Osmanthus fragrans semperflorens
250kr.
Fallegur, ilmandi runni frá Asíu. Sígrænn við réttar aðstæður. Of viðkvæmur utandyra hér á landi, þar sem hann þolir mjög lítið frost og vill heit sumur, en gæti verið fullkominn fyrir garðskála. Afbrigðið ‘semperflorens’ blómstrar sérlega mikið og er harðgerðari en restin. Fræin geta þurft nokkuð langan tíma til að spíra, en sáning í pott úti að vetri hefur gefist ágætlega og spírar þá um sumarið.