Algeng fjölær planta. Fræið þarf kaldörvun í 2 vikur, því er síðan dreift á raka sáðmold, haft við 20 °C og ekki hulið. Spírun getur tekið talsverðan tíma.
Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."
Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.