
Árlega gefur Garðyrkjufélag Íslands út frælista með hundruðum tegunda og yrkja plantna. Á lista Fræbankans 2024 eru hátt í 1000 tegundir og yrki.
Helsta uppistaða fræbankans eru fræ sem félaginu berast árlega frá félagsmönnum og öðrum velunnurum GÍ. Garðyrkjufélagið ábyrgist ekki um spírun fræja né heldur að öll séu nákvæmlega af þeirri tegund sem tilgreind er. Þar verður reynsla hvers og eins að skera úr um nákvæmni greiningar.
Hér að neðan gefur að líta frælista félagsins (Index seminum) fyrir árið 2024. Ýmsar tegundir eru aðeins til í takmörkuðu magni og því gildir hér gamla góða reglan um að „fyrstur kemur, fyrstur fær.“
Til þess að panta fræ úr frælistanum hér að neðan, þarf að fara í vefverslun Garðyrkjufélagsins. Hafa ber í huga þegar keypt eru fræ, að umsýslugjald 700 kr. leggst á allar pantanir.
Athugið að listinn er í stöðugri þróun sem hægt er að fylgjast með á þessari síðu eða í vefversluninni.
Hér er frælistinn 2024 á PDF sniði fyrir þá sem vilja hugsanlega prenta hann út: INDEX_SEMINUM_GI_2024