Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

30 september frá 07:11

Plöntuskiptadagur Garðyrkjufélags Akureyrar verður haldinn í Lystigarðinum á Akureyri á laugardaginn kemur, 15. júní kl. 11.00.
Skiptin fara fram fyrir framan gróðurhúsið í garðinum.

Á plöntuskiptadegi skiptast félagar og aðrir gestir á plöntum, trjám, runnum, matjurtum, fjölæringum, sumarblómum, stofublómum, sáðplöntum og garðskálaplöntum.
Allar plöntur eru vel þegnar og eru þátttakendur hvattir til að mæta með plöntunar vel merktar í pottum eða öðrum góðum ílátum.
Skiptastjóri að vanda verður Helgi Þórsson sem hefur til fjölda ára leyst það hlutverk með röggsemi og festu.

Allir eru velkomnir, hvort sem þeir eiga plöntur til skiptanna eða langar bara að koma til að njóta stundarinnar og fara jafnvel heim með eina eða tvær plöntur.