Hildarskjöldur- Ligularia fischeri
250kr.
Grunnlauf allt að 32-40 sm, nýrlaga-hjartalaga, tennt, leðurkennd, hárlaus nema á jöðrunum, stöngullauf með stuttan legg. Körfur allt að 5 sm í þvermál, margar, í allt að 75 sm háum klasa, reifar sívalar-bjöllulaga, allt að 12 x 10 mm. Reifablöð 8-9, aflöng. Geislablóm allt að 25 x 4 mm, 5-9. Svighárakrans allt að 10 mm, brún- eða purpuramengaður.