Almenna reglan er sú að Fræbankinn er aðeins opinn félögum í Garðyrkjufélagi Íslands.
Frælistinn gildir frá 1. febrúar til 31. janúar árið eftir.
Keyptir skammtar mega mest verða 40 talsins. Aðeins er hægt að kaupa einn skammt af hverri tegund.
Umsýslu- og sendingarkostnaður leggst á allar pantanir og er 700 krónur.
Frækaupendum má vera ljóst að í hverjum skammti eru misjafnlega mörg fræ; fjöldinn ræðst m.a. af stærð fræja og framboði. Ekki er alltaf hægt að tryggja að öll fræ séu til.
Fræbankinn hefur tvö afgreiðslutímabil: Það fyrra er frá 15. febrúar til 1. júní og það síðara 1. september til 15. október ár hvert. Ekki eru afgreidd fræ utan þeirra tímabila. Athugið að þegar álag er mikið getur afgreiðsla tekið allt að 3 vikur frá því að pöntun berst.
September 2023/VS
Leita
Fylgja okkur
www.gardurinn.is notar vafrakökur til að bæta upplifun notenda. Sjá nánar Loka