Digitalis ferruginea – Járnbjörg

250kr.

Fjölær planta af ættkvísl fingurbjarga. Þarf heldur meiri sól og hita en venjulegar fingurbjargir (Digitalis purpurea) og því best sett á stað sem fær sem mesta sól. Blómstrar á 2. eða 3. ári og lifir oftast áfram í amk einhver ár eftir fyrstu blómgun. Þarf oftast meira en 1 ár eftir blómgun til að safna orku fyrir næstu blómgun hér á landi. Blómin mun smærri en á venjulegri fingurbjörg og blómliturinn eins konar ryðbrúnn með smávegis appelsínutónum. Þarf að sá inni við stofuhita og góða birtu. Ekki hylja fræin, eða þá bara rétt strá smá sandi eða álíka yfir í mjög þunnu lagi, því fræin spíra ekki nema í birtu.

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer (SKU): FRÆ 0870 Flokkar: , Tag: