Laugardagur

Norræn rósahelgi

Laugardagur 9. ágúst

Farið verður með rútu kl. 8:30 frá Grand Hótel og ekið austur fyrir fjall. 

Fyrsta stopp er í gróðrarstöðinni Nátthaga sem er í uppáhaldi margra trjá- og runnaræktenda. Ólafur Njálsson er mikill frumkvöðull í íslenskri garðrækt og hefur um langt árabil boðið upp á gott úrval trjáa, runna og rósa.  

Næst er ekið austur í Ásaskóla sem er ofarlega í Gnúpverjahreppi og nærri brún hálendisins. Þarna er að finna einn stærsta rósagarð í eigu einstaklinga á Íslandi. Hjónin Stefán og Katrín taka á móti okkur. Þau eru bæði miklir rósaræktendur og einnig tónlistarfólk.  Þau hafa meðal annars sérstaklega lagt sig fram um að prófa rósayrki sem heita nöfnum tengdum tónlist.

Næsta stopp er svo hádegisverður á Farmers bistro á Flúðum (innfalið). Veitingastaðurinn er hluti af Flúðasveppum.

Eftir mat verða gróðurhúsin að Espiflöt heimsótt en þar eru stilkrósir framleiddar í miklu magni fyrir blómabúðir á Íslandi og einnig til útflutnings.

Næst verður stutt stopp á Geysi og horfum á eitt gos í Strokk áður en við höldum að Laugarvatni og þiggjum veitingar

Upp úr kl. 17 verður lagt af stað vestur yfir Lyngdalsheiði að Þingvöllum. Stoppað verður í þjóðgarðinum en síðan haldið áfram til Reykjavíkur.

Ferðinni lýkur um kl. 18:30 við Grand Hótel.

Hátíðarkvöldverður

Á laugardagskvöldinu verður fagnað 3ja rétta hátíðarkvöldverði í Háteigi, fallega veitingastaðnum á efstu hæð Grand hótels.  Að loknum kvöldverði verður formennska Norræna rósafélagsins flutt frá Íslandi til Finnlands en þar verður Rósahelgin haldin árið 2027. Við njótum kvöldsins með tónlist og leikjum þar sem rósir verða í öndvegi.