Norræn rósahelgi
Föstudagur, 8. ágúst
Norræna Rósahelgin 2025
Rósir, loftslag og samfélag
Ráðstefna á Grand Hótel 8. ágúst 2025
Skráning kl. 08:30
Ráðstefnan stendur frá 9:00 – 15:00 en í framhaldi er dagskrá í Grasagarðinum fram á kvöld.
Frá 08:30 opnar fyrir skráningu og klukkan 09:00 hefst ráðstefnan með opnun forseta Norræna rósafélagsins, Ástu Þorleifsdóttur. Í framhaldi er heill dagur af áhugaverðum og spennandi erindum. Fyrirlesararnir eru allir rósaunnendur með fjölbreytta reynslu af rósarækt, fjölgun og framleiðslu eða einfaldlega njóta fegurðar rósa.
Aðalfyrirlesari Margit Schowalter er dóttir Walter Schowalter, eins af síðustu brautryðjendum rósaræktunar á kanadísku sléttunum. Margit hefur síðustu 20 árin verið að rannsaka og skrifa um merkilega arfleifð rósaræktunar á sléttunum þar sem vetrarkuldinn er nístandi en sumrin heit. Markmiðið er að leita að og hjálpa til við að varðveita sjaldgæfar og nánast útdauðar rósir víðs vegar um héruðin Alberta, Saskatchewan og Manitoba. Forsendan liggur m.a. í að afla upplýsinga um og leita uppi rósir m.a. frumkvöðlanna Georges Bugnet, Robert Erskine, Percy Wright, Frank Skinner, Robert Simonet og Walter Schowalter. Margit veitir nú aðstoð og ráðgjöf við grasagarða háskólans í Alberta og Calgary-borgar í viðleitni þeirra til að varðveita þessa mikilvægu rósaarfleifð. Margit er ein helsta ástæða þess að þessar harðgeru rósir eru nú margar fáanlegar á Norðurlöndum í gegnum samstarf við Rosenposten í Danmörku – með aðstoð Rósaklúbbsins.
Erling Östergaard er einn af fremstu sérfræðingum Norðurlanda um rúgósa rósir (www.rugaosaroser.dk). Erling hefur undanfarin 25 ár, í fyrstu ásamt eiginkonu sinni sem nú er látin, verið að safna Rúgósum og safn hans inniheldur nú meira en 400 rúgósa blendinga. Hann hefur einnig verið að búa til nýja blendinga en Lundgaards Rugosa er eitt af sköpunarverkum hans. Erling hefur heimsótt Ísland þar sem rúgósa blendingar standa sig furðu vel. Erindi hans mun fjalla um frábæra aðlögunarhæfni rúgósa rósanna að erfiðu loftslagi Íslands: Rugosa; gjöf til íslenskra garða.
Hjörtur Þorbjörnsson er forstöðumaður Grasagarðsins í Reykjavík og hefur því víðtæka reynslu af rósarækt af fjölmörgum tegundum í Grasagarðinum. Erindi hans verður byggt á þekkingu hans og reynslu af rósaræktun á Íslandi.
Kristin Maute er norskur sálfræðingur og áhugamaður um rósir sem hefur áhuga á áhrifum rósaræktunar á velferð bæði ræktandans og samfélagsins.
Kristín Sigurðardóttir er reyndur bráðalæknir sem er leiðandi í að bæta lýðheilsu í faraldri lífsstíls- og samfélagssjúkdóma vegna streitu, neyslu og samkeppni í velmegun samtímans. Kristín telur að ein ástæðan sé skortur á útiveru í grænu náttúrulegu umhverfi, eins konar „náttúruskortur“. Ekki má líta framhjá jákvæðum áhrifum náttúrunnar og útivistar á heilsuna og þar er garðyrkja lykilatriði, ekki síst ræktun á litríkum og ilmandi rósum sem gleðja bæði ræktandann og samfélagsins.
Vilhjálmur Lúðviksson er norrænum rósaunnendum að góðu kunnur. Hann er verkfræðingur og fyrrverandi forstjóri Rannsóknarráðs Íslands. Vilhjálmur er ástríðufullur rósaræktandi og hefur bæði verið formaður Garðyrkjufélags Íslands og var að auki um langt árabil formaður Rósaklúbbs Garðyrkjufélagsins. Yfirskrift erindis Vilhjálms er „Harðgerismat rósa á Íslandi – hefur það norrænt gildi?