blár/vínrauður. Þrífst best í vel framræstri léttri rakaheldinni garðamold í sól eða hálfskugga. Fræi sáð við lágt hitastig og hulið lauslega. Spírnun fræs getur tekið nokkra mánuði. Vatnsberar eru almenn FRÆ 0434
229 Aquilegia coerulea 'Rosa Semiplena' - Indíánavatnsberi 'Rosa Semiplena Fjölær. Hæð 60-80 cm. Blómgun júní-júlí. Blandaðir blómlitir. Þrífst best í sól eða hálfskugga og venjulegri garðamold léttri rakaheldinni en vel framræstri. Fræi sáð við 20° C. Spírun óregluleg allt að nokkrum mánuðum. Vatnsberar eru almennt harðgerðir o FRÆ 0435
230 Aquilegia coerulea 'Crimson Star'- Indíánavatnsberi 'Crimson Star' Fjölær. Hæð 60-80 cm. Blómgun frá lok júní og fram í ágúst. Blóm tvílit rauð og hvít, langir sporar. Þrífst best í vel framræstri léttri rakaheldinni garðamold í sól eða hálfskugga. Fræi sáð við 20° C. Fræ spírar yfirleitt nokkuð fljótt en getur tekið nok FRÆ 0436
231 Aquilegia flabellata var. pumila f. kurilensis rosea - Blævatsberi Fjölær. Hæð um 20-25 cm. Blóm tvílit fjólublá og gul í júní. Þrífst í sól og frjórri léttri vel framræstri en rakahldinni garðamold. Fræi sáð við 15-20° C og hulið lauslega. Spírun getur tekið nokkra mánuði. Vatnsberar eru almennt harðgerðir og blómviljug FRÆ 0437
232 Aquilegia vulgaris 'Tower White' - Skógarvatnsberi 'Tower White' Fjölær. Hæð 60-75 cm. Blómgun júní-júlí. Blómlitur hvítur. Þrífst í sól eða hálfskugga í venjulegri garðamold sem er létt og vel framræst. Fræi sáð við lágt hitastig. Spírun getur tekið nokkra mánuði. Vatnsberar eru almennt harðgerðir og blómviljugir en b FRÆ 0438
233 Aquilegia vulgaris 'William Guiness'/'Magpie' - Skógarvatnsberi 'William Guiness'/´Magpie' Fjölær. Hæð 60-90 cm. Blómgun júní-júlí. Blóm tvílit dökk fjólublár/purpura og hvít. Þrífst best í léttri rakaheldinni garðamold vel framræstri í sól eða hálfskugga. Fræi sáð við 20° C. Fræ spírar yfirleitt nokkuð fljótt en getur tekið nokkra mánuði. Samh FRÆ 0439
234 Aquilegia coerulea 'Michael Stromminger' - Indíánavatnsberi 'Michael Stromminger' Fjölær. Hæð 60-90 cm. Blómgun júní-júlí. Blómlitur blár. Þrífst í sól eða hálfskugga í venjulegri garðamold sem er vel framræst en rakaheldin. Fræi sáð við lágt hitastig. Spírun getur tekið nokkra mánuði. Vatnsberar eru almennt harðgerðir og blómviljugir FRÆ 0440
235 Aquilegia vulgaris 'Clematiflora' - Skógarvatnsberi 'Clematiflora' Fjölær. Hæð um 50 cm. Blómgun júní-júlí. Blandaðir blómlitir. Þrífst í sól eða hálfskugga í venjulegri garðamold léttri og rakaheldinni vel framræstri. Fræi sáð við 20° C. Fræið spírar yfileitt á 2-3 vikum. Vatnsberar eru almennt harðgerðir og blómviljugi FRÆ 0444
236 Aquilegia chrysantha 'Yellow Star' - Sunnuvatnsberi Fjölær. Hæð 60-70 cm. Blómgun júní-júlí. Blóm gul, langir sporar. Þrífst best í léttum frekar næringarríkum jarðvegi en vel framræstum í sól eða hálfskugga. Fræi sáð við 20° C. Spírun tekur 2-4 vikur. Vatnsberar eru almennt harðgerðir og blómviljugir en b FRÆ 0448
237 Aquilegia coerulea 'Red Hobbit' - Indíánavatnsberi 'Red Hobbit' Fjölær. Hæð allt að 45 cm. Blómgun frá miðjum júní og fram í ágúst. Blóm tvílit rauð og hvít, langir sporar. Þrífst best í vel framræstri  garðamold í sól eða hálfskugga. Fræi sáð við 20° C. Fræ spírar yfirleitt á 2-3 vikum en getur tekið lengri tíma. Vat FRÆ 0449
238 Aquilegia vulgaris 'Woodside Varigated' - Skógarvatnsberi 'Woodside Varigated' Fjölær. Allt að 70 cm á hæð.  Vatnsberi 'Woodside Varigated' er með ljósbleik fyllt blóm og tvílit lauf grænt og gult/hvítt.  Þrífst best í venjulegri garðamold vel framræstri. Fræi sáð við lágt hitastig. Spírun getur tekið nokkra mánuði. Vatnsberar eru a FRÆ 0450
239 Aquilegia x hybr. 'Music Harmony' - Garðvatnsberi 'Music Harmony' Fjölær. Hæð 60-80 cm. Blómgun júní-júlí. Blandaðir blómlitir, langir sporar. Þrífst best í sól eða hálfskugga og venjulegri garðamold léttri rakaheldinni en vel framræstri. Fræi sáð við 20° C. Spírun óregluleg allt að nokkrum mánuðum. Vatnsberar eru almen FRÆ 0452
240 Aquilegia coerulea var ochroleuca - Indíánavatnsberi Fjölær. Hæð 60-80 cm. Uppréttir blómstönglar og fínleg laufblöð. Stór hvít blóm með langa beina spora. Þarf uppbindingu. Þrífst best í vel framræstum jarðvegi í sól eða hálfskugga. Fræi sáð við 20° C. Spírar á 2-4 vikum. Vatnsberar eru almennt harðgerðir FRÆ 0453
241 Aquilegia flavescens - Mánavatnsberi Fjölær. Hæð 20-70 cm. Blómgun júní. Blómlitur gulur. Þrífst best í sól og lífefnaríkum vel framræstum jarðvegi. Fræi sáð við lágt hitastig. Spírun getur tekið nokkra mánuði. Samheiti Yellow columbine. Vatnsberar eru almennt harðgerðir og blómviljugir en b FRÆ 0454
242 Aquilegia glandulosa - Stjörnuvatnsberi Fjölær. Um 30-50 cm há tegund með lítil og fínleg blöð og upprétta beina blómstöngla. Blómin eru stór, tvílit blá og hvít, stundum aðeins lútandi, með stutta krókbogna spora. Blómstrar í júní. Þrífst í frekar rakaheldnum jarðvegi en vel framræstum í sól e FRÆ 0455
243 Aquilegia ottonis ssp. amaliae - Grikkjavatnsberi Fjölær. Lágvaxinn, 20-30 cm hár, myndar blaðbreiðu af þéttum blöðum, blómstönglarnir standa upp úr breiðunni. Blómin eru lútandi, frekar stór, ljósblá í botninn og hvít með stutta krókbogna spora. Þrífst í frekar léttum rakaheldum jarðvegi en vel framræs FRÆ 0456
244 Aquilegia flabellata var pumila - Blævatnsberi, dverg Fjölær. Hæð allt að 30 cm. Blómgun júní. Blóm blá, hvít eða tvílit hvít og blá. Þrífst best í sól og léttum lífefnaríkum jarðvegi sem er vel framræstur. Fræi sáð við lágt hitastig og spírun getur tekið nokkra mánuði. Vatnsberar eru almennt harðgerðir og FRÆ 0458
245 Aquilegia jonesii - Klettavatnsberi Fjölær. Hæð 10-20 cm. Blómgun júlí. Blómlitur blár. Þrífst best í sól og vel framræstum kalkríkum grýttum jarðvegi. Fræi sáð við lágt hitastig, fræ er ekki hulið. Spírun óregluleg og getur tekið nokkra mánuði eða jafnvel ekki fyrr en að ári. Vatnsberar er FRÆ 0459
246 Aquilegia x hybr 'sweet rainbows'-Garðavatnsberi 'sweet rainbows' Fjölær. Hæð allt að 80 cm. Blómgun júní-júlí. Blandaðir blómlitir. Þrífst í sól eða hálfskugga í léttri garðamold rakaheldinni en vel framræstri. Fræi sáð við 15-20° C. Fræ spírar óreglulega getur tekið nokkra mánuði. Vatnsberar eru almennt harðgerðir og FRÆ 0460
247 Aquilegia vulgaris - Skógarvatnsberi mix Fjölær. Hæð allt að 80 cm. Blómgun júní-júlí. Blandaðir blómlitir. Þrífst í sól eða hálfskugga í léttri garðamold rakaheldinni en vel framræstri. Fræi sáð við lágt hitastig. Spírun getur tekið nokkra mánuði. Vatnsberar eru almennt harðgerðir og blómviljug FRÆ 0461
248 Alnus tenuifolia - Blæelri Stór runni eða lágvaxið tré með dökkgræn fremur stór blöð, egglaga og óreglulega tennt. Þolir vel rakan jarðveg, þarf sólríkan vaxtarstað. FRÆ 0466
249 Betula papyrifera 'Prairie Dreams' RD - Næfurbjörk 'Prairie Dreams' RD (2019) Þetta næfurbjarkaryrki er frá er frá Rick Durand, mjög reyndum kanadískum sérfræðingi í kynbótum alls kyns trjáplantna. Rick heimsótti okkur fyrir 2 árum og sendi í kjölfarið GÍ mikið magn af fræum trjáa sem hann taldi geta þryfist á íslandi. Mjög spennan FRÆ 0467
250 Betula papyrifera - Næfurbjörk Næfurbjörkin vex um nær alla norður ameríku, norður til Grænlands. Erfiðlega hefur þó gengið að fá hana til að þrífast hérlendis. FRÆ 0468
251 Betula x Chickadee Birch RD - Næfurbjarkarblendingur RD (2019) Þessi næfurbjarkar-bastarður er frá Rick Durand, mjög reyndum kanadískum sérfræðingi í kynbótum alls kyns trjáplantna. Rick heimsótti GÍ fyrir 2 árum og sendi í kjölfarið félaginu mikið magn af fræum trjáa sem hann taldi geta þrifist á íslandi. Mjög spenn FRÆ 0470
252 Crataegus arnoldiana RD - Mjúkþyrnir, RD (2019) Tré eða runni sem verður allt að því 7 m. í Kanada. Hvít blóm að vori og rauð ber að hausti. Vindþolið en þolir ekki /illa sjávarseltu. Þetta er fræ frá Rick Durand, kanadískum plöntusérfræðingi, sem heimsótti okkur 2018 og gaf í framhaldi mikið magn fræj FRÆ 0471
253 Crataegus succulenta RD - Lagþyrnir RD (2019) Tré eða runni sem getur náð allt að 6 m. í Kanada. Blómstrar hvítum blómum að vori, rauð ber að hausti. Er vindþolið en þolir salt illa. Þetta er fræ frá Rick Durand, kanadískum plöntusérfræðingi, sem heimsótti okkur 2018 og gaf í framhaldi mikið magn fræ FRÆ 0472
254 Malus 'Gladiator' - Villiepli 'Gladiator' Malus 'Gladiator' blómstrar bleikum blómum og myndar lítil rauðpurpura aldin. Lauf brons-purpura að lit og fá gula haustliti. Harðgert en kýs sólríkan stað með næringarríkum, rökum, vel framræstum jarðvegi. Hæð: 6m FRÆ 0475
255 Malus 'Heyer # 12' op. - Villiepli 'Heyer # 12' op. Óvíst um afkvæmið fyrst einungis annað foreldrið er þekkt. Móðurplantan blómstrar hvítum blómum að vori og ber fremur smávaxin gulgræn, súr en safarík aldin. Harðgert yrki sem kýs fulla sól, næringarríkan og rakan, vel framræstan jarðveg. Hæð: 6-8m. FRÆ 0476
256 Rosa 'Fresons' - Beðrós, margir litir Beðrós. Margir litir. Open pollinated fræ frá Kanada 2019 Nýpa FRÆ 0481
257 Rosa x mix. - Beðrós, margir litir Beðrós. Margir litir. Open pollinated fræ.Nýpa. FRÆ 0483
258 Rosa 'Centennial' op. - Beðrós, margir litir Beðrós. Margir litir. Open pollinated fræ.Nýpa. FRÆ 0486
259 Rosa 'Campfire' Fresons op. - Beðrós, margir litir Beðrós. Margir litir. Open pollinated fræ. Fræ frá Kanada 2019 Nýpa. FRÆ 0487
260 Rosa 'Lac Majeau' op. - Beðrós, margir litir Beðrós. Margir litir. Open pollinated fræ.Nýpa. FRÆ 0490
261 Rosa 'Never Alone' op. - Beðrós, margir litir. Beðrós. Margir litir. Open pollinated fræ. Fræ frá Kanada 2019 Nýpa. FRÆ 0491
262 Rosa 'Oscar Peterson' op. - Beðrós, margir litir Beðrós. Margir litir. Open pollinated fræ. 2019 Nýpa. FRÆ 0492
263 Tilia americana True North Linden op. - Svartlind Lauffellandi tré frá austurströnd USA, verður þar 18-40 metra hátt. Þarf sérstaklega gott skjól og frjóan jarðveg. Best ofarlega í hallandi landi sem ver plönturnar gegn næturfrostum á viðkvæmu skeiði haust og vor. FRÆ 0493
264 Tilia cordata 'Lone Star' op - Hjartalind 'Lone Star', smáblaða Lauffellandi tré frá meginlandi Evrópu, verður þar 20-40 metra hátt. Þarf sérstaklega gott skjól og frjóan jarðveg. Best ofarlega í hallandi landi sem ver plönturnar gegn næturfrostum á viðkvæmu skeiði haust og vor. FRÆ 0494
265 Cotoneaster adpressus - Skriðmispill Tré og runnar, hæð 20-50 cm, bleik, blómgast í júní-júlí, Hentar sem þekjuplanta, rauð ber. Jarðlægur. FRÆ 0495
266 Sorbus munda- Perlureynir Lítið tré eða runni sem nær allt að 6metra hæð. Kýs frjóan vel framræstan jarðveg. Best í sól. Hvít ber. FRÆ 0498
267 Sorbus meinichii - Strandreynir Breytileg reynitegund, sem talinn er blendingur ilmreynis og gráreynis. Sjaldan hærri en 4metrar. Bestur á sólríkum stað, í sæmilega rökum og frjóum jarðvegi. FRÆ 0500
268 Actaea rubra - Nunnuþrúgur Fjölær jurt - 50-70cm, blómstrar hvítum blómklösum á háum blómstönglum sem mynda svo rauð eitruð ber. Fær fallega haustliti. Vill helst frjóa garðmold í sól eða hálfskugga. FRÆ 0504
269 Allium ochotense/victoriales - Eyjalaukur/Sigurlaukur Laukjurt - um 20-30cm há, upprétt, rauðfjólublá lútandi blóm, blómgast á þriðja vori eftir sáningu FRÆ 0505
270 Aquilegia x hybrida red and yellow-Garðavatnsberi rauður og gulur Fjölær. Hæð 50-80 cm. Blóm tvílit rauð og gul með langa spora í júlí-ágúst. Þrífst í léttri frjórri garðamol rakaheldinni en vel framræstri í sól. Fræi sáð við 20° C. Fræ spírar á nokkrum mánuðum. Vatnsberar eru almennt harðgerðir og blómviljugir en blóms FRÆ 0506
271 Rhododendron ferrugineum - Urðalyngrós Lyngrós. Fjölær, sígrænn runni, hægvaxta. Verður allt að 1,5m á hæð. Djúpbleik blóm í júlí. Þarf súran jarðveg og gott skjól, jafnvel vetrarskýli. FRÆ 0508
272 Dicentra formosa-Dverghjarta Fallegur hjartablómstrandi fjölæringur með rauðpurpuralituð blóm frá Júní og fram á haust. Kýs frjóan jarðveg, rakaheldinn án þess þó að vera alltaf blautur, í sól eða hálfskugga. Myndar hægt og rólega breiður. Hæð algeng á bilinu 40-50cm. FRÆ 0509
273 Allium cernuum - Hvolflaukur Fjölær laukplanta. Myndar bjöllulaga blóm á löngum stilkum, oftast fjólublá eða bleik en einnig til hvít. 30-40cm háir, grannir stilkar. Vill sól og þurran, framræstan jarðveg. FRÆ 0510
274 Acaena anserinifolia 'Blue Haze' - Ígullauf 'Blue Haze' Fjölær skriðul og runnkennd jurt, þekjuplanta, 5-10cm, blámengað lauf, blómgast af og til, blóm lítt áberandi FRÆ 0511
275 Hedysarum austrosibiricum - Purpuralykkja Fjölær jurt. Lilla-fjólublá blóm. 20-40 sm. Júní-júlí. Sól. Léttur, frjór og vel framræstur jarðvegur. FRÆ 0512
276 Lathyrus linifolius var montanus - Lyngertur Fjölær jurt, 15-30 cm. Blómin bláleit í júní. FRÆ 0513
277 Sambucus racemosa ssp. Pubens-Dúnyllir Blómstrandi runni. Blómstrar hvítum eða gulum blómum í júní/júlí og myndar svo rauð ber í framhaldinu. Berin valda magakveisu í mannfólki, en fuglar eru hrifnir af þeim. Harðger runni sem þarf ekki fulla sól og þrífst oft ágætlega í skugga líka. Fullorðin FRÆ 0514
278 Silene alpestris - Fjallaholurt 10-20cm hár fjölæringur sem blómstrar snjóhvítum blómum í júní/júlí. Harðger og vill helst léttan jarðveg í sól. Getur verið skriðul. FRÆ 0515
279 Anthyllis vulneraria var. Coccinea - Roðagullkollur. Fjölær en skammlíf jurt, 5-20cm, gisið, flatt vaxtarlag, rauð ertublóm í dúskum, steinhæð eða utan í mel eða á mögru og gisnu graslendi. Þrífst ágætlega í venjulegri garðamold. Blómviljugur.  Belgjurtir FRÆ 0516
280 Erigeron gaudinii - ónefndur jakobsfífill Lágvaxinn jakobsfífill/kobbi (10-15cm) sem blómstrar bleiku í júlí/ágúst. Vill sólríkan stað og vel framræstan jarðveg. Frekar kalkríkan, en þolir líka hlutlausan. FRÆ 0517
281 Erigeron grandiflorus-Glæsikobbi Fjölær jakobsfífill sem blómstrar ljósfjólubláu síðsumars. Hæð í kringum 20-30cm. Mjög harðgerður. Vill sól og hentar vel í steinhæðir. Vill léttan jarðveg. FRÆ 0518
282 Erigeron nanus-Dvergkobbi Lágvaxinn jakobsfífill, ca 10cm, sem blómstrar ljósfjólubláu/bleikfjólubláu. FRÆ 0519
283 Scabiosa japonica var. Alpina - "karfa" án íslensks tegundaheitis Fjölæringur sem blómstrar langt frameftir sumri. 20-30cm hátt. Blómstrar ljósbláum eða ljósfjólubláum blómum. Best í sól í venjulegum garðjarðvegi, þó vel framræstum og jafnvel þurrum. FRÆ 0520
284 Primula denticulata - Kúlulykill Fjölær. 10-20cm. Blómin saman í kúlu efst á blómstilknum. Blómstrar í maí/júní oftast fjólubláum blómum, en einnig til með hvítum og lillableikum blómum. Sól/hálfskuggi. Meðalrök og frjó garðmold, vel framræst sem þornar ekki auðveldlega. Vill gott skjól FRÆ 0521
285 Alnus viridis - Kjarrelri Kjarrelri eða kjarrölur. Margstofna runni af birkiætt. Það er ljóselsk tegund og nær að 2 m á hæð. Undirtegund hans, sitkaölur (Alnus viridis ssp. sinuata), er notuð í skógrækt hérlendis. Harðgert yrki. Þarf sólríkan vaxtarstað. Vindþolið. Þrífst best í r FRÆ 0522
286 Alnus viridis ssp. Crispa - Grænelri Grænelri eða grænölur, margstofna runni af birkiætt. Ljóselsk tegund og nær að 2 m á hæð. Talið fyrirtaks garðrunni. Verður ekki hávaxinn, vex eins og blævængur, endurnýjar sig frá miðju og hægt að stýra umfangi með því að klippa ystu greinar af við stofn FRÆ 0523
287 Alnus virirdis ssp. Sinnata - Sitkaelri Runnar eða lágvaxin tré, sjaldan hærri en 5 m, oftar margstofna runni, myndar kjarr frekar en skóg. Vex hratt í upphafi en fer snemma að blómstra og þá dregur úr vexti. Blómstra og bera mikið fræ, góðir landnemar til uppgræðslu urða og mela. Verða stundum FRÆ 0525
288 Armeria maritima 'Morning star deep rose' - Geldingahnappur 'Morning star deep rose' Steinhæðajurt - 10-25cm, blaðhvirfingar saman á langri stólparót. Blómstrar dökkbleikum blómum, þarf malarborinn jarðveg FRÆ 0527
289 Lupinus nootkatensis 'Flensburg' - Alaskalúpina 'Flensburg' Alaskalúpína er 30 til 90 sentimetra há fjölær jurt af ertublómaætt. Hún ber blá eða fjólublá blóm. Alaskalúpína hefur lengi verið notuð í landgræðslu á Íslandi en er upprunalega frá Alaska. Náttúrufræðistofnun álítur alaskalúpínu ágenga tegund. Yrkið 'Fl FRÆ 0528
290 Sorbus pseudovilmorinii-Haustreynir Lauffellandi, upprétt, hátt tré (6-10m). Líkist hnappareyni (S. americana) en þekkist á því að smálaufin eru yfirleitt 13 talsins. Blómgast snemmsumars. Upprunninn í Japan. FRÆ 0531
291 Sorbus reducta-Dvergreynir Lágvaxinn (20-40 cm) runni, skriðull. Blómin hvít í júní-júlí. Blómstrar mikið. Bleik ber. Jarðlægur runni með upprétta, granna og rauða vaxtarsprota. Þrífst best á sólríkum stað í næringarríkum jarðvegi. Góð þekjuplanta í beð, steinhæðir og sem kantplant FRÆ 0532
292 Hedysarum inundatum - Flæðalykkja Lykkjubaunir, Hedysarum, er ættkvísl um 300 tegunda í ertublómaætt, Fabaceae, með heimkynni í Evrasíu, N-Afríu og N-Ameríku. Nafn ættkvíslarinnar er dregið af einkennandi liðskiptum fræbelgjum. Þær þurfa djúpan, næringarríkan jarðveg þar sem þær hafa djúp FRÆ 0533
293 Androsace adfinis ssp. brigantiaca-Berglykill Fjölær steinhæðajurt, 10-25cm, sígræn blaðhvirfing, hvít blóm - þarf þurran sandmalar-jarðveg og skjól fyrir vetrarvætu FRÆ 0534
294 Geranium pratense mix - Garðablágresi blandað Fjölær jurt. Blómstrar í júlí. Hæð 70-120 sm.  Sól eða háfskuggi.  Léttur og frjór jarðvegur. Blóm geta verið blá/fjólublá, hvít eða bleik, einlit eða tvílit. FRÆ 0536
295 Ribes x magdalenae - Blöndustikill /Magdalenurifs Magdalenurifs. Þyrnóttur, lágvaxinn runni (1-1,3m) af rifsætt, Ribesiaceae. Hvít blóm í júní. Hentar vel á skuggsælum stöðum, einnig í hekk. Ekki í almennri framleiðslu hér og framboð því takmarkað. Berin æt. FRÆ 0537
296 Ribes spicatum 'Hvid Hollandsk' op-Hvítrifs 'Hvid Hollandsk' op Hvítrifs af garðaberjaætt. Yrkið kom fram fyrir 1929, uppruni í Hollandi. Þetta er elsta hvíta yrkið sem er þekkt. Lauffellandi runni sem er meira en meðalstór, 1-1,5 m hár og 2-3 m breiður, kröftugur, uppréttur, dálítið útbreiddur, þéttvaxinn, hraustur, FRÆ 0538
297 Ribes spicatum 'Weisse Göteburger' op-Hvítrifs 'Weisse Göteburger' op Rauð hollensk er gamalreynt yrki sem hefur verið í ræktun á Íslandi frá a. m. k. um 1830 með góðum árangri. Algengasta rifstegund hérlendis. Yrkið er upprunnið í Hollandi, kom fram fyrir 1729. Þetta er eitt elsta ef ekki elsta yrkið sem þekkt er. Plantan FRÆ 0539
298 Delphinium Pacific Hybr. 'King Arthur' Premium op - Riddaraspori 'King Arthur' Fjölær. Hæð allt að 160 cm. Blóm hálffyllt dökkfjólublá með hvítri miðju í júlí-ágúst.  Þrífst í sól eða hálfskugga í næringarríkri en vel rakaheldri framræstri garðamold, nýtur góðs af húsdýraáburði að hausti og fljótandi áburði að sumri. Hefur nokkuð sv FRÆ 0540
299 Primula florindae - Friggjarlykill Friggjarlykill er stærstur lykla sem ræktaðir eru hér á landi og geta blómstönglar farið yfir metershæð. Blómin bjöllulaga og saman í sveipum. Harðgerður og auðræktanlegur, kýs helst raka og frjóa mold. FRÆ 0541
300 Dodecatheon poeticum - Brekkugoðalykill Blaðhvirfing oft grágræn, blómstönglar rísa uppúr hvirfingunni að vori eða snemma sumars. Hæð blómstöngla oft í kringum 20cm, harðgerður, kýs helst nokkuð rakan og frjóan jarðveg. FRÆ 0542
301 Potentilla atrosanguinea - Jarðarberjamura Harðgerð og falleg planta með lauf sem minna á jarðarberjaplöntur. Blómin rauð, seinni hluta sumars og helst blómgun mjög í hendur við hversu sólríkan stað plantan fær. Helsta ástæða skammlífis er of blautur jarðvegur eða of illa framræstur. Dreifir nokku FRÆ 0544
302 Saxifraga X arendsii-Roðasteinbrjótur Harðgerður og frekar lágvaxinn steinbrjótur sem líður best í sól, eða þá hálfskugga og í þurrum, rýrum jarðvegi. Mikið notaður til að mynda breiður í steinhæðum. Ýmis yrki til og blómlitur ýmist rauður, hvítur eða í bleikum tónum þar á milli. Hæð blómstön FRÆ 0546
303 Eriophorum angustifolium - Klófífa Hálfgras sem finnst víða í kringum votlendi. Þekkist oft erlendis undir nafni á borð við "bómullargras" eða "bómullarsef", sem er mjög skiljanlegt þegar klófífan sést með aldin. Kýs rakan og fremur súran jarðveg. FRÆ 0547
304 Lonicera involucrata 'Kera' - Glótoppur 'Kera' Harðgerður, hraðvaxta, skuggþolinn, vindþolinn, seltuþolinn... Þetta er runninn fyrir erfiðar aðstæður. Laufin dökkgræn, stór og nokkuð glansandi. Blómstrar gulu snemma sumars og myndar svört ber síðsumars, sem eru óæt en ágætis skraut á runnanum. Góður í FRÆ 0549
305 Lonicera xylosteum nana op - Dúntoppur nana (dverg) Runni. Tegundin getur náð 3metra hæð, en 'nana' milli 1 og 2m. Gulhvít blóm að sumri. Berin rauð, sjaldan gul. FRÆ 0550
306 Berberis amurensis - Drekabroddur Lauffellandi runni - 300-350cm, upprétt, gul blóm, rauð ber, skjólbelti, runnabeð FRÆ 0554
307 Berberis francisci-fernandi - Sveigbroddur Þyrnóttur runni með fallegar bogsveigðar greinar. Oft nærri 2m að hæð. Blómstrar fölgulum blómum í klasa eða hálfsveig í byrjun sumars. Kýs léttan og vel framræstan jarðveg í nokkurri sól. Á það til að kala nokkuð. FRÆ 0557
308 Cupressus sempevirens - Sýprusviður Sígrænn runni. Þarf helst meiri sumarhita og líður oft fyrir skort á loftraka hér á landi, en getur dafnað ágætlega við góðar aðstæður. Passa þarf sérstaklega að skýla frá þurrkandi vindum og síðvetrarsól, vökva reglulega og getur jafnvel notið góðs af va FRÆ 0560
309 Allium aflatunense - Höfuðlaukur Harðgerð laukplanta með mörg ljósfjólublá blóm í kúlu efst á blómstönglinum, sem er oft öðru hvoru megin við 1meter en eitthvað hærri eintök hafa einnig sést. Betri á sólríkum stað og skynsamlegt að skýla gegn vindi. Myndar stór blöð nokkru áður en blómst FRÆ 0563
310 Daphne mezereum alba - Töfratré hvítt Smávaxinn lauffellandi runni, sem blómgast áður en hann laufgast. Blómin vanalega bleik eða rósrauð en hér hvít. Oftast greinafár á stuttum stofni og algengur rétt yfir eða undir metershæð. Plöntunni er illa við flutning og bregst ekki endilega vel við kl FRÆ 0564
311 Sorbus Americana - Knappareynir Fremur smávaxið tré, ætti að geta náð a.m.k. 10 m hérlendis, einstofna með misbreiða krónu. Tegundin líkist mjög reyniviði og æxlast þær vel saman. Dregur úr vexti þegar blómstrun byrjar. Tiltölulega lítil reynsla hérlendis en lofar góðu. FRÆ 0565
312 Aquilegia longissima - Silkivatnsberi Fjölær. Hæð 70-90 cm. Blómstrar gulum blómum með löngum sporum í ágúst. Þrífst í léttri vel framræstri næringarríkri garðamold og sól. Frekar viðkvæmur. Fræi sáð við 20-22° C. Fræ spírar yfirleitt á nokkrum mánuðum en getur verið óregluleg. Vatnsberar eru FRÆ 0568
313 Chiliotrichum diffusum - Körfurunni Tré og runnar, hæð 40-80 cm, hvítur, blómgast í júní-húlí, Hentar í runnabeð. FRÆ 0569
314 Euphorbia palustris - Mjólkurjurt Fjölær, 70-100 cm, gul, blómgast júní-júlí. Safinn eitraður. FRÆ 0570
315 Lychnis calcedonica-Skarlatshetta/Ástareldur

Fjölær jurt, 50-90 cm. á hæð. Skær skarlatsrauð/rauð blóm í júlí. Þrífst í næringarríkum rökum jarðvegi vel framræstum í sól eða hálfskugga. Fræ spírar við 18-20° C. Fræ hulið lauslega.

FRÆ 0573
316 Centaurea montana - Fjallakornblóm Harðgerður og sólelskur fjölæringur sem þrífst vel í þurrum jarðvegi. Blómstrar bláum blómkörfum og dreifir sér nokkuð. FRÆ 0574
317 Laburnum alpinum - Fjallagullregn Harðgert tré af ertublómaætt sem blómstrar gríðarfallegum gulum blómklösum snemma sumars. Þokkalega vind og saltþolið, en blómstrar best á sólríkum stöðum. Stofn og greinar eru sérlega eftirsótt hjá rennismiðum og öðrum sem vinna úr fallegum viðnum. Gullr FRÆ 0576
318 Mertensia maritima - Blálilja Jarðlægur fjölæringur skyldur hjólkrónu sem finnst víða í íslenskum fjörum, vanalega í fjörusandi rétt ofan við flæðarmál. Stönglar bláhvítir, blómgast í júní/júlí, blómin fyrst rauð svo blá. FRÆ 0577
319 Potentilla grandiflora 'Rubra' - Keisaramura 'Rubra' Keisaramura - fjölær frá Alpafjöllum - 20-35cm - júní-júli - rauð eða gul blóm - sáning auðveld við 20°C. FRÆ 0580
320 Primula veris - Vorlykill (sifjarlykill) Vorlykill (sifjarlykill) - fjölær evrópsk engjajurt - 15-30cm - maí - gul blóm - sáning auðveld, sáir sér út. FRÆ 0581
321 Sambucus callicarpa - Alaskayllir Alaskayllir - runni frá Alaska - 100-300cm - maí-júní - hvítir blómskúfar, rauð ber í júlí-ágúst - kaldörvun við 4°C í átta vikur. FRÆ 0582
322 Trollius cultorum 'Orange' - Garðagullhnappur 'Orange' Garðagullhnappur - fjölær blendingstegund - 50-60cm - júní - gul eða órans - sáð við 18-20°C í 4 vikur, svo kælt niður í 0°C í 4 vikur, svo aftur í 5-12°C. Einnig beint í reit úti að hausti. FRÆ 0584
323 Malus 'Starlite' op - Skrautepli 'Starlite' Skrautapaldur - tré af ræktunaruppruna - 2m - maí/júní - hvít blóm - kaldörvun við 4°C í 8 vikur svo við 20°C. FRÆ 0586
324 Trifolium repens *-Hvítsmári Fjölæringur, harðger. Hæð 10-15 cm. Blóm hvít ilmsterk í júní-júlí. FRÆ 0589
325 Ilex aquifolium - Kristþyrnir Kristþyrnir - viðkvæmur sígr. runni frá NV-, M- og S-Evrópu - 100cm - sérbýli, hvít blóm, bæði kyn þarf til að fá rauð ber á kvenplönturnar. Hreinsa fræ úr berjunum, kaldörva við 4°C í 16 vikur, svo sá við 20°C. FRÆ 0592
326 Ribes nigrum - Sólber Sólberjarunni - berjarunni af ræktunaruppruna - 100cm - maí - gulleit blóm - svarblá ber í ágúst. Best að sá í potta utandyra að hausti. Planta svo út haustið á eftir. Fínn berjarunni í skógrækt - fyrir fuglana - en sjaldan skila sáðplöntur af berjarunnum FRÆ 0596
327 Tulipa tarda - Sveiptúlípani Fjölær laukplanta, harðger. Hæð 15 cm. Blóm tvílit gul og hvít í maí. Þrífst best í sól og léttum næringarríkum framræstum jarðvegi. FRÆ 0597
328 Inula orientalis - Hlíðasunna Hlíðasunna - fjölær jurt frá V-Asíu - 30-60cm - júlí/ágúst, gular blómkörfur. Sáð við 20°C að vori - spírun oft hæg og óregluleg. FRÆ 0600
329 Prunella vulgaris - Blákolla Blákolla - fjölær jurt um allt Norðurhvel - 5-30cm - júlí, bláleit blómöx. Sáð við 20°C að vori. Hafi fræ ekki spírað á 3-4 vikum gæti borgað sig að setja sáðílátið í kulda (-4 til 4°C) í tvær til fjórar vikur. Fara svo aftur á byrjunarreit. FRÆ 0601
330 Achillea sibirica - Síberíuhumall Fjölær jurt - 30-60cm, skriðulir brúskar, valllendisjurt, bleik blóm, hentar illa í garða sáir sér mjög út, tejurt, læknisjurt FRÆ 0602
331 Leuzea rhapontica - Hjartakornblóm Hjartakornblóm, skarihúnn - stórgerð fjölær jurt frá Alpafjöllum - 60-100cm, júlí/ágúst, purpurarauðar blómkörfur. Sáð við 20°C - spírun oft hæg og óregluleg. Það þrífast best í rökum, kalkríkum jarðvegi. FRÆ 0603
332 Doronicum plantagineum - Gemsufífill Gemsufífill - fjölær jurt frá V-Evrópu - 40-60cm - júní/júlí, gular blómkörfur. Sáð við 20°C - gott að rúlla fræjunum rösklega milli tveggja sandpappírsarka fyrir sáningu, spírun oft óregluleg. FRÆ 0604
333 Ligularia dentata - Meyjarskjöldur Meyjarskjöldur, skjaldmeyjarfífill - stórvaxin, fjölær jurt frá A-Asíu - um 80cm - ágúst, gular körfur á dökkum blómstönglum. Sáning við 20°C - oftast vandræðalaus ef fræið er gott. FRÆ 0605
334 Dianthus barbatus - Stúdentadrottning Fjölær eða tvíær, 20-30 cm, blandaðir litir, rauð, hvít, ljós- og dökkbleik.  Blómgast júlí-september. Þrífst í léttum næringarríkum jarðvegi í sól. FRÆ 0606
335 Tanacetum coccineum-Biskupsbrá, ljósbleik. Fyllt Fjölæringur, harðgerð. Blóm fyllt ljósbleik í júlí-ágúst. Hæð 60-80 cm, þarf stuðning. Þrífst best í sól og næringarríkum jarðvegi vel framræstum. Körfublómaætt/Asteracea
FRÆ 0607
336 Ranunculus platanifolius-Hlynsóley Fjölær hávaxin planta sem verður nokkuð mikil um sig. Laufið er stórt og minnir á hlynlauf. Blómin mörg saman, hreinhvít, en knúpparnir rauðleitir. Byrjar að blómstra í lok maí og stendur í blóma fram í júlí. Harðgerð og auðræktuð, vex í sól eða hálfskugg FRÆ 0608
337 Rosa rugosa ´Moje Hammerberg´-Ígulrós 'Moje Hammersberg' Rósarunni, lauffellandi. Blómin rauðbleik, hálffyllt ilmandi. Harðgerð planta.Nýpa. FRÆ 0609
338 Plantago major - Græðisúra Fjölæringur, íslenskur, vex allvíða um sunnan- og vestanvert landið, einkum sem slæðingur í bæjum og þéttbýli, en einnig víða við jarðhita. FRÆ 0610
339 Astrantia maxima - Fjallasveipstjarna Fjölær jurt - 60cm, upprétt, bleik blóm í smásveipum, góð til afskurðar FRÆ 0612
340 Rosa Marzipan/Marsipaani op - Eðalrós 'Marzipan' Eðalrós - garðakynblendingur - um 60-80cm - afkomendur verða af ýmsu tagi. Kaldörvun við 4°C í 16 vikur, svo sáð við 20°C. Gæti komið á óvart - eiginleikar foreldra erfast ójafnt! Nýpa. FRÆ 0613
341 Sorbus parva-Lágreynir Lágreynir - lauftré af óvissum uppruna og eiginleikum - Sáning: Kaldörvun við 4°C í 16 vikur, svo við 20°C. FRÆ 0614
342 Ipumea purpurea 'Morning glory' - Klukkubróðir / roðavafklukka 'Morning Glory' Klukkubróðir - einær klifurjurt frá M-Ameríku - 300cm - maí-sept, purpurabláar klukkur. Sáning: Leggja fræ í volgt vatn yfir nótt - sá svo við 25°C í björtu. Sá í pottinn sem plantan á að vaxa í allt sumarið, því hún þolir ekki umpottun. Inniplanta eða FRÆ 0616
343 Rosa 'Lac La Nonne' op - Eðalrós 'Lac La Nonne' Eðalrós - garðakynblendingur - um 60-80cm - afkomendur verða af ýmsu tagi. Kaldörvun við 4°C í 16 vikur, svo sáð við 20°C. Gæti komið á óvart - eiginleikar foreldra erfast ójafnt! Nýpa. FRÆ 0617
344 Prunus padus rubra-Blóðheggur Blóðheggur - afbrigði af venjulegum hegg, lauftré frá N-Evrópu - 300cm , maí, hvít eða bleik í klösum. Sáning: Kaldörvun við 4°C í 16 vikur, svo sáð við 20°C. Ekki víst að blaðlitur erfist. FRÆ 0618
345 Digitalis grandiflora-Stórabjörg Stórabjörg - tvíær jurt frá M-Evrópu - um 60cm (stundum allt að 120cm) - júlí, gul fingurbjargarblóm með dökkum dröfnum. Sáð við 20°C á rakt yfirborð í fullri birtu - lækka hita eftir uppkomu í 10-12°C í tvær til þrjár vikur - planta út eftir fyrstu frost FRÆ 0619
346 Soldanella montana-Fjallakögurklukka Fjallakögurklukka - klettajurt frá fjöllum Evrópu - 15-20cm - maí/júní, ljósbláfjólubláar blómklukkur. Sáð við 20°C í 4 vikur, svo flutt í kalt (-4 til 4°C) í 4-6 vikur, síðan í 5-12°C sé spírun léleg eða óregluleg. Þarf vel framræstan skriðujarðveg. FRÆ 0621
347 Androsace lactea-Snæberglykill Snæberglykill er stórgerðari en aðrir berglyklar og alveg sæmilega harðgerður. Nokkuð áviss blómstrun. Eins og aðrir berglyklar fer hann best í steinhæð eða steinhleðslu. Verður 10-30 cm hár, blómgast fyrri hluta sumars hvítum eða kremhvítum blómum. Þiggu FRÆ 0623
348 Paradisea lilastrum-Paradísarlilja Hvítblómstrandi fjölær jurt. Þrífst best í vel framræstum jarðvegi, má vera kalkríkur, á sólríkum stað. Hæð í kringum 50cm. Blómstrar í júní. FRÆ 0624
349 Pulsatilla violacea-Fjólubjalla Fjólubjalla er fjölæringur með ljós- purpuralit blóm snemma sumars. Verður 20-30 cm há. Blómin koma á undan laufunum snemma vors. Upprunnin í Kákasus-fjöllum. Líkar best við sendinn og frjóan jarðveg. FRÆ 0625
350 Iris latifolia 'King of the blues' op - Bretaíris 'King of the Blues' Sú bláasta af þeim öllum, einnig kölluð Bretalilja. Tiltölulega harðgerð lilja upprunnin í Pyreneafjöllum Frakklands. Allt a 50-60 cm háir leggir, blómstrar snemma sumars og lætur ekki á ser kræla eftir það. FRÆ 0627
351 Lilium martagon album-Túrbanlilja hvít Evrasísk liljutegund. Áberandi blómliturinn og stærðin gera hana eina mest einkennandi evrópskra lilja. Tegundin þrífst í frjósömum skógum, í kalkríkum jarðvegi á hálfskyggðum svölum stöðum. Aðeins á hálendi vex hún uppfyrir skógarmörk á engjum og ökrum, FRÆ 0628
352 Rosa x malyi 'Kempeleen Kaunotar' op-Fjallarósablendingur Finnskur rósarunni, gróskumikill og blómsæll. Hentar vel í stóra garða, útivistarsvæði og jafnvel í skjólbelti. Blómstrar betur en flestar fjallarósir í Yndisgarðinum á Reykjum. Er blendingur milli R. majalis og R. pendulina. Framboð takmarkað, ekki í alm FRÆ 0630
353 Primula x pubescens mix-Frúarlykill mix Fjölæringur, þolir hálfskugga. Blómgast í júní, verður 10-20 cm há. Skipta má þeim á vori eða að hausti. Getur smám saman myndað breiður. jurt. Harðgerð og auðræktuð planta. Algengur blómlitur mólilla – engu að lofa um liti úr þessari blöndu. FRÆ 0631
354 Lewisia pygmaea op - Dvergblaðka Fjölær. Dvergblaðka (Lewisia pygmaea) er fjölær jurt af ættinni Montiaceae/Fjallablaðka. Hæð uþb. 5-10 cm. Blómstrar mikið frá júní og fram í september ef hún er í kjöraðstæðum. Blómin purpurarauð eða bleik oftast með gulm/hvítum blómbotni. Laufblöðin eru FRÆ 0632
355 Potentilla - Mura, gul Meðal há mura. Blóm einlit gul FRÆ 0634
356 Rosa davidii 'Fenja' op - Davíðsrós 'Fenja' Davíðsrós. Runnarós. Bleik blóm með daufan ilm í júní-júlí. Rauðar nýpur í september. Virðist harðgerð. Nýpa. FRÆ 0635
357 Androsace chaixii-Frakkaberglykill Berglyklar, Androsace, tilheyra maríulykilsætt, Primulaceae. Í ættkvíslinni eru um 100 tegundir sem allar eru háfjallaplöntur sem þrífast best í grýttum jarðvegi á sólríkum stað. Þetta er aðallega "heimskauta–alpa" ættkvísl með margar tegundir í Himalaja, FRÆ 0637
358 Calceolaria biflora - Dvergaskór Fjölæringur. Gul blóm í júní-júlí, 10-20 cm hátt. Harðgerður. Þrífst vel í hálfskugga og rökum, næringarríkum jarðvegi. Falleg steinhæðaplanta. FRÆ 0643
359 Pulsatilla halleri ssp. Grandis - Heiðabjalla, stórblómstrandi Fjölært blóm af sóleyjaætt. Blómin er eru bjöllulaga og fjólublá. Fjölær jurt, allt að 15 sm há þegar hún blómstrar. Stönglarnir hafa lengst í 45 sm þegar aldinin hafa þroskast. Góð í skraut- eða steinhæðabeð. FRÆ 0644
360 Aquilegia vulgaris 'Tower light blue' - Skógarvatnsberi 'Tower light blue' Fjölær. Hæð 60-80 cm. Blómgast snemma sumars. Blóm ljósblá eða fjólublá. Þrífst í sól eða hálfskugga í næringarríkum léttum jarðvegi. Fræ spírar við lágt hitastig og getur tekið nokkurn tíma. Vatnsberar eru almennt harðgerðir og blómviljugir en blómstra e FRÆ 0645
361 Aquilegia flabellata - Blævatnsberi Fjölær. Hæð allt að 35 cm. Blómgun lok maí og framundir lok júní. Blóm tvílit blá og hvít. Þrífst í hálfskugga eða sól í frjóum, rökum jarðvegi en vel framræstum. Þolir illa flutning. Hentar í steinbeð og kanta. Fræi sáð við 20° C. Fræ spírar yfirleitt á FRÆ 0646
362 Aquilegia formosa - Glóðarvatnsberi Fjölær. Hæð allt að 95 cm. Blómgun lok maí og út júní. Blóm tvílit rauð og gul frekar smá, stuttir sporar. Þrífs best í sól eða hálfskugga í léttum vel framræstum jarðvegi. Hérlendis aðallega ræktaður í grasagörðum. Fræi sáð við15-20° C og hulið lauslega FRÆ 0647
363 Aquilegia-Dúnvatnsberablendingur Fjölær. Blóm móðurplöntu líkjast blómum Dúnvatnsbera. Fræi sáð við 20°C. Fræ spírar á nokkrum vikum. Vatnsberar eru almennt harðgerðir og blómviljugir en blómstra ekki á fyrsta ári. Vatnsberar geta sáð sér talsvert og sé þess ekki óskað er ráðlegt að klip FRÆ 0648
364 Aquilegia-Fjallavatnsberablendingur Fjölær. Hæð 60-70 cm. Blómgun júní-júlí. Blóm tvílit blá og hvít. Þrífst í rakaheldum vel framræstum léttum jarðvegi í sól eða hálfskugga. Fræi sáð við lágt hitastig. Spírun getur tekið nokkurn tíma. Vatnsberar eru almennt harðgerðir og blómviljugir en bl FRÆ 0649
365 Lilium bulbiferum - eldlilja Eldlilja. Blómstrar fallegum appelsínugulum blómum í júlí-ágúst. Sólelsk. Harðgerð planta, um 60 cm há. Fjölgað með æxlilaukum (smáir laukar sem myndast í blaðöxlum) síðsumars. FRÆ 0650
366 Chiliotrichum diffusum 'Siska' - Körfurunni 'Siska' Tré og runnar, hæð 40-80 cm, hvítur, blómgast í júní-húlí, Hentar í runnabeð. FRÆ 0653
367 Tellima grandiflora - Kögurkolla Fjölæringur, harðger. Blóm gulgræn og síðar rauðleit í júní-júlí. Hæð 40-70 cm. Þrífst best í hálfskugga/skugga og næringarríkum jarðvegi. Sáir sér talsvert. FRÆ 0654
368 Actaea spicata - Munkaþrúgur Fjölær jurt - 40-60cm, upprétt, hvít blóm, svört ber, eitruð jurt FRÆ 0655
369 Allium hollandicum - blómstrandi laukur Íslenskt nafn ekki til. Algengur skrautblómstrandi laukur í görðum. Vinsælasta yrkið er líklega 'Purple Sensation' FRÆ 0656
370 Allium monadelphum - Hæðalaukur Asísk laukplanta. Blöð og blómstönglar eru rörlaga, oft í kringum 50cm hávaxin. Blómstrar á enda blómstöngla dökkrauðum blómum. Blöð og blóm æt. FRÆ 0657
371 Aquilegia 'Black Barlow' - Vatnsberi 'Black Barlow' Fjölær. Hæð allt að 90 cm. Blómgun júní-júlí. Blómin oftast hangandi og vísa niður, þó kemur fyrir að stöku blóm vísi út. Mjög dökkur litur, eins konar blanda af dökkvínrauðum og fjólubláum. Falleg og nett blóm sem dreifir lítið úr sér. Fræi sáð við 15-20 FRÆ 0659
372 Brassica rapa var chinensis - Blaðkál, pak choi

Matjurt. Blaðkál með stökkum blöðum.

FRÆ 0661
373 Eschscholzia californica 'Red Chief' - Gullbrúða 'Red Chief' Lágvaxið sumarblóm, skylt valmúa. Ræktast best á sólríkum stað í léttum, sendnum jarðvegi. Til að njóta blómanna sem best er heppilegast að sá plöntunum á skjólgóðan stað, en þó ekki eins mikilvægt og með hávaxnari meðlimi ættkvíslarinnar. Rauð blóm. FRÆ 0662
374 Campanula latifolia var. alba - Risaklukka, hvít Fjölær, hæð 80-100 cm, hvít. Blómgast í júlí, hentar í beð, þarf stuðning. FRÆ 0663
375 Carex viridula - Gullstör Lágvaxin íslensk grastegund sem vex m.a. í deiglendi, mýrum og nærri sjó. FRÆ 0664
376 Geranium macrorrhizum 'White Ness' -Ilmgresi 'White Ness', hvítt Fjölær jurt, 30-60cm há. Blómstrar hvítu í júní/júlí. Venjuleg garðmold. Best í sól eða hálfskugga. FRÆ 0665
377 Cirsium arvense - Þistill Falleg fjölær jurt með purpurarauð blóm og þyrnótt blöð. Blómstrar seint á sumrin. Getur dreift aðeins úr sér og því óvitlaust að rækta í potti og takmarka frædreifingu. FRÆ 0667
378 Cotoneaster integerrimus- Grámispill Tré og runnar, hæð 50-100 cm, bleik, blómgast í júní-júlí, Hentar sem þekjuplanta, rauð ber. Getur ýmist verið með runnavöxt eða jarðlægur. Fallegir haustlitir. Bestur á sólríkum stað í sendnum jarðvegi. FRÆ 0669
379 Crepis rubra - Roðaskegg Bleikblómstrandi sumarblóm, oftast 15-30cm hátt. Þrífst vel í venjulegri garðmold, en nýtur sín best í góðri sól og helst í skjóli. FRÆ 0670
380 Crocus sp. - Krókusar, blandað Fræ úr ýmsum krókusum. Vex sem lítið strá fyrstu árin meðan byggir upp laukforðann en algengt er að fari að blómstra eftir 3-5ár og getur þá verið eitthvað frábrugðinn því sem upprunalega var í lauknum sem fræið gaf. FRÆ 0671
381 Dianthus plumarius - Fjaðradrottning Fjölær, 30-40 cm, bleik, blómgast júlí-september, hentar í steinhæðir FRÆ 0672
382 Festuca vivipara - Blávingull Gras með stuttan fallegan punt, sem vex í móum, valllendi, melum og mýrarþúfum. Skríður ekki. FRÆ 0674
383 Filipendula ulmaria* - Mjaðurt* Fjölær, 40-80 cm, hvítur, blómgast júlí. Íslensk. FRÆ 0675
384 Gentianella amarella - Grænvöndur Grænvöndur blómstrar grænblá/gulhvítum blómum í ágúst. Er allt að 30cm hár, einær og vex t.d. í þurrum grasbrekkum. FRÆ 0677
385 Hepatica nobilis var rosea - Skógarblámi, rauður Afar falleg fjölær skógarplanta sem blómstrar um sama leiti og laufið byrjar að gægjast upp úr moldinni. Blómin rauðleit með hvítum fræflum. Þrífst best í hálfskugga og næringarríkri, moltublandaðri mold. Hefur reynst harðgerður og lætur vorfrost lítið á FRÆ 0679
386 Hesperis matronalis - Næturfjóla Tvíær eða fjölær jurt sem viðheldur sér líka með sáningu. Blómstrar lillableiku eða yfir í hvítt frá miðju sumri fram á haust. Ilmar á kvöldin. Hæð breytileg eftir aðstæðum, frá ca 50cm og yfir 100cm. Best í frjóum, rakaheldnum jarðvegi. Oft þykir ágætt a FRÆ 0680
387 Larix X marschlinsii - Sifjalerki Sifjalerki lendir í töluverðu haustkali, en þolir það ágætlega og verður því einna mesta "skúlptúrplantan" af lerki tegundum.  Vex nokkuð hratt. Einnig þekkt undir gamla nafninu Larix x eurolepis. Lerkifræ skal bara hylja með þunnu lagi af jarðvegi, en a FRÆ 0683
388 Leucanthemum maximum 'Crazy Daisy' - Prestabrá "crazy daisy" Fyllt yrki af prestabrá. Eitthvað breytilegt. Harðgerð en er oft í kringum 50-60cm hæð og getur þurft stuðning  t.d. frá öðrum plöntum, sérstaklega þegar mikið er um vind og rigningar (semsagt alltaf á íslandi.. 😉 ). Vex best í amk hálfri sól. FRÆ 0685
389 Luzula nivea - Mjallhæra Harðgert, fjölært gras. Oft sígrænt. Stráin oft í kringum 30-50cm há og blómstönglar nokkru hærri. Blóm hvít/móhvít í júlí. Gott í vel framræstum jarðvegi, sem má þó vera rakur, í sól eða hálfskugga. Gerir ekki kröfu um sérlega frjóan jarðveg. Juncaceae/S FRÆ 0687
390 Myosotis australis - Gullmunablóm Gullmunablóm er náskylt gleym-mér-ei. Blómstrar gulum blómum frá miðju sumri og áfram. Oftast skammlífur fjölæringur. Kýs vel framræstan rýran jarðveg í sól. Hæð 20-30cm. FRÆ 0689
391 Narcissus bulbocodium - Pilsalilja Dvergvaxinn ættingi páskalilju. Blómstrar snemma vors. Fyrstu árin fara bara í að mynda forðahnýðið (laukinn) áður en kemur að blómgun. Kýs léttan, frjóan og vel framræstan jarðveg í sól, en líklega best í garðskála. Oft ansi skammlíf. Blómlitur gulur eða FRÆ 0690
392 Parthenocissus tricuspidata - Ráðhúsvín Klifurjurt skyld vínvið, sem vex við flestar aðstæður og skartar afar fögrum haustlitum. Ólíkt bergfléttu, festir hún sig ekki með heftirótum, heldur eins konar límdiskum. Mislíkar oft að vera utandyra allt árið á Íslandi og hentar því oft betur í garðská FRÆ 0692
393 Polemonium caeruleum alba - Jakobsstigi, hvítur Blómstrar hvítu upp úr miðju sumri. Oft í kringum 60cm en getur orðið hærri. Þrífst vel í allri garðmold, en vill helst ekki of mikinn skugga. Oft gott að gefa stuðning frá nærliggjandi plöntum, sérstaklega ef er ekki í góðu skjóli. FRÆ 0693
394 Meconopsis x sheldonii - Glæsiblásól Fagurblásól og garðablásól mynduðu saman þennan blending. Oft á bilinu 1/2 - 1 meter að hæð. Blómstrar bláu á miðju sumri. Kýs léttan og frjóan jarðveg, rakaheldinn en þó framræstan í sól. FRÆ 0697
395 Sorbus tenuis - Tágareynir Lítið tré eða runni í kringum 2metra hæð. Laufi svipar til koparreynis. FRÆ 0698
396 Stachys macrantha - Álfakollur Harðger, fjölær jurt. Lauf nokkuð hjartalaga. Blómstönglar í kringum 50cm háir, blómin rauðpurpura í ágúst. Léttur jarðvegur í sól eða hálfskugga. FRÆ 0699
397 Triglochin palustris - Mýrasauðlaukur Fjölæringur, harðger. Hæð 15-25 cm.Blóm fölbleik/ljósfjólublá í júní. Þrífst í rökum sendnum jarðvegi. FRÆ 0701
398 Trifolium pratense - Rauðsmári Fjölæringur, harðger. Hæð 20-40 cm. Blóm bleik í júlí -ágúst. FRÆ 0702
399 Tofieldia pusilla – Síkisgras Íslensk smájurt 5-10cm há, sígænt lauf, gulhvít blóm í axi. EITRUÐ JURT. Vex í móum og holtabörðum um land allt. FRÆ 0705
400 Tropaeolum peregrinum - Dvergflétta Sumarblóm. Klifurplanta. Blómstrar gulu. Ef sáð er inni í mars, blómstrar hún við góðar aðstæður megnið af sumrinu. Þarf sól og gott skjól. Getur náð 4metra hæð og þarf eitthvað til að halda sér í/klifra. Venjuleg garðmold dugar fínt. FRÆ 0707
401 Hypericum x inodorum - Gullrunna blendingur Fjölær blendingur gullrunna. FRÆ 0708
402 Paris quadrifolia - Ferlaufungur Friðuð, fjölær jurt. Oft 15-35cm hávaxin. Blómstrar gulgrænu í júlí og myndar dökkfjólublátt til svart aldin sem er eitrað. Þrífst best í skjólgóðum og skuggsælum stöðum. Finnst oft í skógarbotnum. FRÆ 0709
403 Primula auricula - Mörtulykill Fjölær jurt, 10-20cm. Blómstrar fallegum gulum blómum í maí/júní. Sól/hálfskuggi. Meðalrök og frjó garðmold er oftast fín. FRÆ 0710
404 Pulsatilla rubra - Kálfabjalla Kálfabjöllur blómstra að vori fallegum rauðpurpura lituðum bjöllublómum. Einnig til í rauðum með brúnum eða svörtum tónum. Vill léttan og vel framræstan jarðveg, en ágætt að sé nokkuð húmúsríkur. Blómstrar best í fullri sól. Oft 20-30cm há en getur orðið FRÆ 0712
405 Rosa elliptica - Keilurós Villirós upprunnin í mið-Evrópu. Harðger. Getur náð 2m hæð. Blómstrar mest í sól en getur verið í hálfskugga. Vill ekki of blautan jarðveg og er hrifin af kalkríkum jarðvegi. Blómstrar bleiku. Getur þroskað nýpur.Nýpa. FRÆ 0713
406 Saxifraga x urbium - Postulínsblóm Fjölær jurt af steinbrjótsætt. Blendingur skuggasteinbrjóts, líkist honum mjög og oft ruglað við hann. Blómstrar hvítum blómum með rauðum doppum megnið af sumrinu. Finnst oft í steinhæðum, en er einnig kátur með heldur rakari jarðveg í sól og hálfskugga. FRÆ 0715
407 Succisa pratensis - Stúfa (púkabit) Fjölær jurt, oft í kringum 20-30cm, blómstrar ljósfjólubláum blómum í júlí/ágúst. Vex villt syðst á landinu. FRÆ 0717
408 Trillium sessile - Doppuþristur Fjölær jurt. 15-30cm. Best í hálfskugga í djúpu, rökum en framræstum, frjóum, húmusríkum jarðvegi. Tilvalin í skógarbotn. Blómstrar djúpvínrauðu að vori eða snemma sumars. Laufin aðeins mynstruð. Þristar taka sér oft dágóðan tíma til að koma sér vel fyri FRÆ 0718
409 Trillium kurabayashii - Þristategund án íslensks heitis Fjölær jurt. 30-40cm. Best í hálfskugga í djúpu, rökum en framræstum, frjóum, húmusríkum jarðvegi. Tilvalin í skógarbotn. Blómstrar djúpvínrauðu að vori eða snemma sumars. Laufin aðeins mynstruð. Þristar taka sér oft dágóðan tíma til að koma sér vel fyri FRÆ 0719
410 Pinguicula vulgaris - Lyfjagras Gömul fjölær lækningajurt. 5-10cm há. Blómstrar júní/júlí bláum blómum. Algeng í mólendi. FRÆ 0721
411 Rosa amblyotis - Hverarós Rós upprunnin við Kamchatka. Þrífst almennt vel hér á landi. Harðger. Blómstrar rauðum til bleikum einföldum blómum í júlí/ágúst. Getur þroskað nýpur. Vel framræstan og ekki of þurran jarðveg, nokkuð frjóan, í sól.Nýpa. FRÆ 0722
412 Galium boreale - Krossmaðra Krossmaðra er allt að 25cm há og blómstrar hvítum blómum í júlí. Rótin notuð til litunar. FRÆ 0724
413 Meconopsis racemosa - blásól án ísl. Heitis Mynd má t.d. sjá hér: https://www.plant-world-seeds.com/store/view_seed_item/2796 FRÆ 0726
414 Anethum graveolens 'Dukat' - Dill 'Dukat'

Dill. 80 cm há. Matjurt

FRÆ 0727
415 Brassica rapa var. Japonica - Mizuna salat

Matjurt. 30 cm há planta með dökkgrænum, gljáandi og skörðóttum blöðum. Hvítir stilkar með mildu sinnepsbragði. Góð krydduð viðbót við salatblönduna.

FRÆ 0728
416 Curcubita pepo 'Ambassador' - Dvergkúrbítur 'Ambassador'

Matjurt. Kraftmikil planta með dökk græn kúrbít aldin. Karl- og kvenblóm sem þarf að frjóvga.

FRÆ 0729
417 Curcubita pepo - Skraut grasker

Mislit skraut grasker, flöskulaga. Klifurplöntur sem þurfa mikið pláss en rætur geta verið viðkvæmar við útplöntun. Þurfa langan vaxtartíma þannig að gróðurhús myndi henta við ræktun. Matjurt.

FRÆ 0730
418 Cymbopogon flexosus - sítrónugras (Lemon grass)

Sítrónugras. Tilvalið í matreiðslu. Spírun getur verið stopul. Matjurt.

FRÆ 0731
419 Thalictrum alpinum - Brjóstagras Fjölæringur, harðger. Blóm lítil fjólublá í maí - júní. Hæð 5 - 20 cm. Kjörlendi holt, hlíðar oggrasbalar. FRÆ 0735
420 Raphanus sativus - Radísa ´Cherrie Belle´

Matjurt. Fallegar rauðar, kringlóttar radísur.

FRÆ 0736
421 Petroselinum crispum 'Bravour - Steinselja 'Bravour'

Matjurt. Kröftug planta sem getur gefið góða uppskeru. Háir stilkar og krulluð blöð.

FRÆ 0737
422 Ocimum basilicum 'Sweet Genovese' - Basilika 'Sweet Genovese'

Matjurt. Klassísk basilika. Stór, kúpt blöð og bragðgóð. 40 cm.

FRÆ 0738
423 Picea x Lutzii-Sitkabastarður Sitkabastarður er blendingur af hvítgreni og sitkagreni. Fyrir vikið má reikna með að hann hafi eiginleika beggja, en breytilegt hvort það er að mestu hvítgreni eða sitkagreni, eða nokkuð jafnskipt. Þetta er þó alltaf stórvaxið tré og hefur oftast betra þ FRÆ 0742
424 Pinus mugo-Fjallafura (dvergfura, heiðafura) Fjallafura, heiðafura og dvergfura er í raun sama plantan, en getur verið mjög breytileg og hefur því verið flokkað í fleiri en eitt afbrigði. Getur vaxið upp sem einstofna tré og er þá vanalega kallað heiðafura. Oftar þó sem margstofna runni, mis-skriðul FRÆ 0743
425 Tsuga mertensiana - Fjallaþöll Fjallaþöll vill helst vaxa upp í skugga og skjóli, t.d. umkringd öðrum, stærri trjám. Vex mjög hægt, en getur orðið ansi stórt tré. Fjallaþöll og Marþöll virðast sleppa við flest það sem hrjáð getur barrtré hér á landi og eru auk þess langlíf tré og mjög FRÆ 0744
426 Pinus contorta - Stafafura Stafafura er eflaust algengasta furan hér á landi og amk sú duglegasta. Með þessari furu er óþarfi að setja næringarríka mold, því hún myndar góða svepprót og vísbendingar eru um að hún fagni jafnvel samlífi við niturbindandi gerla. Stafafuran vex vel á r FRÆ 0745
427 Daucus carota ´Rainbow´-Gulrætur ´Rainbow´

Matjurt. Gulrætur blandaðir litir, appelsínugular, gular og hvítar.

FRÆ 0747
428 Daucus carota 'Red sun'-Gulrætur 'Red sun'

Matjurt. Gulrætur rauðar

FRÆ 0748
429 Allium oreophilum - Rósalaukur Fjölær laukplanta. Hæð 10-30 cm. Bleik blóm í júlí. Laufið sölnar að blómgun lokinni. Þrífst í sól og frjóum léttum framræstum jarðvegi. Harðgerður og auðræktaður. Laukætt/Alliaceae FRÆ 0749
430 Aster himaliaicus - Himalajastjarna Fjölær. Hæð 15-25 cm. Blóm fjólublá með gulri miðju í ágúst. Þrífst í sól og næringarríkum léttum vel framræstum jarðvegi. Asteraceae/Körfublómaætt FRÆ 0750
431 Campanula carpatica blue-Hjartaklukka blá/fjólublá Fjölær. Hæð 30-45 cm. Blóm fjólublá í júlí-september. Þrífst í næringarríkri rakaheldinni en vel framræstri garðamold í sól eða litlum skugga. Blómstrar mikið. Getur þurft uppbindingu eða gott pláss til að dreifa úr sér. Harðgerð en getur verið skammlíf. FRÆ 0751
432 Campanula glomerata - Höfuðklukka Fjölær. Hæð 30-50 cm. Fjólublá blóm í júlí-ágúst. Þarf næringarríkan léttan rakaheldinn jarðveg í sól eða etv. hálfskugga. Harðgerð og auðræktuð. Höfuðklukkan getur sáð sér nokkuð út. Bláklukkuætt/Campanulaceae. FRÆ 0752
433 Campanula lactiflora-Mjólkurklukka hvít/fjólublá/ljósblá Fjölær. Hæð 70-120 cm. Blómstrar hvítum/fjólubláum/ljósbláum blómum í júlí og fram í september. Þrífst í sól eða etv. hálfskugga í rakaheldri næringarríkri léttri garðamold. Þarf stuðning. Harðgerð og blómviljug. Bláklukkuætt/Campanulaceae. FRÆ 0753
434 Geranium himalayense - Fagurblágresi Fjölær. Hæð 20-30 cm. Blómstrar stórum bláfjólubláum blómum með rauðleitum/dökkum æðum í frá lokum júní- ágúst. Þrífst í sól eða hálfskugga. Jarðvegur frjór rakur/rakaheldinn vel framræstur. Harðgerð planta. Blágresisætt/Geraniaceae FRÆ 0755
435 Geranium macrorrhizum - Ilmgresi Fjölær. Hæð 40-60 cm. Blóm bleik í júlí-ágúst. Þrífst í sól eða hálfskugga í næringarríkum léttum jarðvegi rakaheldum en vel framræstum. Harðgerð planta. Blágresisætt/Geraniaceae. FRÆ 0756
436 Luzula sylvatica - Lundahæra Fjölær. Hæð 30-70 cm. Blóm ljósbrúnleit í júlí. Þrífst best sól eða hálfskugga í rökum frekar súrum jarðvegi eða venjulegri garðamold. Harðgerð. Juncaceae/Sefætt FRÆ 0757
437 Geranium nodosum - Liðablágresi Fjölær. Hæð 40-50 cm. Blóm frekar smá ljósfjólublá með dökkar æðar. Blómgun í júlí-september. Lauf ljósgræn glansandi. Þrífst í frjórri vel framræstri en rakaheldri garðamold í sól eða hálfskugga. Harðgert og blómstrar mikið. Blágresisætt/Geraniaceae FRÆ 0758
438 Potentilla thurberi 'Monarch´s Velvet' - Dreyramura Fjölær. Hæð allt að 80 cm. Blóm rauð með dekkri blettum í miðju í júlí-september. Þrífst í sól eða hálfskugga í frekar næringarríkum vel framræstum jarðvegi. Þarf uppbindingu. Harðgerð. Rósaætt/Rosaceae FRÆ 0759
439 Geranium palustre - Mýrablágresi Fjölær. Hæð 30-40 cm. Blóm skærbleik með dekkri æðar í júlí-september. Þrífst í sól eða etv. hálfskugga í léttum frjóum rakaheldum jarðvegi. Blágresisætt/Geraniaceae. FRÆ 0760
440 Phyteuma spicatum, creamy white - Klukkustrokkur, kremhvítur Fjölær. Hæð 30-60 cm. Blóm kremhvít í júlí. Þrífst í sól eða hálfskugga í næringarríkri léttri vel framræstri og rakaheldri garðmold. Bláklukkuætt/ Campanulaceae FRÆ 0761
441 Primula waltonii x florindae - Völvulykilsblendingur Fjölær. Hæð 40-50 cm. Blóm purpuralit í júní-júlí. Þrífst best í sól eða hálfskugga í næringarríkri rakaheldinni og vel framræstri garðamold. Harðgerð planta. Maríulykilsætt/Primulaceae FRÆ 0762
442 Geranium platypetalum - Diskablágresi Fjölær. Hæð 30-50 cm. Blóm fjólublá með dekkri æðum í júlí-ágúst. Þrífst í sól eða hálfskugga í næringarríkum léttum rakaheldum vel framræstum jarðvegi. Blágresisætt/Geraniaceae FRÆ 0763
443 Saxifraga oppositifolia*-Vetrarblóm/Vetrarsteinbrjótur* Fjölær. Hæð 5-20 cm. Blómstrar bleikum blómum í apríl-maí. Þrífst í sól og þurrum sendnum frekar rýrum jaðvegi. Hægvaxta en myndar með tímanum þúfu. Harðgerð planta. Steinbrjótsætt/Saxifragaceae FRÆ 0764
444 Saxifraga - Steinbrjótur Fjölær. Hæð 15-20 cm. Blóm hvít með rauðum doppum, blómstönglar 30-50 cm háir. Blómgun júní-júlí. Þrífst í sól og vel framræstum léttum jarðvegi. Steinbrjótsætt/Saxifragaceae. FRÆ 0765
445 Potentilla villosa - Loðmura Fjölær. Hæð 10-20 cm. Blóm gul í júní og fram í júlí. Grágrænt lauf. Þrífst í sól og sendnum vel framræstum jarðvegi. Harðgerð. Rósaætt/Rosaceae FRÆ 0766
446 Primula elatior pink - Huldulykill bleikur Fjölær. Hæð 15-25 cm. Blóm bleik í apríl-júní. Þrífst í sól eða hálfskugga í næringarríkri vel framræstri og rakaheldri etv. aðeins kalkríkri garðamold. Maríulykilsætt/Primulaceae FRÆ 0767
447 Tanacetum coccineum - Biskupsbrá ljósbleik Fjölær. 70-90 cm á hæð. Blómstrar ljósbleikum blómum með gulri miðju í júlí-ágúst. Þrífst í vel framræstum frjóum jarðvegi og sól. Þarf stuðning. Harðgerð og auðræktuð. Körfublómaætt/Asteraceae. FRÆ 0768
448 Tagetes patula - Flauelsblóm Sumarblóm. Hæð 15-20 cm. Blómstrar mikið. Þarf gott frárennsli og sól. Þolir ekki frost. Körfublómaætt/Asteraceae. FRÆ 0769
449 Primula vulgaris hybrid - Laufeyjarlykill, blendingur Fjölær. Hæð 15-20 cm. Blóm rauð/bleik í apríl-júní. Þrífst í sól eða hálfskugga í næringarríkri vel framræstri og rakaheldri etv. aðeins kalkríkri garðamold. Harðgerð planta en getur verið skammlíf. Maríulykilsætt/Primulaceae FRÆ 0770
450 Geranium sylvaticum v. Rosea* - Blágresi, bleikt* Fjölær. Hæð 20-30 cm. Blóm bleik í júní. Þrífst best í rakaheldum frekar næringarríkum jarðvegi í hálfskugga eða sól. Geraniaceae/Blágresisætt. Íslensk FRÆ 0774
451 Polemonium caeruleum - Jakobsstigi Fjölær. Blómstrar fjólubláum/bláum blómum frá lokum júní og fram í ágúst. Hæð 60-90 cm. Þrífst í venjulegri garðamold vel framræstri en rakaheldri í sól eða hálfskugga. Harðgerður og blómviljugur. Getur þurft stuðning. Sáir sér aðeins. Jakobsstigaætt/Pole FRÆ 0775
452 Pulsatilla vulgaris - Geitabjalla Fjölær. Hæð allt að 40 cm. Blóm fjólublá í maí-júní. Þrífst í sól og frjóum rakaheldum jarðvegi. Þarf gott frárennsli. Harðgerð. Sóleyjaætt/Ranunculaceae. Plantan er eitruð. FRÆ 0776
453 Anemone blanda - Balkansnotra blanda Fjölær hnýði. Harðgerð planta 10-20 cm á hæð. Blómstrar í apríl-maí. Þrífst í léttum vel framræstum jarðvegi í sól eða hálfskugga. Sóleyjarætt/Ranunculaceae FRÆ 0778
454 Campanula persicifolia-Fagurklukka Fjölær harðgerð en oft skammlíf. Hæð 50-80 cm, þarf stuðning. Blómin stór blá/fjólublá í júlí-september. Þrífst best í sól og léttum næringarríkum jarðvegi vel framræstum en rakaheldum. Bláklukkuætt/Campanulaceae FRÆ 0779
455 Cotoneaster horizontalis-Hengimispill Hægvaxta harðgerður runni. Hæð um 30-40 cm og breidd allt að 180 cm. Þarf skjólgóðan og sólríkan vaxtarstað. Jaðrvegur vel framræstur eða sendinn nokkuð næringarríkur. FRÆ 0781
456 Digitalis purpurea 'alba' - Fingurbjargarblóm hvítt Tvíær harðgerð planta. Hæð 80-120 cm. Hvít blóm, blómstrar á seinna ári. Þrífst í sól eða hálfskugga. Þarf uppbindingu. Mjög eitruð planta. Græðisúruætt/Plantaginaceae FRÆ 0782
457 Dianthus deltoides-Dvergadrottning, rauð Fjölæringur. Hæð um 20 cm. Blóm rauð í júlí-ágúst. Þrífst best í sól og sendnum vel framræstum jarðvegi. Frekar harðgerð en getur verið skammlíf. Hjartagrasaætt /Caryophyllaceae FRÆ 0783
458 Picea omorika - Serbíugreni Sígrænt tré. Getur orðið nokkuð hátt 10-20 m. Mjóslegin króna. Þrífst best í sól og í léttsúrum næringarríkum rakaheldum jarðvegi. Þarf skjól. Hætt við haustkali. Þallarætt/ Pinaceae FRÆ 0784
459 Spiraea hayatana - Kvistur án ísl. heitis Runni ættaður frá Taiwan sem verður um það bil 60-100 cm á hæð. Blóm hvít með rauðri/dökk bleikri miðju. Þrífst best í sól eða hálfskugga og venjulegri garðamold. Lítil reynsla. FRÆ 0789
460 Alcemilla alpina* - Ljónslappi* Fjölær íslensk planta. Hæð 5-25 cm. Blóm gulgræn í júní. Þrífst í malarjarðvegi, steinahæð eða þurri mómold í sól. Rósaætt/Rosaceae FRÆ 0790
461 Aquilegia x hybrida - Garðavatnsberi, blandaðir litir Fjölær. Hæð 60-80 cm. Blómgun júní-júlí. Blandaðir blómlitir. Þrífst best í sól eða hálfskugga og venjulegri garðamold léttri rakaheldinni en vel framræstri. Fræi sáð við 20° C. Spírun óregluleg allt að nokkrum mánuðum. Vatnsberar eru almennt harðgerðir o FRÆ 0792
462 Arabis caucasica, white - Garðskriðnablóm, hvítt Fjölær. Hæð allt að 30 cm. Blómstrar hvítum blómum í maí-júní og stundum aftur að hausti. Þarf sólríkan vaxtarstað. Kýs vel framræstan frekar þurran kalkríkan jarðveg. Blómstrar mikið. Harðgerð. Krossblómaætt/Brassicaceae. FRÆ 0793
463 Astrantia carniolica rubra - Alpasveipstjarna, rauð Fjölær. Hæð allt að 50 cm. Blómstrar rauðum blómum í júlí-ágúst. Kýs næringarríkan léttan rakaheldann en vel framræstann jarðveg í sól eða hálfskugga. Harðgerð. Sveipjurtaætt/Apiaceae FRÆ 0794
464 Cynoglossum nervosum - Refatunga Fjölær. Hæð 30-70 cm. Blómstrar bláum blómum í júní-júlí. Kýs lífefnaríkann rakaheldinn léttann jarðveg. Þarf sólríkann stað í nokkru skjóli. Harðgerð og blómstrar mikið. Boraginaceae FRÆ 0796
465 Delphinium x cultorum - Riddaraspori, fjólublár Fjölær. Hæð 90-150 cm. Blóm fjólublá/dökkblá í júlí-ágúst.  Þrífst í sól eða hálfskugga í næringarríkri en vel rakaheldri framræstri garðamold, nýtur góðs af húsdýraáburði að hausti og fljótandi áburði að sumri. Þarf stuðning og skjólgóðan stað. Riddarasp FRÆ 0797
466 Delphinium x cultorum - Riddaraspori, ljósfjólublár Fjölær. Hæð 90-150 cm. Blóm ljósfjólublá í júlí-ágúst.  Þrífst í sól eða hálfskugga í næringarríkri en vel rakaheldri framræstri garðamold, nýtur góðs af húsdýraáburði að hausti og fljótandi áburði að sumri. Þarf stuðning og skjólgóðan stað. Riddaraspori FRÆ 0798
467 Eranthis hyernalis - Vorboði Fjölær. Hæð um 10-15 cm. Blóm gul í mars-apríl. Þrífst í sól eða hálfskugga í frjóum kalkríkum og vel framræstum rakaheldum jarðvegi. Þolir ekki þurrk og getur verið skammlífur. Öll plantan er eitruð. Sóleyjaætt/Ranunculaceae FRÆ 0799
468 Iris vetisulata - Íris, dökkblá Fjölær. Íris af óþekktum uppruna. Hefur reynst harðgerð. Sverðliljuætt/Iridaceae FRÆ 0800
469 Ligularia przewalskii - Turnskjöldur Fjölær. Hæð 100-150 cm. Blóm gul frá miðjum júlí-ágúst. Þrífst í rakaheldum frjóum jarðvegi í sól eða hálfskugga. Harðgerður. Körfublómaætt/Asteraceae FRÆ 0801
470 Muscari botryoides - Perlulilja Fjölær laukjurt. Hæð 15-20 cm. Blómin blá/himinblá í apríl-maí. Þrífst í næringarríkri léttri garðamold í sól eða hálfskugga. Harðgerð og auðræktuð. Aspasætt/Asparagaceae FRÆ 0803
471 Scilla hispanica/Hyacinthoides hispanica - Spánarklukkulilja/Spánarlilja, blá Fjölær laukplanta. Hæð 20-30 cm. Blómstrar bláum blómum í maí-júní. Þrífst í næringarríkum léttum rökum en vel framræstum jarðvegi í sól eða hálfskugga. Aspasætt/Asparagaceae FRÆ 0805
472 Tanacetum coccineum - Biskupsbrá, „Eilieen May Robinson“ Fjölær. Hæð 60-75 cm. Blóm fölbleik með gulri miðju í júlí-ágúst. Þrífst í sól og næringarríkum vel framræstum léttum jarðvegi. Þarf stuðning. Harðgerð. Körfublómaætt/Asteraceae FRÆ 0806
473 Tulipa turkestanica - Dalatúlipani Fjölær laukplanta. Hæð 15-30 cm. Blómstrar hvítum blómum með gulri miðju í apríl-júní. Þrífst í léttum vel framræstum sendnum jarðvegi nokkuð frjóum. Nokkuð harðgerður. Liljuætt/Liliaceae FRÆ 0807
474 Allium cernuum var. nanum-Hvolflaukur hvítur/bleikur Bjöllulaga hvít/ bleik blóm hangandi á bognum stilkum, 30-40 saman í sveip, í júní-júlí. Hæð 40-70 cm. Harðger. Þrífst best á sólríkum stað í næringarríkum og rökum jarðvegi. Hentar í steinhæðir. FRÆ 0808
475 Armeria maritima 'Leucheana Splendens' - Geldingahnappur 'Leucheana Splendens' Blóm sterkrósrauð. Steinhæðajurt - 10-12 cm, blaðhvirfingar saman á langri stólparót, rósrauð blóm, þarf malarborinn jarðveg. FRÆ 0809
476 Delphinium x cultorum blue-Riddaraspori, ljósblár Fjölær. Hæð 90-150 cm. Blóm ljóblá í júlí-ágúst.  Þrífst í sól eða hálfskugga í næringarríkri en vel rakaheldri framræstri garðamold, nýtur góðs af húsdýraáburði að hausti og fljótandi áburði að sumri. Þarf stuðning og skjólgóðan stað. Riddaraspori er bre FRÆ 0810
477 Delphinium x cultorum dark blue-Riddaraspori, dökkblár Fjölær. Hæð 90-150 cm. Blóm fjólublá/dökkblá í júlí-ágúst.  Þrífst í sól eða hálfskugga í næringarríkri en vel rakaheldri framræstri garðamold, nýtur góðs af húsdýraáburði að hausti og fljótandi áburði að sumri. Þarf stuðning og skjólgóðan stað. Riddarasp FRÆ 0811
478 Senecio Polyodon - Ekki með íslenskt nafn Fjölær. Lítil reynsla. Gæti verið viðkvæm hér á landi og ekki lifað mörg ár, jafnvel orðið einær. Blómstrar á fyrsta ári og því að lágmarki hægt að hafa sem sumarblóm. Blómstrar duglega, fallega bleik-fjólubláum blómum síðsumars. FRÆ 0812
479 Allium senescens - Fjallalaukur Fjölæringur. Hentar í steinhæðir og þrífst prýðilega hérlendis. 20-60 cm á hæð. Blóm lítil í þéttum sveip rósbleik að lit. Blómstrar í júlí. FRÆ 0813
480 Exochorda x macrantha ´The Bride´ - Perlurunni 'The Bride´ Hvít blóm í stórum klösum í júní-júlí. Stór runni með slútandi greinar. Þarf sólríkan vaxtarstað. FRÆ 0816
481 Phyteuma comosum - Huldustrokkur Hæð 5-15 cm. Blómkollar tiltölulega stórir með rauðfjólubláum blómum sem eru ljósleit neðan til og með víðum poka en pípan er dökkfjólublá efst. Blómgast í ágúst FRÆ 0818
482 Skrautgrös Ýmis skrautgrös FRÆ 0821
483 Trollius europaeus - Gullhnappur Harðger. Þolir hálfskugga. 30 - 60 cm á hæð. Blómgast í júní. Blóm stök á stöngulendum sítrónugul. Djúpur, frjór, meðalrakur jarðvegur. FRÆ 0823
484 Phlox drummondii - Sumarljómi

Sumarblóm. Viðkvæmur. Hæð 10-15 cm. Þarf sólríkan stað og rakaheldin frjósaman jarðveg.  Forsáð inni við stofuhita í mars. Sáð mjög grunnt, ca 1-2mm. Hæð: ca 20-30cm. Best í góðri sól. Ýmsir litir.

FRÆ 0825
485 Linum catharticum* - Villilín*

Einær og  fíngerð, fremur lítil jurt af línætt með sérlega granna stöngla.  Ekki mjög víða á landinu. Villilin vex einkum á láglendi innan um annan gróður í graskendum móum og hlíðum, stundum einnig í flögum. Hæsti skráður fundarstaður er í Víkurskarði

FRÆ 0828
486 Linum tenuifolium - Nálalín

Fjölær, etv. viðkvæm hér á landi. Hæð allt að 30 cm. Blóm fölbleik með dekkri æðar í júlí-ágúst. Þrífst í vel framræstum jarðvegi til þurrum.

Ein af um 200 tegundum af Linaceae-ættkvísl. Heimkynni í tempraða beltinu. Af þessari sömu ættkvísl er l

FRÆ 0829
487 Galeopsis tetrahit - Garðahjálmgras

Fremur sjaldgæfur slæðingur sem einkum vex við bæi og í þéttbýli. Algengara á Suðvesturlandi en annars staðar á landinu.

FRÆ 0834
488 Luzula luzuloides - Kjarrhæra

Af sefætt. Hefur þrifist vel í Lystigarðinum á Akureyri. Auðvelt að fjölga með skiptingu. Í beð með fjölærum jurtum, eða í beð með runnum.

FRÆ 0836
489 Stachys recta - Galtarljós

Fjölær. Hæð 40 cm. Blóm fölgul í júlí - september. Þrífst í þurrum jarðvegi og sól.

FRÆ 0838
490 Scrophularia nodosa - Hnúðrót

Hávaxin (60-80 cm háir stönglar). Blómin lítil og dökkrauðbrún. Harðgerð, þrífst ágætlega í Lystigarðinum á Akureyri. Gömul og merkileg lækningajurt.

FRÆ 0841
491 Silene dioica - Dagstjarna

Í hópi fjölærra hjartagrasa. Algeng garðjurt. Dagstjarna er „sérbýlisplanta“, þ.e. sumar plöntur bera eingöngu kvenblóm, aðrar aðeins karlblóm. Kvenplönturnar mynda ógrynni af fræi og sá sér út um allt. Garðeigendur kjósa því frekar karlplöntur er þess

FRÆ 0842
492 Teucrium chamaedrys - Hertogadraumur

Varasöm planta. Skyldari runna en blómum. Blóm þessarar plöntu hafa verið notuð í te, jurtahylki og heilsudrykki. Heilsubúðir (erlendis) hafa auglýst þessar afurðir úr germander sem skaðlausa megrunaraðferð. Vafi talinn leika á sakleysi plöntunnar.

FRÆ 0844
493 Townsendia rothrockii - Kögursólbikar Fjölæringur. Hæð allt að 10 cm. Blóm hvít eða fölbleik. Þarf gott frárennsli. Lítið reynd planta. FRÆ 0845
494 Schizanthus x wisetonensis - Paradísarblóm Sumarblóm. Þarf frekar sólríkan vaxtarstað og sendinn jarðveg/eða mjög gott frárennsli. Harðgert og blómstrar mikið. FRÆ 0846
495 Paeonia veitchii var. Woodwardii - Lotbóndarós Fjölæringur. 30-50 cm hár. Blóm ljósbleik í júlí. Lauf ljósgrænt og glansandi. Myndar þéttan, blómviljugan brúsk með tímanum. Sól eða lítill skuggi. Lífefnaríkur vel framræstur jarðvegur. Sjaldgæf undirtegund. FRÆ 0847
496 Glaucidium palmatum f. album - Bláskjár, hvítblóma Fjölæringur. Hæð allt að 40 cm. Blóm hvít í lok maí-júní. Þrífst best í hálfskugga. Þrífst best í næringarríkum, djúpum og rakaheldum jarðvegi. FRÆ 0848
497 Vaccinium myrtillus* - Aðalbláberjalyng/Aðalbláber* Íslensk fjölær planta. Hæð 20-30 cm. Blómgast frá miðjum maí-júní. Blá ber í ágúst-september. Stundum svört bert kallast þá Aðalber. Þrífst best þar sem það hefur vetrarskýlingu af snjó eða öðrum gróðri. FRÆ 0849
498 Aquilegia karelinii - Melavatnsberi Fjölær en oft skammlífur. Hæð 75 cm. Blóm purpura/fjólublá fyrri hluta sumars. Þrífst í sól og rakaheldum en vel framræstum jarðvegi. Vatnsberar eru almennt harðgerðir og blómviljugir en blómstra ekki á fyrsta ári. Vatnsberar geta sáð sér talsvert og sé þ FRÆ 0850
499 Lathyrus filiformis-Þráðertur Fjölæringur. Hæð allt að 40 cm. Blómgast á vorin, blómin rauð-purpura til fjólublá á litinn. Þrífst best í frekar mögrum jarðvegi, vel framræstum og sól. Ertublómaætt/Fabaceae FRÆ 0852
500 Eriophorum scheuchzeri* - Hrafnafífa* Íslensk fjölær planta. Hæð 20-30 cm. Blómin með hvítum hárum. Þrífst í eða við votlendi. FRÆ 0853
501 Edraianthus serphyllifolia - Vantar íslenskt nafn Lágvaxin háfjallaplanta. Blóm fjólublá. Þarf sólríkan vaxtarstað og gott frárennsli, jarðvegur malar eða vikurblandaður. Bikarklukkur/Edraianthus af Bláklukkuætt/Campanulaceae. FRÆ 0854
502 Androsace sarmentosa var. primuloides - Heiðaberglykill Fjölær steinhæðajurt, 5-10 cm, sígrænar blaðhvirfingar. Myndar breiður/þúfur. Blóm bleik. Þrífst í frekar þurrum sendnum jarðvegi á sólríkum stað. FRÆ 0855
503 Androsace carnea - Fjallaberglykill Fjölær steinhæðajurt. Sígræn lágvaxinn þúfumyndandi planta um 10 cm á hæð. Blóm hvít að vori. Þrífst í grýttum vel framræstum jarðvegi og sól. FRÆ 0856
504 Androsace darvasica - Berglykill án ísl. heitis Fjölær steinhæðajurt. Sígræn lágvaxinn þúfumyndandi planta. Blóm hvít að vori. Þrifst í grýttum vel framræstum jarðvegi og sól. FRÆ 0857
505 Lilium jankae - Án íslensks heitis Laukplanta fjölær. Hæð 40-90 cm. Blóm gul. Þarf sólríkan vaxtarstað. Jarðvegur malar eða vikur blandaður en rakaheldur. Lítið reynd planta. FRÆ 0858
506 Agave parryi Best fyrir garðskála, en getur verið úti á sólríkum stað yfir sumarið. Þykkblöðungur frá Mexiko og SV-USA. Þolir þó vægt frost ef er ekki of blaut. Getur orðið ca 50-70cm há. Þarf sérstaklega gott frárennsli og mikla sól. Yfirborðssáð, spírar við birtu í FRÆ 0859
507 Aster chinensis / Sumarstjarna Tall Blue Pompon

Einær/sumarblóm. Forsáð inni við stofuhita, í lok febrúar/byrjun mars. Sáð mjög grunnt, ca 4-5mm. Áframræktað á svalari stað með nægri birtu. Að lokum vanið varlega við útiveruna eftir frosthættu. Getur náð 50-60cm hæð. Best í góðri sól.

FRÆ 0862
508 Aster chinensis 'Tall Paeony Duchess Yellow' - Sumarstjarna

Einær/sumarblóm. Forsáð inni við stofuhita, í lok febrúar/byrjun mars. Sáð mjög grunnt, ca 4-5mm. Áframræktað á svalari stað með nægri birtu. Að lokum vanið varlega við útiveruna eftir frosthættu. Getur náð 50-60cm hæð. Best í góðri sól.

FRÆ 0863
509 Campanula moesiaca - Serbaklukka Tvíær. Blómstrar síðsumars á seinna ári og deyr svo. Blómstöngull með klukkublómum, 30-60cm hár. Blómlitur hvítur, lillablár eða tónar þar á milli. Kýs vel framræstan jarðveg í sól eða hálfskugga og hentar því vel í steinhæð. Minnir nokkuð á höfuðklukku, FRÆ 0865
510 Campanula punctata 'Beetroot' - Dröfnuklukka 'Beetroot' Fjölær. Getur dreift sér með jarðrenglum og sáningu og hentar því vel í kringum skóglendi eða aðra staði sem hún getur fengið að dreifa úr sér og mynda breiður. Í görðum er best að hafa hana í pottum eða á þannig stað að hún geti lítið dreift úr sér. Mjög FRÆ 0866
511 Cosmos bipinnatus 'Doubleclick mix' - Brúðarstjarna Einær/sumarblóm. Forsáð inni við 15-20stiga hita í seinnihluta mars. Sáð mjög grunnt, ca 5mm. Hæð: ca 80-120cm FRÆ 0867
512 Cosmos bipinnatus 'Purity' - Brúðarstjarna Einær/sumarblóm. Forsáð inni við 15-20stiga hita í seinnihluta mars. Sáð mjög grunnt, ca 5mm. Hæð: ca 80-120cm FRÆ 0868
513 Dahlia 'Sunny Reggae' Ræktað sem sumarblóm. Myndar þó hnýði sem hægt er að taka inn yfir veturinn. Forræktað inni í mars og vanið við útiveru þegar frosthætta er liðin hjá. Blómlitur: blandaðir tónar af gulu/appelsínugulu/rauðu. Hæð 30-50cm FRÆ 0869
514 Digitalis ferruginea - Járnbjörg Fjölær planta af ættkvísl fingurbjarga. Þarf heldur meiri sól og hita en venjulegar fingurbjargir (Digitalis purpurea) og því best sett á stað sem fær sem mesta sól. Blómstrar á 2. eða 3. ári og lifir oftast áfram í amk einhver ár eftir fyrstu blómgun. Þa FRÆ 0870
515 Godetia 'Dwarf Jewel' mixed - Meyjablómi Einær/sumarblóm. Sáð grunnt (bara nokkra mm djúpt) inni í febrúar. Getur tekið upp í mánuð að spíra. Blandaðir blómlitir, hæð: 30cm FRÆ 0871
516 Cleretum bellidiforme (syn. Mesembryanthemum) - Hádegisblóm 'Magic Carpet' Einær/sumarblóm. Forsáð inni við 15-20gráðu hita í mars. Yfirborðssáð, með kannski 1mm mold stráð yfir. Áframræktað á svalari stað með nægri birtu. Vilja mjög sólríkan stað, en hafa ekki gott af mikilli vökvun. Hæð: 10cm (syn. Dorotheanthus bellidiformis) FRÆ 0872
517 Inula - Ógreint "sunnu" blóm (mögulega Goðasunna) Kýs þurran og frekar rýran jarðveg á sólríkum stað. FRÆ 0873
518 Lupinus hartwegii 'Avalune red-white' Lágvaxin einær lúpína/sumarblóm. Forsáð inni. FRÆ 0874
519 Lupinus nootkatensis - Alaskalúpína Fjölær. Alaskalúpína er 30 til 90 sentimetra há fjölær jurt af ertublómaætt. Hún ber blá eða fjólublá blóm. Alaskalúpína hefur lengi verið notuð í landgræðslu á Íslandi en er upprunalega frá Alaska. Náttúrufræðistofnun álítur alaskalúpínu ágenga tegund, s FRÆ 0875
520 Ligularia (ógreind) Mögulega skessuskjöldur eða turnskjöldur. Hæð ca 150cm. Gul blóm á stöngli. FRÆ 0878
521 Osmanthus fragrans semperflorens Fallegur, ilmandi runni frá Asíu. Sígrænn við réttar aðstæður. Of viðkvæmur utandyra hér á landi, þar sem hann þolir mjög lítið frost og vill heit sumur, en gæti verið fullkominn fyrir garðskála. Afbrigðið 'semperflorens' blómstrar sérlega mikið og er har FRÆ 0879
522 Osteospermum 'Limpopo mix' (Dimorphotheca sinuata) - Regnboði Einær/sumarblóm. Forsáð inni við 15-20stiga hita í apríl Sáð mjög grunnt, ca 5mm. Hæð: 30-45cm. FRÆ 0880
523 Penstemon barbatus - Skegggríma Fjölæringur. Harðgerð, en þó misjafnt hvort lifir af marga eða fáa vetur. Nýtur líklega góðs af vetrarskýli í formi langvarandi snjós eða álíka. Blómlitur rauður, blómstilkur frá 15cm upp í 60-70cm. Blómstrar síðsumars. Kýs léttan og vel framræstan jarðve FRÆ 0881
524 Penstemon hartwegii 'Sensation Mix' - Skarlatsgríma Sumarblóm. Hæð ca 30-50cm blómstöngull. Falleg blómin minna að sumu leyti á lágvaxin fingurbjargarblóm. Ýmsir litir. Þarf að forrækta inni við stofuhita og góða birtu. Sáð í mars. Blómstrar uppúr miðju sumri eða síðsumars, aðeins breytilegt eftir aðstæðum FRÆ 0882
525 Picea schrenkiana - Asíugreni Falleg grenitegund frá asíu, sjaldgæft að lendi í sitkalús. Vex frekar hægt og betri á skjólgóðum stað. FRÆ 0884
526 Pinus thunbergiana - japönsk svartfura Sérlega vinsælt tré fyrir bonsai og einnig sem garðtré mótað í Niwaki stíl. FRÆ 0885
527 Portulaca mix - Kampavínsblóm Einær/sumarblóm. Forsáð inni við 22gráðu hita í mars. Yfirborðssáð, með kannski 1mm mold stráð yfir. Áframræktað á svalari stað með nægri birtu. Hæð: 15cm Mjög viðkvæmt fyrir mikilli vætu og ónægri loftun. FRÆ 0886
528 Raphanus sativus - Radísur 'Blue Moon'

Matjurt. Radísur, bláar að innan sem utan. Best er að sá radísum beint út, án forræktunar.

FRÆ 0887
529 Verbascum bombyciferum 'Arctic Summer' - Án ísl. heitis Tvíær. Fyrsta árið blaðvöxtur, seinna árið blómstöngull. Öruggast að skýla yfir veturinn. Kýs sólríkan, þurran stað. Best ef forræktuð inni áður en sett er út í garð. Yfirborðssáning við stofuhita. Blómstöngull og blöð eru loðin, ekki ósvipað lambseyra, b FRÆ 0890
530 Viburnum alnifolium/lantanoides - Elgsrunni Blaðfallegur, blómstrandi runni. Blómstrar snemmsumars hvítum til ljósbleikum sveipum sem minna á smærri útgáfu af hortensíu blómum. Myndar æt rauð ber, sem verða svo svört þegar eru fullþroska. Fallegir rauðir haustlitir. Kýs næringarríkan, rakan jarðveg FRÆ 0891
531 Yucca baccata Frostþolin yucca. Þegar hún er orðin sæmilega stór og sterk og búin að koma sér fyrir er þessi sögð þola 15stiga frost, en jafnvel niður í 25stiga frost. Lykilatriði þar er þó að hún sé alveg varin frá vetrarvætu, sé staðsett þannig að væta renni öll frá FRÆ 0892
532 Zinnia Elegans 'Early Wonder' - Drottningarfífill Einær/sumarblóm. Forsáð inni við stofuhita í mars. Sáð mjög grunnt, ca 3mm. Hæð: 30-100cm. Best í góðri sól á heitum stað, í skjóli frá vindum og rigningu. Ýmsir litir. FRÆ 0894
533 Zinnia elegans 'Pinwheel mix' - Drottningarfífill Einær/sumarblóm. Forsáð inni við stofuhita í mars. Sáð mjög grunnt, ca 3mm. Hæð: 30-100cm. Best í góðri sól á heitum stað, í skjóli frá vindum og rigningu. Ýmsir litir. FRÆ 0895
534 Zinnia Elegans 'Queen Red Lime' - Drottningarfífill Einær/sumarblóm. Forsáð inni við stofuhita í mars. Sáð mjög grunnt, ca 3mm. Hæð: ca 60cm. Best í góðri sól á heitum stað, í skjóli frá vindum og rigningu. Rauðleit með limegrænum tónum. FRÆ 0896
535 Zinnia haageana 'Aztec Sunset' - Drottningarfífill Einær/sumarblóm. Forsáð inni við stofuhita í mars. Sáð mjög grunnt, ca 3mm. Hæð: 20-30cm. Best í góðri sól og skjóli frá vindum og rigningu. FRÆ 0897
536 Kartöflufræ - Blálandskeisari op Matjurt. Kartöfluyrkið Blálandskeisari (Shetland blue) gefur af sér nokkuð stórar og aðeins flatvaxnar mjölmiklar kartöflur með fjólublátt hýði. Fræin koma úr aldinum kartöflugrasa af þessu yrki en í nálægð við yrkið var fjöldi annarra yrkja ræktaður svo FRÆ 0898
537 Daucus carota 'Aron' - Gulrætur Matjurt. Fljótsprottnar appelsínugular gulrætur, stuttar og bústnar. Bragðgóðar. FRÆ 0899
538 Rosa '1717' op - Beðrós, margir litir

Beðrós, margir litir. 2020 (Prairie Mix #1) Fræ frá Kanada. Nýpa.

FRÆ 0900
539 Rosa '1740' op - Beðrós, margir litir

Beðrós, margir litir. 2020 (Prairie Mix #2) Fræ frá Kanada.Nýpa.

FRÆ 0901
540 Rosa '1901' op - Beðrós, margir litir

Beðrós, margir litir. 2020 (Prairie Mix #3). Fræ frá Kanada. Nýpa.

FRÆ 0902
541 Rosa '1920' op - Beðrós, margir litir

Beðrós, margir litir. 2020 (Prairie Mix #4) Fræ frá Kanada. Nýpa.

FRÆ 0903
542 Rosa 'Agnes Victoria' op - Beðrós, margir litir

Beðrós, margir litir. 2020. Fræ frá Kanada. Nýpa.

FRÆ 0904
543 Rosa 'Gay Centennial' op - Beðrós, margir litir Beðrós, margir litir. 2020. Fræ frá KanadaNýpa. FRÆ 0906
544 Rosa 'Kelowna Coral' op - Beðrós, margir litir Beðrós, margir litir. 2020. Fræ frá Kanada Nýpa. FRÆ 0907
545 Rosa 'Never Alone' op - Beðrós, margir litir Beðrós, margir litir. 2020. Fræ frá KanadaNýpa. FRÆ 0909
546 Rosa 'Oscar Peterson' op - Beðrós, margir litir op Beðrós, margir litir. 2020. Fræ frá Kanada Nýpa. FRÆ 0910
547 Rosa 'Oscar Peterson' op op - Beðrós, margir litir op op Beðrós, margir litir. 2020. Fræ frá Kanada. Nýpa. FRÆ 0911
548 Veronica prostrata - Dvergdepla Fjölær. Ljósblá blóm,  hæð allt að 20 cm. Blómstar í júní-júlí. Þrífst í sól eða hálfskugga og í léttum vel framræstum sandblönduðum jarðvegi sem er frekar rýr. FRÆ 0914
549 Lewisia Longipetala 'Little Mango' - Án ísl. heitis Fjölær. Sígræn planta allt að 15 cm á hæð. Blómin sterkgul. Blómstar í maí- júní. Blómin standa lengi. Þrífst best í næringaríkum rakaheldum en vel framræstum jarðvegi í sól. Montiaceae/Fjallablöðkur FRÆ 0916
550 Daucus carota - Gulrætur Matjurt. Fljótsprottnar gulrætur. FRÆ 0918
551 Helleborus Orientalis Hybr. Mixture - Fösturós Fjölær. Hæð allt að  45 cm. Blandaðir litir. Blómgun snemma vors.  Hálfskuggi. Eitruð planta. FRÆ 0920
552 Kartöflufræ - High Dormancy Diploid Mix Matjurt. Botanisk fræ af Solanum tuberosum. Kartöflufræ af tvílitna kartöflum ,,high dormancy” þetta eru mjög fjölbreyttar kartöflur, nokkuð primitivar í útliti og í ýmsum litum og formum. Það þarf að forrækta og kostur að hafa gróðurhús til þess. Í FB hó FRÆ 0921
553 Acaena microphylla - Þyrnihnetulauf Harðgerð, skriðul planta. Þrífst í léttum, vel framræstum jarðvegi. Þolir hálfskugga. Laufið dökkgrænt og aldinið rauðþyrnótt. Falleg þekjuplanta. Blómstrar bleiku í júlí - ágúst FRÆ 0922
554 Aconitum lycoctonum ssp. neapolitanum - Gulhjálmur Fjölær. Blómstrar fölgulum blómum í júlí-ágúst. Þrífst best í sól en þolir hálfskugga. Jarðvegur næringarríkur, rakaheldinn og vel framræstur. Allir hlutar plöntunnar eru EITRAÐIR FRÆ 0923
555 Actaea erythrocarpa - Dísaþrúgur FRÆ 0924
556 Alchemilla faeroensis* - Maríuvöttur* Blóm maríuvattar eru lík blómum ljónslappans, nema utan-bikarfliparnir eru lengri, oft um helmingi styttri og mjórri en utanbikarblöðin. Stofnblöðin eru á 3-12 sm löngum stilk, stilkurinn með aðlægum hárum. Blaðkan er fremur lítil, 3-7 sm breið, djúpskert FRÆ 0925
557 Allium cyanthophorum var. farreri - Bikarlaukur Fjölær. Lágvaxinn og fíngerður. Blómin minna svolítið á blóm graslauks, en eru í einhliða sveip á bikarlauknum. Laufið er fíngert og minnir á gras. Hann er ágætlega harðgerður og þolir nokkurn skugga. FRÆ 0926
558 Allium zebdanense - Rökkurlaukur Fjölær laukjurt. Blómstrar í júní hvítu með rauðri miðtaug. Blóm stór á stuttum stilkum, 10-11 saman í sveip sem er 3-5 cm í þvermál. FRÆ 0927
559 Aloe aristat - Tannlilja Inniblóm FRÆ 0928
560 Androsace carnea ssp. rosea - Fjallaberglykill Fjölær steinhæðajurt. Blóm bleik að vori. Þrífst best á sólríkum vaxtarstað í vel framræstum jarðvegi. Myndar þéttar sígrænar þúfur, blómstrar mikið. Hentar vel í steinhæðir. FRÆ 0929
561 Anemona multifida 'Rubra' - Mjólkursnotra 'Rubra' Fjölær. Blóm dökkbleik í júní-júlí. Hæð allt að 30 cm. Þrífst best í næringarríkum og vel framræstum jarðvegi í sól en þolir vel hálfskugga. FRÆ 0930
562 Arrhenatherum elatius ssp. Bulbosum - Hnúðhafri Fjölær grastegund. Hæð um 80 cm. Þrífst í næringarríkum jarðvegi og sól. FRÆ 0931
563 Astrantia major 'Ruby Wedding' - Sveipstjarna 'Ruby Wedding' Fjölær. Hæð 60-70 cm. Blóm fjólurauð í júlí-ágúst. Þrífst í rakaheldum vel framræstum garðajarðvegi í sól eða hálfskugga. FRÆ 0932
564 Aurinia saxatile (syn. Alyssum saxatile) ' Sulphureum' - Bergnál 'Sulphureum' Fjölær. Hæð allt að 40 cm. Blóm gul til fölgul í júní-ágúst. Jarðvegur sendinn vel framræstur en rakaheldinn og meðal næringarríkur. Kýs sól. FRÆ 0933
565 Aurinia saxatilis - Bergnál Blómlitur gulur. Blómstrar í maí - júní. Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þrífst best í þurrum jarðvegi. Hentar í steinhæðir. Þolir illa umhleypinga. FRÆ 0934
566 Campanul rapunculoides - Skriðklukka Fjölær jurt. Hæð 60-100 cm. Blóm ljósblá, stöku sinnum hvít, í ágúst. Kjörlendir sól til hálfskuggi. FRÆ 0935
567 Campanula alliariifolia - Vaxklukka Fjölær jurt. Blómstar hvítu í júlí - ágúst. Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað eða hálfskugga. Gerir litlar kröfur til jarðvegs, gróskumikil og auðræktuð. FRÆ 0936
568 Campanula aucheri - Sunnuklukka Fjölær jurt. Blómstar fjólubláu í júní. Þarf sólríkan vaxtarstað. Sáð síðvetrar. Fræ ekki hulið og haft við 20°C fram að spírun. Spírar hægt, getur tekið 3 mánuði. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar. FRÆ 0937
569 Campanula cervicaria - Hálsaklukka Fjölær jurt FRÆ 0938
570 Campanula latifolia - Risaklukka, bland Fjölær, hæð 80-100 cm, blómgast í júlí, hentar í beð, þarf stuðning. FRÆ 0939
571 Campanula persicifolia - Fagurklukka, hvít Fjölær harðgerð en oft skammlíf. Hæð 50-80 cm, þarf stuðning. Blómin stór hvít í júlí-september. Þrífst best í sól og léttum næringarríkum jarðvegi vel framræstum en rakaheldum. Bláklukkuætt/Campanulaceae FRÆ 0940
572 Chlorophytum comosum 'Variegatum' - Veðhlaupari 'Variegatum' Inniblóm FRÆ 0941
573 Clematis macropetala - Síberíubergsóley Fjölær jurt. Bergsóley með dauf fjólubláum blómum, blómstar í júlí - ágúst. Vafningsviður sem hengja þarf upp. FRÆ 0942
574 Cortusa brotheri - Urðarskúfa Fjölær jurt. Svipar til alpabjöllu/alpaskúfu FRÆ 0943
575 Digitalis purpurea - Fingurbjargarblóm mix Tvíær harðgerð planta. Hæð 80-120 cm. Blandaðir litir, blómstrar á seinna ári. Þrífst í sól eða hálfskugga. Þarf uppbindingu. Mjög eitruð planta. Græðisúruætt/Plantaginaceae FRÆ 0944
576 Gentiana asclepiadea - Haustvöndur Fjörær jurt. 70-100 cm há. Blómstar bláu síðsumars. Sól itl hálfskugga. Þarf gott skjól. FRÆ 0945
577 Gentiana asclepiadea var alba - Haustvöndur, hvítur Fjörær jurt. 70-100 cm há. Blómstar hvítu síðsumars. Sól itl hálfskugga. Þarf gott skjól. FRÆ 0946
578 Hepatica transsylvanica - Kjarrblámi Fjölær jurt. Hæð 15 cm. Blómstrar hvítu í apríl - maí. Hentar vel í steinhæðir. Sól til háflskuggi. FRÆ 0947
579 Hieracium villosum - Sifjarfífill Fjölær. Hæð allt að 25 cm. Blóm gul frá miðjum júní til loka ágúst eða lengur ef tíð er góð. Laufblöð grágræn, hvítloðin og geta verið sígræn. Þrífst í sól eða hálfskugga í frekar þurri og vel framræstri og ekki of næringaríkri gaðamold. FRÆ 0948
580 Hippophae rhamnoides - Hafþyrnir Tré eða runni. Harðgerður. Hæð 2-4 m. Brún blóm, þarf bæði kvenkyns og karlkyns plöntu til að þroska ber. Appelsínugul ber að hausti. Júní. Vindþolin og saltþolin. Sólríkur vaxtarstaður. Jarðvegur djúpur, rakur og frjór. FRÆ 0949
581 Laburnum anagyroides - Strandgullregn Lauffellandi tré 5 - 7 m hátt. Blómstar guli síðla vors FRÆ 0950
582 Lonicera deflexiclayx - Gultoppur Tré eðarunni. Lauffellandi runni allt að 2 m. hár. Blómlitur gulur í júní-júlí. Rauð ber að hausti. Harðger, plássfrekur runni sem þarf reglulega snyrtingu. FRÆ 0951
583 Lonicera tatarica 'Arnold Red' - Rauðtoppur 'Arnold Red' Tré og r, 2-4 m. Blómin hvítgul til skærrauð vor eða sumar. Berin skarlatsrauð til appelsínugul. FRÆ 0952
584 Meconopsis - Blásól, blandað Fjölær jurt. Blásól, blandað FRÆ 0953
585 Muscari armeniacum - Demantslilja Laukplanta. Harðgerð. Hentar í steinhæðir. Blómin ilmandi. Blómstrar bláu í apríl - maí FRÆ 0954
586 Papaver orientalis - Tyrkjasól Fjölær jurt. Ofkringdur, appelsínugulur FRÆ 0955
587 Papaver nudicaule - Garðasól rauð Fjölæringur. Fremur hávaxin planta (25–40 sm) sem blómstrar rauðum blómum í júní. FRÆ 0956
588 Papaver somniferum - Draumsól Sumarblóm. Fyllt bleik blóm í júlí-ágúst. Þrífst í venjulegri garðamold á sólríkum vaxtarstað. Hægt að sá beint út að snemma að vori FRÆ 0957
589 Papaver somniferum- Draumsól Sumarblóm. Fjólublá einföld blóm í júlí-ágúst. Þrífst í venjulegri garðamold á sólríkum vaxtarstað. Hægt að sá beint úr snemma að vori FRÆ 0958
590 Papaver somniferum-Draumsól Sumarblóm. Fyllt rauð blóm í júlí-ágúst. Þrífst í venjulegri garðamold á sólríkum vaxtarstað. Hægt að sá beint úr snemma að vori FRÆ 0959
591 Penstemon rupicola 'Pink Dragon' - Rósagríma 'Pink Dragon' Fjölær. Bómstrar bleikum blómum í júni-ágúst. Hæð 15-20 cm. Þrífst í vel framræstum jarðvegi, nokkuð rakaheldum og í meðallagi frjóssömum í sól. FRÆ 0960
592 Phyteuma nigrum - Hrafnastrokkur Fjölær. Dökkfjólublá blóm með svarta slikju í júní-júli. Hæð 20-30 cm . Þrífst í venjulegri garðamold FRÆ 0961
593 Pilosella aurantiaca (syn. Hieracium aurantiacum) - Roðafíill Fjölær jurt 25-50 cm að hæð. Blómstar rauðgulu til appelsínugulu í júlí - ágúst. FRÆ 0962
594 Potentilla peduncularis - Satínmura Fjölær jurt 10-20 cm á hæð. Blómstrar gulu í júlí. FRÆ 0963
595 Primula florindae var rubra - Friggjarlykill, rauður Fjölær. Friggjarlykill er stærstur lykla sem ræktaðir eru hér á landi og geta blómstönglar farið yfir metershæð. Blómin bjöllulaga og saman í sveipum. Harðgerður og auðræktanlegur, kýs helst raka og frjóa mold. FRÆ 0964
596 Primula ioessa - Klukkulykill Fjölær. Hæð 20-30 cm. Blóm hvít til fjólublá í júlí. Þarf sólríkan vaxtarstað. Þolir hálfskugga. Þrífst best í rökum og næringarríkum jarðvegi. Þolir illa að þorna. Hentar í fjölæringabeð og í steinhæðir. FRÆ 0965
597 Primula vulgaris - Laufeyjarlykill Fjölær. Hæð 15-20 cm. Blóm ljósgul í maí. Þrífst í frjóum rakaheldum jarðvegi sem er vel framræstur og ekki of súr. Sól eða hálfskuggi. FRÆ 0966
598 Primula x pruhoniciana 'John Mo' - Elínarlykill 'John Mo' Fjölær. Hæð 15-20 cm. Blóm fölgul í apríl-maí. Þrífst í léttum næringarríkum og rakaheldum jarðvegi sem er vel framræstur. Kýs sól en þolir vel hálfskugga. FRÆ 0967
599 Prunus padus - Heggur Tré eða runni. Hæð allt að 10 m við bestu skilyrði. Blóm hvít maí-júní. Svört ber að hausti. Þrífst í venjulegri garðamold sem er rakaheldin og frjósöm. FRÆ 0968
600 Ranunculus acris - Brennisóley* Fjölær jurt. Blómstrar gulu FRÆ 0969
601 Ribes glandulosum - Kirtilrifs Lauffellandi jarðlægur, þekjandi runni. Laufgast í lok apríl – maí. Rauðir haustlitir. Blómin gulgræn í klösum. Lítt áberandi. Rauð æt rifsber þroskast strax í ágúst. Skuggþolið. FRÆ 0970
602 Ribes laxiflorum - Hélurifs Berjarunni. Hæð allt að 50 cm. Blóm bleik í júní-júlí. Berin blásvört, æt. Rauðir og rauðfjólubláir haustlitir. Skuggaþolinn. Útbreitt vaxtarlag og jarðlægar greinar geta skotið rótum. FRÆ 0971
603 Rosa 'Eos' op - Beðrós 'Eos' Móðurrós, einföld rauð, nýpa FRÆ 0972
604 Rosa nitida 'Dart's Defender' op - Brúðurós 'Darts Defender' op Beðrós, 1,5 m að hæð. Blóm hálffyllt bleik. Nýpa FRÆ 0973
605 Rosa rugosa 'Hansa' op - Hansarós Beðrós, 1,5 m að hæð. Nýpa FRÆ 0974
606 Saxifraga cuneifolia - Rökkursteinbrjótur Fjölær þekju- og steinhæðarplanta. Lágvaxinn en allt að 20 cm með blómum. Blóm hvít í júní-júlí. Þrífst vel í hálfskugga og þurrum rýrum jarðvegi. FRÆ 0975
607 Scabiosa columbaria f. nana 'Pincushion Pink' - Systrakarfa Fjölær. Harðgerð og blómviljug. Hæð 25-30 cm. Ljós bleik blóm í júlí og fram á haust. Þrífst í sól og venjulegum garðajarðvegi. FRÆ 0976
608 Sedum reflexum - Berghnoðri Fjölæringur. Mjög harðgerð, jarðlæg þekjuplanta sem blómstrar gulum blómum í ágúst. Getur vaxið í sól eða skugga. FRÆ 0977
609 Sempervivum tectorum - Húslaukur Fjölær. Sígrænn þekjuhúslaukur, 15-20 cm á hæð. Blóm í rauðbleikum lit í júlí-ágúst. Þrífst best í sendnum og vel framræstum jarðvegi í sól. FRÆ 0978
610 Sorbus chamaemespilus - Blikreynir Runni. Hæð allt að 2 m. Bleik blóm að vori. Berin rauð nokkuð stór. FRÆ 0979
611 Synthyris stellata - Stjörnulauf Fjölæar jurt 10-20 cm há. Blómstrar bláfjólubláum klukkulaga lútandi blómum í apríl-maí. Myndar fallegar blaðhvirfingar. Hálfskuggi til skuggi. Harðger FRÆ 0980
612 Tanacetum coccineum/roseum - biskupsbrá Fjölæringur skyldur Baldursbrá, rauðfjólublá. FRÆ 0981
613 Thuja koraiensis - Kóreulífviður Tré eða runni. FRÆ 0982
614 Trollius mixed - Gullhnappur, mix Blandaðir gullhnappar. FRÆ 0983
615 Trollus laxus - Engjahnappur Fjölær jurt 30-45 cm á hæð. Blómstar daufgulu í maí-júní. Sól til hálf skugga og hentar vel sem undirgróður í skógarbotnum. FRÆ 0984
616 Viola cornuta - Fjólur Sumarblóm. Fræi forsáð inni í febrúar. FRÆ 0985
617 Abies sibirica - Síberíuþinur Barrtré. Veinvaxtið einstofna tré með keilulaga krónu. Vex hægt. Þarf skjól í æsku. FRÆ 0986
618 Briza media - Hjartapuntur/Vetrarax 'Limouzi' Gras. Hjartalaga smáöx á breiðum hangandi löntum puntgreinum. 40-70 cm. há hæð. Blomstrar í júlí - ágúst FRÆ 0987
619 Kartöflufræ - Solanum tuberosum, Litla Háeyri OP Matjurt. Ýtarlegar upplýsingar um ræktun kartaflna af fræi má finna á facebook hópnum „Kartöflurækt af fræi“ og um að gera að ganga í hópinn til að geta verið í sambandi við aðra í þessari ræktun. Það þarf að forrækta kartöflur af fræi innan dyra og kostu FRÆ 0988
620 Delphinium consolida - Keisaraspori 'Limelight Carmine' Fjölæringur, rauðbleikur FRÆ 0989
621 Eryngium giganteum - Risasveipþyrnir Fjölæringur. Hæð 70-130 cm. Blómstrar í ágúst rafblá-fölgrænleitur blómlitur. FRÆ 0990
622 Eryngium horridum - Sveipþyrnir (án ísl nafns) Fjölæringur. Sól og vel drenandi jarðvegur. Frekar viðkvæm í pottum. FRÆ 0991
623 Eryngium serra - Sveipþyrnir (án ísl nafns) Fjölæringur. Sól og vel drenandi jarðvegur. Frekar viðkvæm í pottum. FRÆ 0992
624 Eryngium variifolium - Smásveipþyrnir Fjölæringur. Sól og vel drenandi jarðvegur. Frekar viðkvæm í pottum. FRÆ 0993
625 Eryngium yuccifolium - Snákasveipþyrnir Fjölæringur FRÆ 0994
626 Geum chiloense - Rauðdalafífill Fjölæringur. Hæð allt að 60 cm. Blómstrar í  júlí - ágúst. Blómlitur rauður eða  hlýgul ofkrýnd. Þolir hálfskugga   FRÆ 0995
627 Kalmia procumbens* (syn. Loiseleuria procumbens) - Sauðamergur * Fjölær. Sígrænn jarðlægur íslenskur smárunni. Blóm bleik eða fölbleik í júní. Þrífst í sól og meðalþurrum vel framræstum jarðvegi sem er súr. FRÆ 0996
628 Godetia grandiflora - Meyjablómi 'Sybil' Einær/sumarblóm. Sáð grunnt (bara nokkra mm djúpt) inni í febrúar. Getur tekið upp í mánuð að spíra. Blómstrar bleiku, hæð: 30cm FRÆ 0997
629 Heliopsis helianthoides var scabra- Dagsauga Skammlífur fjölæringur, gul eða rauð/appelsínurauð blóm. FRÆ 0998
630 Heuchera americana - Vínlandsroði 'Metalica' Fjölæringur. Hæð 20 cm. Laufblöð purpurarauð. Blómstrar hvítu eða bleiku í ágúst -september. Þolir hálfskugga. FRÆ 1000
631 Hypericum androsaemum- Ilmgullrunni 'Albury purple' Fjölæringur. FRÆ 1001
632 Lavandula multifida - Lofnarblóm (viðkvæmt lavender) Lofnarblóm eða lavender er ættkvísl ilmblóma og lækningajurta af varablómaætt. Jurtirnar eru upprunnar við Miðjarðarhaf og eru notaðar til að búa til lofnaðarilmvatn. Getur verið önug í ræktun hérlendis, unir sér best í sendnum og þurrum jarðvegi. Öruggar FRÆ 1002
633 Maackia amurensis - Drekamakkía Tré og runnar. FRÆ 1004
634 Mentzelia lindleyi - Gullbursti Fjölæringur FRÆ 1005
635 Picea koraiensis - Kóreugreni Sígrænt barrtré. FRÆ 1006
636 Picea orientalis - Kákasusgreni Sígrænt barrtré. FRÆ 1007
637 Picea wilsonii - Wilsonsgreni Sígrænt barrtré. FRÆ 1008
638 Pinus densata - Fura (án ísl nafns) Sígrænt barrtré. FRÆ 1009
639 Pinus pumila - Runnafura Runnakennd furutegund með fínlegu barri. Hæð 1-3 metrar. Þarf vanalega marga mánuði í kulda og spírar því oft best eftir að standa úti, varið, yfir veturinn. FRÆ 1010
640 Prunus maritima - Strandplóma Lauffellandi runni. Þarf vanalega marga mánuði í kulda og spírar því oft best eftir að standa úti, varið, yfir veturinn. FRÆ 1011
641 Viola adunca - Fjölær. Blá blóm. Hæð 7-15 cm. Sól eða hálfskuggi. Rakaheldinn vel framræstur jarðvegur, þolir einhvern þurrk. Fjóla frá Norður-Ameríku. FRÆ 1012
642 Pseudotsuga menziesii - Degli Sígrænt barrtré. 'MT Kootenei' FRÆ 1013
643 Pyracantha coccinea - Eldþyrnir Lauffellandi runni. FRÆ 1014
644 Sorbus alnifolia - Ölnureynir Lauffellandi tré. Hæð 9-15 m. Nokkuð harðger. Hvít ilmandi blóm í júní - júlí. Bleik ber og fallegir haustlitir. FRÆ 1015
645 Geranium erianthum - Frerablágresi Fjölær. Hæð 30-50 cm. Blóm fjólublá með dekkri æðum í júní-júlí. Þrísfst best í sól eða háfskugga. Jarðvegur næringarríkur og vel framræstur. Laufið fær haustliti. FRÆ 1016
646 Lonicera demissa - Hverfitoppur Tré og runnar. Hæð allt að 4 m. Blóm fölgul í byrjun sumars. Þrífst í sól eða hálfskugga í meðalfrjóum, rakaheldum jarðvegi. Ber dökkrauð, kringlótt og gljáandi. FRÆ 1017
647 Picrorhiza kurroa - Fjölær. Ljós eða fjólublá blóm. Plantan er eitruð. FRÆ 1018
648 Achlys triphylla - Vanillulauf Fjölær. Hæð 40 cm. Blóm lítil hvít um mitt sumar. Ruðfjólublá ber að hausti. Þrífst best í rakaheldum jarðvegi en þolir þurrk nokkuð. Sól eða háfskuggi. Vanillu ilmur af laufinu. FRÆ 1019
649 Cremanthodium sp. - Körfu tegund Fjölær harðgerð planta sem kemur seint upp á vorin. Hæð 45-75 cm. Blómstrar gulum blómum í júlí. Þrífst best í næringarríkukum rakaheldum vel framræstum jarðvegi í sól eða hálfskugga. Körfublómaætt/Asteraceae FRÆ 1020
650 Saxifraga koschyi Fjölær. Þúfu myndandi steinbrjótur. Hæð 3-5 cm. Blóm 3-5 cm á hæð, skærgul í júní-júlí. Þrífst í sól og kalkríkum, grýttum vel framræstum jarðvegi. FRÆ 1021
651 Saxifraga hirculus* - Gullbrá* Fjölær íslensk planta. Lágvaxin. Blóm gul með rauðum dröfnum neðarlega á krónublöðunum. FRÆ 1022
652 Lathyrus vernus f. albiflorus - Vorertur, hvítar Fjölær jurt. Hæð 20-50 cm. Blómin hvít. Blómgast í maí -júní. Þrífst best í sól og venjulegri garðamold, léttri og vel framræstri. FRÆ 1023
653 Inniræktun Matjurta Inniræktun matjurta Zia Allaway (Íslensk þýðing Helga Jónsdóttir) Í bókinni er sýnt í máli og myndum hvernig unnt er að rækta ýmislegt ætilegt innan veggja heimilisins. Falleg og eiguleg bók, sem hentar jafnt fyrir byrjendur sem reynsluríka ræktendur. V
Fræ Lýsing Vörunúmer
© Garðyrkjufélag Íslands 2021
Uppsetning : B/RT/NGAHOLT
Woocommerce - Storefront