Lathyrus japonica ssp.maritimus* – Baunagras
250kr.
Fjölært ertublóm sem lifir í fjörusandi og á heimkynni sín í Asíu, Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku. Rótargerlar sem lifa í hnýðum á rótum baunagrass vinna köfunarefni úr andrúmsloftinu og bæta þannig vaxtarskilyrði. Fremur sjaldgæft í íslenskri náttúru. Það er afar viðkvæmt fyrir beit en getur orðið nokkuð áberandi þar sem lengi hefur verið beitarfriðun eða lítil beit, eins og t.d. á Ströndum.