Campanula rotundifolia -bláklukka þýsk

250kr.

Bláklukkan hefur 1 til 2 blóm á hverjum stöngli en stundum þó fleiri. Blóm þessi eru, eins og nafnið gefur til kynna, blá og klukkulaga. Einstaka plöntur geta þó verið með hvít blóm. Stöngull jurtarinnar er blöðóttur og jarðlæg blöðin hjartlaga eða með kringlótta blöðku.

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer (SKU): FRÆ 1104 Flokkar: ,

Description

Bláklukkan ber oftast eitt til tvö blóm á stöngli, en stundum fleiri. Krónan er klukkulaga, 2-3 sm á lengd, með fimm odddregnum sepum að framan. Bikarinn er hárlaus, klofinn 2/3 niður, bikarfliparnir striklaga, um eða tæpur sm á lengd. Fræflar eru fimm og ein fræva með þrjú fræni. Stöngullinn er blöðóttur, einkum neðan til.

ATH! er stærri en íslensk bláklukka.