Lunaria annua – Mánasjóður

250kr.

Mánasjóður er tvíær tegund sem getur haldið sér við með sjálfsáningu. Hann blómstrar snemma, jafvel í byrjun maí. Fræbelgirnir eru notaðir í þurrskreytingar. Hann virðist þokkalega harðgerður. Hver planta kemur bara með einn blómstöngul, svo það er fallegast að planta nokkrum plöntum saman. Blómstönglarnir eru nokkuð háir og þurfa helst stuðning. Hann þrífst best í sól eða hálfskugga, í frekar næringarríkum, vel framræstum jarðvegi, helst kalkríkum, en alls ekki mjög súrum.

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer (SKU): FRÆ 1101 Flokkar: ,