Haustkransagerð

Langar þig að læra að gera fallegan haustkrans? Við ætlum að bjóða upp á kennslu í haustkransagerð
þriðjudaginn 1. október kl. 19-22 í sal Garðyrkjufélagsins, Síðumúla 1.
Verðið er 5000 kr og innifalið er grunnefni (basthringur, vírrúlla, pinnar og undirlag), gott vinnusvæði, kennsla (þrír blómaskreytar verða á staðnum), kaffi og kex eins og vanalega og góðri stemningu heitið🌸
Það eina sem þú þarft að gera er að kíkja í þitt nærumhverfi (eða sveit) og klippa niður efni til að binda í kransinn. Betra að sækja sér meira en minna. Við munum aðstoða með val á efni áður en vinnustofan á sér stað en gott dæmi er kransinn efst í auglýsingunni. Lyng, sölnuð blóm og greinar👌🏻 Erikur eru einnig sniðugar til að gefa meiri lit. Skráningar á heimasíðunni okkar undir vefverslun!

Svipmynd frá haustkransanámskeiðinu sem haldið var í sal GÍ í október 2023.